Fór spes ferð í Kost í gær og keypti USA CP !!!

Þessi umræða sem poppar upp annað slagið, hafði þau áhrif á mig að ég fór spes ferð í Kost í gær og keypti mér pakka. Ekki það hollasta fyrir kroppinn, en vá hvað þetta var gott fyrir sálina, nammi, namm. Og henni má ekki gleyma í allri hollustuumræðunni. Sem er þörf , góð og nauðsyn, en það þarf samt að gæta einhvers hófs og skikka ekki alla í hollustuskirlífi án valkosta !!! Ég hefði hvort sem er haldið, að þeir duglegustu með að gæta sín með mataræðið 100% alla daga, myndu hvort sem er ekki líta við Cocoa Puffsi. Ætli þessi manía í Nathan og Olsen skýrist af því að salan á þeirra vöru hafi snarminnkað; að markaðurinn hafi hafnað henni ? Falli ekki að smekk nammigrísanna, ungra sem eldri, og ekki heldur að þeim sem eru mjög duglegir að passa mataræði sitt ?

 Svo langar mig að vita hvort Nathan og Olsen fái hraðafgreiðslu hjá Matvælaeftirlitinu. Það þarf að koma fram, hvort tímalengd og viðbrögð þeirra við kvörtunum gagnvart Kosti, séu í takt við það sem vnejur þeirra þar innan húss segja til um. Ef þeir fá skjótari afgreiðslu en aðrir, þá á það ekki að viðgangast að sjálfsögðu. 

Það þarf ekki svona svakalega og endalausa forræðishyggju. Alveg nóg að skella sykurskatt á þetta og þeir borga þá sem vilja kaupa það sem kallað er óhollusta. Sem má þó draga í efa, eftir því hvernig litið er á. Sjálf tel ég allt best í hófi, og ætti að nægja að reyna að vera 80% passasamur hvða hollustu varðar, amk fyrir þau okkar sem glímum ekki við yfirþyngd eða veikindi eins og sykursýi ofl ofl hafa áhrif á, og það fólk þarf þá að passa sig enn betur og oft 100%. 

Eitt er víst, að ég ætla aldrei að kaupa Cocoa Puffs innflutt af Nathan og Olsen. Aldrei. Vilji ég Cocoa Puffs, sem gerist mjög sjaldan að ég langi í og leyfi mér, vil ég hafa það alvöru , beint frá USA ;))  Hvað veit maður nema NogO kroppi svo miðana af pökkunum frá Kosti ?


mbl.is „Sandkassaleikur“ um Cocoa Puffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband