Smá letrið

,,Engar yfirvinnugreiðslur eru umfram hjá körlum en konum og engar aukagreiðslur þekkjast til karla umfram konur í störfum þar sem bæði kynin starfa,“ segir Árni í fréttatilkynningu.

Og hvernig á að skilja þessi orð ? Að karlar fái hærri laun og meiri fríðindi, séu þeir einir í stjórnunarstöðu á vinnustað eða á karlavinnustað ???

 

Annars væri áhugavert að bera þetta saman við könnunina sem BSRB gerði, til að sjá hvaða svör þeir fengu úr Reykjanesbæ, sem sýndi kynbundinn launamun sem er alltof mikill og á ekki að þekkjast. mín pæling er sú sem ég bloggaði aðeins um um daginn, er hvort það sé möguleg skýring að karlmenn ýki hreinlega um laun sín og hlunnindi, á meðan konur svari af meir nákvæmni og samviskusemi ? 

 



mbl.is Enginn kynbundinn launamunur í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það þýðir það ekki - Framkvæmdastjórar yfir mismunandi sviðum fá sömu laun hvort sem þeir eru karlar eða konur og hvort sem sviðin eru um umönnun eða verkfræði. Karl fær þannig ekki hærri laun ef hann er einn yfir vinnustað, heldur en ef um konu væri að ræða. Hér er ekkert verið að reyna að breiða yfir eitt eða neitt!  Hins vegar vitum við að sjáflsögðu  launakjör umönnunarstétta eru lakari en launakjör t.d. verkfræðinga. Þar er verkefni að vinna.

Árni Sigfússon (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir komment þitt Árni og gott að vita að allir eru jafnir í Reykjanesbæ ;))

Er ekki um að gera að breyta þá launakjörum hefðbundinna kvennastétta; hækka þau og lækka hin og jafna þannig út ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband