21.10.2012 | 17:05
Einelti eða refsing ?
Ekki virðist það vera góður vinnustaðurinn sem hann hefur nú skilið við. Svei fullorðnu fólki að útiloka vinnufélaga sína, svei þeim bara !!! Ættu að vita nokkuð vel að slíkt er ekki í lagi, hefði ég haldið, eins greindir og þeir eru, en kannski með lága tilfinningagreind sem er leitt þeirra vegna.
Útilokun er ein af mörgum birtingarmyndum eineltis. Man þegar hann var ráðinn á sínum tíma, fékk ég það á tilfinninguna að það væri fyrst og fremst til að þagga niður í gagnýni hans á dómstóla.
En eins og ég skil fréttina, að þá voru margir á móti ráðningu hans...hver réð hann ? Var hann lagður í einelti eða voru menn að refsa honum fyrir grun um að vera ráðinn þar inn vegna klíkuskapar ?
Svo vona ég að hér verði stofnaður smámáladómstóll, eins og t.d. er í USA. Þar getur fólk mmætt sjálft og án lögmanns eða mikils kostnaðar, ef nokkurs, og farið í mál við vini eða kunningja vegna ágreinings um nokkurra dollara skuld. Hér er það ekki hægt, og óboðlegt. Hvað þá eins og með bílavisðkipti og fleira, þegar upphæðir eru lágar og lögmenn líta ekki við slíkum málum. Það er ekki í lagi að troða á rétti fólks þó upphæðir séu lágar, þær safnast saman í eina stærri.
Óska Jóni Steinari til hamingu með að vera laus úr prísundinni og ég vona að hann skrifi bók og nafngreini gerendur á fyrri vinnustað; þeim sem gerðu líf hans þar að víti, heyrist mér. Þú þarft ekki að skammast þín, skömmin er þeirra að hafa komið svo illa fram við þig og fantalega. Gangi þér allt í haginn ;))
Fann fyrir mótbyr og andúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svo íslenskt og er miklu alvarlegra mál í þjóðfélaginu en allt hrunið!
Íslendingar eiga aldrei eftir að komast á lappirnar fyrr en þeir skilja að króna verður ekki að dollar nemma unnið sé fyrir honum með framleiðlu til útflutnings og framleiðluauknin mun ekki aukast nemma þeir sem hafa hæfileikanna í sæinu fagi fái notið þess að þess að fá resingu fyrir.
Einelti er refsing en fyrir hvað fær sá sem fyrir refsingunni verður sjaldan að vita afhverju verið sé að refsa honum því sá seki eða þannig var aldrei boðaður í réttarhöldin þar sem dulúðin, falskan og yfirborðsmennskan ræður ríkjum.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 22:20
Þetta er svo íslenskt og er miklu alvarlegra mál í þjóðfélaginu en allt hrunið!
Íslendingar eiga aldrei eftir að komast á lappirnar fyrr en þeir skilja að króna verður ekki að dollar nemma unnið sé fyrir honum með framleiðlu til útflutnings og framleiðla mun ekki aukast nemma þeir sem hafa hæfileikanna í sínu fagi fái notið þess án þess að fá refsingu fyrir!
Einelti er refsing en fyrir hvað fær sá sem fyrir refsingunni verður sjaldan að vita afhverju verið sé að refsa honum því sá seki eða þannig var aldrei boðaður í réttarhöldin þar sem smásálirnar dæma menn og annan með smáborgarann að vopni dulúðina, fölskuna öfundina og yfirborðsmennskuna sem ræður ríkjum í þeim búðum.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 22:27
Eflaust fyrir skoðanir hans áður og gagnrýni á réttinn, og evt líka vegna gruns um klíkuráðningu inní smákóngaveldið Hæstarétt B.N., en veit það auðvitað ekki ? En ef það er refsing fyrir klíkuráðningu, hafi það verið málið, þá má velta því fyrir sér hvort slíkar ráðningar séu svo algengar eins og talið hefur verið ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 22:30
Það er þekkt á Íslandi klíkuráðningar í gegnum tíðina enda landið stórt en þjóðin lítill. Eftir hrunið hefur það vaxið mjög klíkuráðningar því miður sem kallar á minni framleiðlu og framleiðni sem við megum ekki við. Nóg er að þjóðin sé með buxurnar á hælunum eftir fjármálahrunið svo að eftir er tekið víða um heim.
Ef þú lítur í kringum þig þá sérð þú hvað hefur verið að gerast á RUV, Snorri, Fríkirkjuna, Þjóðkirkjuna, og svo má lengi telja það er alltaf verið að koma mönnum frá vegna þess að það er annar sem bíður á línunni sem er þóknanlegur hópnum sem jafnvel yfirmaður stjórnar með aðgerðum gegn viðkomandi með því að taka beinan þátt eða með aðgerðaleysi sínu. Afhverju er kúguninn svona mikill á Íslandi hvað er það sem fóðrar hana?
Hvernig stendur á því að lögfræðingarnir fá þvílíkt vald að ekki einnu sinni er hægt að kjósa um breytingu á stjórnarskráni nema heill hópur að þeim meti niðurstöðuna rétta eða ranga? Voru það ekki lögfræðingarnir sem mátu öll lög og umhverfi fyrir hrunið og svo þegar hrunið kom og ekki orð af því sem lögfræðingarnir höfðu sagt stóðst voru þeir ekki fengnir líka til að dæma hversu vitlausir þeir höfðu verið í fyrri niðurstöðum. Ef þetta er ekki skrítið og efni í nýja bók sem héti Góði dátinn sveik þá veit ég ekki hvað.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.