Styðjum þennan unga mann

Og hjálpum honum að fóta sig á ný, það er gott fyrir hann og samfélagið í heild. Það er hægt með ýmsu móti, m.a. með því að þeir sem eiga fyrirtæki, ráði hann í vinnu. Og það væri hægt líka með því að safna handa honum fjármunum. Fyrirtæki og einstaklingar geta lagt í púkk, það vantar barabankaupplýsingar.

Það er engan veginn boðlegt að halda fólki saklausu  í gæsluvarðhaldi svo lengi og rústa um leið mannorði þess og framtíðarmöguleikum. Fram hefur komið að hann hafi misst vinnu sína og ekki fengið aðra. Ég get vel ímyndað mér hvað honum líður illa og ég held að allir geti sett sig í slík spor.

Bæturnar sem verið er að dæma honum eru svo lágar að ég er orðlaus !! Það er endalaust verið að predika að fólk sé svo mikilvægt og dýrmætt...það sést ekki í þessum dómi. Ég vona að það verði mögulegt fyrir hann að áfrýja og þá vonandi hækka bæturnar. Hvað ætli það kosti ? 1 milljón minnst giska ég á. Það væri t.d. góð og þörf ástæða til að söfnun yrði hrinnt af stað ! Fólk er að fá hærri miskabætur dæmdar vegna skrifa í fjölmiðlum, þó svo það virðist ekki hafa eins miklar afleiðingar á þann sem fyrir meiðyrðunum varð, eins og staðreynd er með þennan unga mann.

Það má ekki skemma líf fólks, og þegar ríkið klúðrar lífi fólks, á það að bæta það með peningum, það er það allra minnsta. Og auk þess sjálfsagða; skriflegri afsökunarbeiðni !!! 


mbl.is Fær 2,1 milljón í bætur frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætlar ,,ríkið" að fara að því að borga 2,1 milljón króna þegar ,,ríkið" getur ekki hækkað bætur láglauna öryrkja sem kveljast?

Hilmar Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 02:02

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ríkið / við, verður að greiða bætur fyrir mistök sín, þannir er það bara Hilmar. Og almenningur þarf þá að vera enn meira vakandi yfir því að rétt sé staðið að málum, svo ekki komi til slíkra bótagreiðslna, sem eiga að vera mun hærri en hér er dæmt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.10.2012 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband