15.9.2012 | 12:20
Munu menn borga ?
Þetta eru góðar fréttir og frábært framtak hjá þeim stöllum og eiga þær svo sannanlega heiður skilið fyrir sitt fallega og göfula framtak til þarfra mála, sem og allir þeir sem stóðu að söfnuninni og allir þeir sem hafa stutt söfnunina með fjárframlögum eða kaupum á glossum eða örðu sem var til sölu til að styrkja þetta málefni.
Hljómar eins og bömmer...en þetta er nokkuð sem ég hef hugsað í mörg ár þegar safnanir eiga sér stað. Hvort sem þær eru svona stórar í fjölmiðlum eða þegar líknarfélög landsins eru í sínum hefðbundnu og stöðugu söfnunum, sem eru allt þörf og góð málefni sem þarf að styðja og þakka fyrir.
En það sem mig langar að skrifa og vonast til að umræða skapist um, vegna þess að ég tel mikla þörf vera á því, er að það sé rætt hvað mikið skili sér í rauninni ???? Þetta er það sem gerist alltaf tel ég nsæta víst og það er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að menn fái ,,auglýsingu" út á sig persónulega eða fyrirtæki sitt fyrir rausnarleg framlög, sem aldrei skila sér. Það virðist vera að of mörgum þyki í lagi að segja já, en að víst þetta eru fjáraflanir, þá sé það ekki skuld sem þarf að standa skil á. Og ætti að sjálfsögðu að vera í algjörum forgang að mínu mati.
Þetta er þekkt lenska og óheiðarleiki vil ég segja, án efa um allan heim. Menn kalla hátt og snjallt og heilu löndin líka ! um hvað þeir séu rausnarlegir og gjafmildir en borga svo ekki margir hverjir. Þetta t.d. gerðist þegar Tsunami var 2004 og ég man að þáverandi aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, þurfti að biðla til þerira landa heims um að efna loforð sín um fjárframlög. Minnir að sama hafi verið þegar skjálftarnir voru á Haiti og lsitinn er langur. Því miður.
Hvað er til ráða ? Væri ráð að birta lista yfir þá sem hafa lofað, sér í lagi þá sem hafa fengið umfjöllun um góðvild sína í fjölmiðlum, og að þar komi þá fram hvort menn hafi greitt og þá dags. með og þá um leið væri hægt að sjá hverjir skulda sem færu þá á ,,svartan lista" uppá að sömu aðilar geti ekki ítrekað auglýst gjafmildi sína án þess að borga krónu.
Ég vona að allar 100 milljónirnar sem safnast hafa, muni skila sér inná reikninginn og að við munum fá upplýsingar um það þegar það er komið. Og líka ef það kemur ekki og þá hvað miklu mun skeika.
100 milljónir söfnuðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.