Stefna þeim 3 og járna !!!

Er það sem þarf að gera. Það þurfa að vera lög sem skylda þá til að svara.  Það var ekki verið að bjóða þeim í tesopa. Þetta er ekki boðlegt !!!

Hvað hafa þeir að fela ??????? Við hvað eru þeir hræddir, eins klárir og þeir þóttust vera í að reka fyrirtæki ?????

Svei þeim gunguhátturinn, svei þeim ! Og einnig löggjafanum að hafa ekki lög sem skylda menn til að svara !!!! Það þarf að setja slík lög í hvelli og sækja þá 3 og láta þá svara og birta svo viðbót við skýrsluna. Mæti þeir ekki, þarf að vera til staðar háar fjársektir og heimild til að setja menn í varðhald, þar til þeir vilja svara. Hvað rugl er að menn megi afþakka að svara og hvað varð um ábyrgðina sem réttlætti há laun þeirra ?????? Ég er ekki refsiglöð né hlynnt fangelsum eða neinu í þá veru, en þetta þarf samr að gera með þessa 3 karla og það strax ! 


mbl.is Hjörleifur svaraði nefndinni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað hefur Hjörleifur á samvisku sinni?????

Vilhjálmur Stefánsson, 10.10.2012 kl. 20:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt það sem mér datt í hug þegar ég heyrði þessa frétt.  Það er alltaf þetta fjandans ráðaleysi þegar stórir karlar og kerlingar svara ekki kalli, þá er ekkert hægt að gera, en þegar Jón og Gunnu verður eitthvað á, þá er farið fram af offorsi.  TEk undir þetta flotta orðalag Stefna og járna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er ekki bara Hjörleifur sem virðist hafa eitthvað að fela, heldur þeir allir 3 , Viljálmur; tveir afþakka ,,boðið" pent og sá þriðji forfallaðist, en heðfi átt að geta komið síðar þá, hefði maður haldið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 20:53

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat Ásthildur, akkúrat. Endalaust úrræðaleysi, en Jón og Gunna hefðu verið dregin í ,,boðið" á hnjánum ef þess hefði þurft.

Það vantar löggjöf en skortir vilja til þess, af einhverjum skrítnum ástæðum...vernda sjálf sig með því að setja ekki slík lög ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 20:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skortir alltaf vilja ef taka á á málum elítu Íslands.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 21:04

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er rétt því miður og verður að breytast, það bara verður að gerast Ásthildur og því fyrr, því betra. Ef einhverjir á Alþingi þora því.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.10.2012 kl. 21:06

7 identicon

Eg get vel skilið að þeir sem létu Orkuveituna taka 

16 miljarða  erlent  lán til að borga út arðgreiðslur  eigi bágt

En eru nú smt farnir að tala um það núna hvað hafi verið haldið aftur af sér með gjaldskrárnar sem að gangi nú víst ekki mikið lengur...

Hvert fóru þessir 16 miljarðar ?????

Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 21:34

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún það ætti að setja myndir af þessu hyski upp opinberlega svo við getum þekkt spillingarpésana þegar við sjáum þá á götu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 21:50

9 identicon

Góð hugmynd Ásthildur en þá gæti nú farið eins og hérna um árið þegar að mýsnar ætluðu að fara að setja bjölluna á köttinn svo þær gætu heyrt þegar hann kæmi.Hver myndi vilja leggja það á sig að tala mynd af þessum kvikindum...

Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 21:57

10 identicon

http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/10102012/or-skyrslan

Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 22:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er vandamálið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 22:38

12 identicon

Jamm eg óttast að það sé vandamáliðÁsthildur mín

sem breytir þó ekki því

 að  Mexikó myndirnar á síðunni þinni eru

GEÐVEIKT FLOTTAR.....

Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 22:46

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Sólrún mín..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2012 kl. 01:15

14 identicon

Það er hefð á íslandi að stjórn og embættismenn fylgja ekki reglum, taka ekki ábyrgð á neinu, gera eins og þeim sýnist, þeir ræna og ruppla, rústa heilli þjóð, ekkert skiptir máli, þeir bara snúa upp á sig og segja í besta falli: Þetta er eitthvað til að læra af, góð reynsla.. og við sitjum eftir með reikning upp á þúsindir milljóna.. og það besta, mörg okkar ætla að kjósa þessa flokka/menn aftur.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 10:10

15 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Því miður er þetta rétt hjá þér DoctorE og þetta þarf að breytast. Og enn verra rétt líka hjá þér, að fólk ætlar að kjósa aftur sama fólkið...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband