9.10.2012 | 08:29
Látum hana í friði ;)
Bæði hana og aðrar stórstjörnur heimsins, þegar þær heimsækja landið okkar. Enga Papparassa takta, það er okkur engan veginn samboðið. Mogginn ætti að vera fyrirmynd annarra fjölmiðla og láta freistingar að liggja á leyni, eins og þessi mynd sýnir að gert hafi verið, alveg eiga sig. Það er hægt að græða peninga á annan hátt. Held að það að mbl.is fái flettingar til hækkunar á auglýsingum, geri ekki gæfumuninn hvort reksturinn gangi eða ekki. Það þarf þá bara að biðja um hærri afskriftir næst. Plís ekki leggjast svona lágt í fjölmiðlun.
Að auki er Lady Gaga hingað komin til að taka á móti FRIÐARVERÐLAUNUM úr LennonOno sjóðnum, svo það er enn meiri ástæða til að gefa henni frið ;)))
Lady Gaga er lent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað meinar þú, konan er athyglissjúk; það er líkast til að versta sem getur komið fyrir að hún fái ekki athygli
DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:37
Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að samkvæmt öllum venjum og hefðum blaðamennskunnar þá er það frétt þegar Lady Gaga kemur til lands til að taka á móti þessari viðurkenningu úr hendi Yoko Ono. Hví ætti ekki að fjalla um það?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:19
He, he DoctorE ;)) Góður punktur !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 00:13
H.T. Bjarnason, takk fyrir kommentið og ég er innilega sammála, það er eðlilegt að fjalla um það. Ég er að benda á Papparassa tendensa sem eru að læðast inn á virt blöð, meira að segja Moggann, að liggja á leyni að því er virðist, og ná mynd af henni stíga úr flugvél, sem var svo ekki hún sýnist mér á netinu.
Þetta er þróun sem er ekki góð og okkur ekki samboðin. Og óskandi og best að slík þróun kanfi í fæðingu. Það er best að virða einkalíf hennar sem og annarra stórstjarna sem aldrei fá frið, annað þegar þau sjálf samþykkja eða / og biðja um viðtöl í fjölmiðla.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 00:17
Takk fyrir kommentið H.T. Bjarnason og ég er alveg sammála þér með að þetta er frétt. Það sem ég er að benda á eru þessir auknu Papparassa tendensar sem maður sér meira og meira af því miður, þegar stórstjörnur heimsækja landið okkar. Og Mogginn virðist stefna í að sökkva á það level. Og það er vond þróun sem ég vona að haldi ekki áfram. Þessi mynd ber þess merki, þó svo þetta sé svo ekki hún þegar menn gáðu betur að; að liggja á leyni að því er virkar og ná mynd. Low og ekki neitt annað. Frægt fólk á í basli um allar trissur að fá frið. Leyfum landinu okkur að vera sá griðarstaður sem það þarfnast og sækist án efa eftir þegar það kemur hingað. Það yrði góð auglýsing og fleiri og fleiri kæmu þá til að fá að vera í friði ;)))
p.s. ég var búin að posta komment hér á þig í gær en sé það ekki ? Veit ekki hvort ég klúðaraði því eða tæknin ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.