Hverrar krónu virði

Og ég er fegin að þetta var gert og niðurstaða fékkst. Þá er hægt að leggja það í fortíðina og halda áfram, fyrir samfélagið og fyrir fyrrverandi Forsætisráðherra um leið. Skiptar skoðanir hafa verið dómstólinn og niðurstöðu hans, en það er erfitt að ná sátt um alla dóma, eða flest alla í það minnsta, svo það hefði aldrei fengist niðurstaða sem 100% sátt hefði orðið um hvort sem var. Persónulega hefði ég viljað sjá aðra útkomu, en ég hef náð sáttum við útkomuna eins og hún var og áttað mig á að lengra verður ekki farið með hlut ráðherra í hruninu. Það þarf að gleyma og fyrirgefa, við erum svo fámenn að annað er ekki hægt og reyna að muna, þó oft sé það erfitt, að þau eru öll mennsk með sína kosti og galla eins og við öll hin ;))) 

Hitt er annað að mér þykir vanta að vita meira með þennan kostnað. Hvað hefðu þeir dómendur og starfsmenn við dómstólinn kostað okkur hvort sem var ? Eða er sá kostnaður sem hér um ræðir allt í auka/ næturvinnu fyrir þá sem unnu að málinu ??? Þetta þykir mér þurfa að koma skýrar fram, amk er ég ekki alveg tilbúin að kaupa það hér og nú, að þetta hafi verið einungis vegna þessarar vinnu. Ef svo, þá þarf einnig betri sundurliðun; fjölda starfsmanna og laun per tíma og vinnufjölda, og þá með góðum rökstuðningi með, því upphæðin er svakalega há og mun hærri en ég hefði giskað á. Mér brá við að lesa fyrirsögnina.

Og til framtíðar litið, mun þetta hafa talsverð áhrif án minnsta vafa. Fyrir ráðamenn núverandi og framtíðar ( og Þingheim allan)  að vanda betur til aðgerða og gæta að því að sofna ekki á verðinum og vera duglegri að spyrja gagnýninna spurninga innan starfsliðs síns og kalla eftir upplýsingum sem þarf og draga í efa það sem þarf og þegar. Láta ekki plata sig blákallt ogvafalaust ;)) Og ég vona að ráðamönnum framtíðar lærist að oft er allt sem þjóðin þarf er að heyra af einlægni : ,,Afsakið og fyrirgefið, mér urðu á mistök". Það hefði sennilegast nægt ráðherrunum sem voru við völd í október 2008 og  það hefði sparað mikla reiði, hrun á trausti, tíma og fjármuni. Og það kostar ekki krónu að nota þessi mikilvægu og allt of mikið spöruðu orð , bæði hjá þeim og upp til hópa. Það er það kómíska og sorglega um leið. 

Fyrir fjölmiðlafólk að gera slíkt hið sama.Eitt af því er að hætta að birta fréttatilkynningar hikstalaust , eins og um heilagan sannleik væri að ræða. Ekki kaupa allt svo möglulaust og það þarf að lagast enn betur hvað gagnýnar spurningar varðar og t.d. þarf fjölmiðlafólk að fá leyfi til að vinna vinnu sína, án þess að missa vinnu sína. Spyrja t.d. þá sem eru nú að fjárfesta; hvar fékkstu peninga fyrir þessu ???? Það er ekki gert svo ég sjái nógu mikið af amk. og verður lífsnauðslynlega að breytast. Fái menn lán í banka fyrir risakaupum á fyrirtæki, biðja þá um að skoða lánasamninga, lántakar eiga að mega það , þó bankar beri fyrir sig bankaleynd. 

Og fyrir almenning, að láta ekki framar bjóða sér það sem hér hefur tíðkast ;þöggun og allt undir mottum eða ofan í skúffum og huss, huss. Svo enn og aftur, þetta var há upphæð vissulega í öllu árferði og sér í lagi núna, en hverrar krónu virði og varð að gerast. Má líta á þennan kostnað sem mikilvæga fjárfestingu fyrir samfélagið inní ókomna framtíð Wink Eftir að þessu máli lauk, var næstum hægt að finna hvað spennan í samfélaginu minnkaði; eins og ef stungið hefði verið á risa-stóra blöðru, hjúkket að þetta er búið sem ekki var hjá komist að yrði farið í !!! 

Og það er mín einlæga ósk frá hjartanu mínu og von að samfélag okkar verði betra á allan hátt. Þó svo þetta taki allt saman mikinn tíma og kosti mikið. Það var svo margt að , þessvegna varð hrunið svo svakalegt á öllum sviðum, ekki bara hvað peninga varðar, heldur traustið sem molnaði alveg í mjöl. Og einnig vona ég að ráðamenn framtiðar átti sig á því að þeir eru að vinna fyrir okkur; þeir eru til fyrir okkur í að þjónusta okkur og hag landsins, en ekki við þeim eða þeir sínum eigin hag. Og að þeir átti sig á því að þjóðin mun ekki láta bjóða sér uppá neitt annað en það allra besta, eins og við eigum svo sannarlega skilið ;)) Heart Þetta ár, 2012, er það ár sem verður minnst sem uppgjörs-og vendipunktsárinu og eftir þetta ár mun allt fara áfram og upp og á við og uppbygging á trausti og öllu öðru sem hér hrundi, mun hefjast. Það er ég fullviss um Heart

 


mbl.is 117 milljónir fyrir landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú því miður að þetta mál verði geymt en ekki gleymt.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:11

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað er að hjá þér blessunin,hvaða kvatir gefa þér að þetta sé hvrerrar kónu virði,þú hlýtur að vera í samtökum einhvrra ,anakista!!!!!

Haraldur Haraldsson, 16.10.2012 kl. 20:16

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hugsanlega josef asmundsson en við þurfum samt að reyna að gleyma og fyrirgefa sem þjóð, til að hægt sé að byggja upp á ný. Ég vona að það muni takast, þó það taki tíma og það þarf þolinmæði, helling af henni. Heift, reiði, vantraust og óvild, fer illa með allt og er eyðileggjandi í öllu tilliti.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 20:27

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Bjartsýn á betri tíma fyrir land okkar og þjóð Haraldur minn ;))) Við verðum að trúa á betri tíma, getum ekki annað og já, mér þykir þetta hverrar krónu virði, þetta varð að gerast og nei, ég tilheyri ekki því sem þú nefnir og veit ekki einu sinni hvað það er.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 20:52

5 identicon

Skil ekki hvernig þú getur sagt hverrar krónu virði.

Oft veðurðu í villu, en núna bullarðu.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:00

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Æji ,vertu jákvæður og óskaðu þjóð þinni þess að komast áfram inní framtíðina Birgir minn og snúa baki við fortíðinni, fyrirgefa og sættast og byggja upp traust á ný. Það verður að gerast og mun hafast á endanum. Landsdómur er hluti af því dýra og langa ferli. 

Þó þetta hefði verið meira, samt hverrar krónu virði. Þetta var óhjákvæmilegt að klára þetta með hlut ráðherra, varð að gerast. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 21:23

7 identicon

Sæl hjördís litla, ertu ekki bara í stuði og hvernig væri bara að hafa gaman af lífinu og seygja okkur skemmtilegan brandara ?

No name (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:52

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Litli no name...takk fyrir innlitið...læt þig um brandarana, þetta er allt fúlasta alvara hjá mér, he, he , he...gætir reynt á brandari. is ;)))

Án gríns, þá þarf að komast áfram með þjóðina og gera fortíðina upp , kæri No Name, eins vel og hægt er, þó það kosti peninga sem eru af skornum skammti 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 22:07

9 identicon

En Hjördís. Verðum við þá ekki að klára málið.Stefna Ingibjörgu Sólrúnu,Björgvini,Svandísi Svavarsdóttur,Álvheiði Ingadóttur og kannski fleirum.Ég held að pólitisk réttarhöld skili ekki neinu nema heift,sundrungu og niðurrifi.Ef við eigum að komast áfram er þetta ekki rétta leiðin.Landsdómi er ætlað allt annað hlutverk en þetta.Þetta mál hefur skilið eftir sig svöðusár á þjóðarsálinni sem seint mun gróa.En að sjálfsögðu er ég sammála þér að betra væri að fyrirgefa og gleyma en held að þá þurfi allir að vera sáttir.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 08:57

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það hefði verið best josef asmundsson, en því miður var það ekki gert og verður ekki gert héðan í frá ;( 

Svo við eigum ekki kost á öðru en að reyna eins og við getum að sættast við orðinn hlut og læra af vondri reynslu með öflugu aðhaldi á ráðamenn og fjölmiðla líka, svo minni líkur og vonandi litlar sem engar, verði á því að þetta gerist aftur. Ég t.d. kalla eftir því að fjölmiðlafólk spyrji mjög ágnegra spurninga varðandi fjármögnun fyrirtækja, sem og þegar fréttir berast af hagnaði; að hætta að kokgleypa allt eins og þeir gerðu og notuðu of mikið og gera enn, fréttatilkynningar frá fyrirtækjum og birta sem fréttir, alveg án gagnrýni. Menn sem vinna á fjölmiðlum verða að þora að spyrja og þeim verður að vera tryggður friður til þess án þess að óttast að missa störf sín.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband