Yndisleg þjóð og land ;)

Allt þetta þras um allt milli himins og jarðar...en þegar maður les nú dag eftir dag um baráttuna við veðuröflin og týndar kindur sem fjöldi manns leggur nótt við dag við að bjarga, þá er ekki annað hægt en að vera endalaust glaður og þakklátur að búa hér ;) Kærleikur og væntumþykjan skín í gegn um þessar fréttir og það er fallegt, gott og jákvætt.

Hvaðan annarsstaðar úr heiminum væru fréttir um kindur jafn áberandi í stærstu fjölmiðlum hvers lands ???Nema hér á Íslandinu góða, þrátt fyrir allt sem þarf að laga af mannanna verkum.

Verum góð og jákvæð í vetur og ávallt. Í alvörunni. Það er komið svo mikið meira en nóg af skotum og stælum og leiðindum. Vonandi tekst að bjarga fleiri litlum sætum rollum sem stóla á mannfólkið með líf sitt. Og íslenska ullin er svo sannarlega lífsbjörg !!! 

Góða nótt ;)))


mbl.is Aldrei vitað annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Hjördís og góða nótt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 00:44

2 Smámynd: Óskar

"Vonandi tekst að bjarga fleiri litlum sætum rollum sem stóla á mannfólkið með líf sitt." - svo eru litlul sætu lömbin keyrð í sláturhús daginn eftir og aflífuð. Allt svo sætt og yndislegt :)  Gerir þú þér nokkra grein fyrir því hvað þessi færsla þín er heimskuleg?

Óskar, 13.9.2012 kl. 13:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru nú ekki öll lömb og kindur sláturdýr Óskar.  Og það er örugglega miklu mannúðlegra að deyja snöggt í sláturhúsi en að kveljast ef til vill í fleiri daga undir fargi í kulda.  Það vill svo til að við erum að rækta fé til matar, ófrávíkjanleg staðreynd rétt eins og önnur húsdýr.  Það sem okkur ber að gera er að sjá til þess að þeim líði eins vel og hægt er þann tíma sem þeim er ætlað að lifa.  Enda væri fólk ekki að vinna nótt sem dag örþreytt við að bjarga skjátum ef það bæri ekki hag dýranna fyrir brjósti, ekki bara bændurnir sjálfir heldur tvöfalt fleiri sjálfboðaliðar allstaðar að sem engra hagsmuna hafa að gæta.   Það á ekki bara að skoða yfirborði, veröldin er ekki svarthvít þó sumir virðist halda það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Úps Óskar minn, greindarskrotur minn kom í veg fyrir að ég fattaði að bera kærlieksríkar hugsanir mínar og samkennd gangvart litlu sætu krúttuðu rollunum í þessu stutta sæta innleggi mínu, undir þig áður en ég ýtti á send.

Með kærleikskrúttaðri kveðju,

Hjördís

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.9.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Innilega sammála Ásthildur og takk )) gott að það er nóg af fólki til sem hefur fallegt hjartalag og hugsanir gagnvart bæði fólki og málleysingjum,, eins og td litlu sætu krúttuðu rollunum ;o

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.9.2012 kl. 23:06

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

p.s Óskar minn, það er að auki siðferðisleg skylda að bjarga dýrum í neyð, hvort sem það eru litlar sætar rollur að frjósa úr kulda og berfættar að auki greyjin !!!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.9.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband