Nafnlausar flugfreyjur

Flott og frábært flugfélag og markaðssetning þeirra er með eindæmum frábær, hvort sem það er litaval flugfreyju uniforms eða annað ;)) Og ég er ánægð með að þeir halda hinum á tánum með verð á flugi.

Hér eru margar myndir og fullt af fólki á þeim og allir nafngreindir, hvort sem það eru starfsmenn á borð við Skúla Mogensen eða aðrir. Flugfreyjurnar eru líka starfsmenn og voru í teitinu ásamt öllum honum...af hverju eru nöfn þeirra ekki birt eins og annarra ??? Skipta nöfn þeirra minna máli en annarra í þessu teiti ? Ef svo, þá why ?

 


mbl.is Ævintýralegt innflutningsteiti Wow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er mjög athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Þarna verður Marta María að sitja fyrir svörum. Kannski báðu flugfreyjurnar um nafnleynd....

jóhanna (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati er þetta ekkert annað en auglýsing fyrir félagið.   Þetta er nefnilega engin frétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 13:09

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála Ásthildur, þetta er bara auglýsing eins og oft er án þess að það sé merkt sem slíkt. Oft er t.d. verið að birta ,,fréttir" af því þegar eitthvað þekkt fólk er að selja húsin sín, og það er með fullt af myndum og alles sem ekki allir fá.

jóhanna, mitt point er að mér þykir eins og það að birta nöfn allra nema flugfreyjanna, sé eins og þær séu ,,bara" flugfreyjur og að nöfn þeirra skipti þar með engu máli, því miður. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 13:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLugfreyjurnar eru bara eins og SKRAUT utan um forstjórann Við ættum að vera vaxin upp úr svona 2007. Reyndar hefðu þær átt að neita að skreyta karlinn, við gerum nefnilega lítið í því sjálfar að draga úr þessari lítilsvirðingu á kvenfólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband