31.10.2012 | 21:48
Raungildi tölvukerfis
Þegar það hentar til að fá samúð... þá eru upphæðir hækkaðar eins og í þessari frétt...þegar það hentar til að fegra, þá eru upphæðir ,,eldri" eins og var í tilkynningu frá þeim varðandi kostnað tölvukerfis...magnað hvað hægt er að snúa uppá fram og tilbaka með talnaleik...
En því miður, líkt og aðrir, þarf ríkisendurskoðun að taka á sig sukkið sem olli hruninu...súrt en þannig er það því miður. Það hafa allir áhyggjur meira og minna í samfélaginu, alla daga vegna ástandsins, en það góða er að þetta ár, 2012, er árið sem viðsnúningur uppá við á sér stað og þetta lagast allt. Það er alveg öruggt ;)))
Ríkisendurskoðun þarf að fækka fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta lagast vonandi fljótlega, það fer eftir því hvað við kjósum yfir okkur í vor. Hvort það verða gömlu flokkshestarnir sem eru sérfræðingar í "talnaleik" og geimi, eða hvort okkur auðnast að fá nýtt fólk inn, helst úr öllum flokkum. Draga það nýja fólk inn sem gefur kost á sér, og strika út gikkina sem hafa gert nákvæmlega ekki neitt nema halda sér inn á þingi, hvernig sem viðrar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 22:05
Já, það þarf 100% endurnýjun allra sem voru í og fyrir hrun...og það er rétt Ásthildur mín, að sumir virðast hafa gert lítið annað en haldið sætum sínum...nema ef það er evt þannig að það fólk vinni hljóðlega og sæki ekki í athygli fjölmiðla....
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 31.10.2012 kl. 23:09
Eflaust á það við um suma. En miðað við hvernig haldið hefur verið á málum, og miðað við hvernig ástandi hefur verið á alþingi undanfarið, þá hvarflast vona að mér að menn séu ekki að vinna vinnuna sína, þ.e.a.s. fyrir land og þjóð hvorki í hljóði né með látum. Við eigum að skoða það sem þau GERA en ekki hvað þau SEGJA. það er mitt mat.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.