16.9.2012 | 15:08
Hanna Birna sigrar
Það er ég viss um og rétt vona. Sjálfstæðisflokkurinn, eða fólkið í honum er réttara að segja, þarf að hugsa um hag flokksins en ekki eigin hag og til þess þurfa þeir sem nú sitja á þingi að víkja allir með tölu og hleypa nýju fólki að. Svo einfalt er þa' ;))
,,Það er enginn svo merkilegur að hann sé merkilegri en flokkurinn " Geir H. Haarde.
Fínt að taka hann til fyrirmyndar, hann er hættur og farinn til annarra starfa, með hag flokksins en ekki eigin hag í huga, reikna ég með.
Þrjú vilja leiða listann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri óskandi að Hanna Birna vinni þennan slag. Það væri smá sárabót fyrir þau miklu mistök sem flokkurinn gerði, þegar henni var ekki treyst í formannsstólinn.
En því miður er hætt við að það verk verði henni erfitt. Mátttur vafninga er mikill og eins víst að unnið verði markvisst gegn henni innan flokksins.
En bíðum og sjáum. Takist henni að ná forustu fyrir flokkinn í höfuðborginni, á flokkurinn enn von. Þá er bara að vona að eins fari i öðrum kjördæmum, að hæft og gott fólk fái að komast að í stað þeirra sem nú rikja og hafa komist til valda með með aðstoð fjármálaaflana.
Gunnar Heiðarsson, 16.9.2012 kl. 15:24
það er óskandi að Hanna Birna hreppi að leiða listann í Reykjavík,en okkur vantar gott Fólk í Suðurkjördæmi,að vísu höfum við Ragheiði Elínu sem er frábær en aðrir sem hafa verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjödæmi þurfa að hverfa af lista Flokksins.Ég trúi vart að Flokkurinn tefli fram Árna Jonsen og Unni Brá Konráðsdóttir sem verða að finna sér etthvað annað en sitja á þingi..
Vilhjálmur Stefánsson, 16.9.2012 kl. 15:37
Vonandi að kjósendur vilji breyta Gunnar, það eru jú kjósendur sem ráða hvort 100% endurnýjun muni eiga sér stað í þingflokknum eða ekki.
Svo vona ég einnig , að þegar hún kemst á þing, muni hún vera þar í hámark 8 ár og hleypa svo sjálf nýju fólki að og finna nýtt starf. Það er engum hollt að vera í sama jobbinu lengi, síst af öllu í stjórnmálum. Reynsluboltar í stjórnmálum...aukin spillingarhætta ! Að auki þykir mér það ekki samræmast öllu tali um að allt skuli vera einkavætt, að hanga svo sjálfir árum og áratugum saman á ríkisspena !!!
Og um leið fyndið og kjánalegt ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 15:43
Það þarf 100% endurnýjun í þinglflokknum Vilhjálmur. 100% án undantekninga.
Þau sjá það vonandi sjálf og líka Ragnheiður Elín. Þau þurfa að prófa að sækja um auglýst störf á netinu hjá einkafyrirækjum, sem þau treysta jú sjálf best til að sjá um allt saman ;)))
Redda sér vinnu án klíkuskapar, þau eru vel gefin og dugleg og eiga ekki að þurfa að fá aðstoð með það, hvorki hjá VMST né annarsstaðar. Held það heiti ,, atvinna með stuðning" eða eitthvað slíkt sem er gott og þarft fyrir þá sem eiga erfitt með að fá vinnu.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 15:48
Ég held að það þurfi ekki endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum enda er þetta allt kornungt fólk sem þar er á þingi.
Endurnýjunin þarf að eiga sér stað hjá hinum flokkunum! þar hafa kyslóðaskipti ekki átt sér stað.
Það eru andstæðingar sjálfstæðisflokksins sem halda því á lofti að þar þurfi endurnýjun ofan á endurnýjun til að beina sjónum frá því að leiðtogar stjórnarflokkanna VG og Samfylkingarinnar eru löngu komnir á tíma og vel það.
Það eru líka andstæðngar sjálfstæðisflokksins sem tala fyrir Honnu Birnu Kristjánsdóttur. Af hverju ætti hún að vera eitthvað svar? hún hefur ekki sýnt neitt. Talar mikið um eigin ágæti og leiðtogahæfileika en hefur ekki sýnt fram á neina sigra. Hún er að flýja borgina, af hverju er hún að því? hún hefur ekki náð neinum árangri þar. Fékk borgarstjórastólinn afhentan og eftir það ekkert. Hanna Birna, eins og Steingrímur og Jóhanna hefur aldrei unnið handtak í einkageiranum. Hún hefur alltaf verið hjá hinu opinbera.
Ingimar (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 10:38
Það þarf 100% endurnýjun í öllum þingflokkum Ingimar, til að það verði smá séns á að byggja upp nauðsynlegt traust og virðingu fyrir stjórnmálamönnum og Alþingi.
Er hún endilega að flýja Borgina ? Held hana langi í landsmálin, en ég veit það ekki. Hún virkar hafa góða leiðtogahæfileika og um að gera að hún fái tækifæri til að sanna sig betur. Um það að hún hafi ekki unnið í einkageiranum..veit það ekki nema það sem þú segir en það er oft skondið að verða vitni að því að þeir sem tala hæst um að einkavæða allt, hanga fast í opinbera pilsfaldinum oft lífið út og þora ekki fyrir sitt litla líf að sleppa takinu og skella sér á frjálsa vinnumarkaðinn, sækja um sjálf eftir auglýsingum. Það þykir mér skondið ;))
Og já, takk fyrir innlegg þitt ;)))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.