Líka ég og mjög svekkt ;(

Mér hefur þótt WOW frábært félag og flau með þeim sjálf og var ánægð með það. Og markaðssetning þeirra og litirnir hafa mér þótt með því best heppnaða í langan tíma á Íslandi og hafa þeir fengið mitt hrós hér á blogginu mínu. En svo runnu á mig 2 grímur þegar þeir ákváðu að hætta að fljúga á Köpen, sem er sá áfangastaður sem er hvað mest flogið til og þótti mér það dúbíös.

Svo núna er ég hunsúr útí þá og hef glatað áhuga mínum á þeim og þeim stælum að reka alla frá IcelandExpress eða var það kallað uppsagnir..? Og þeir sem yfirtóku rekstur IE ! Og hver á að vinna þau störf í staðinn ???? Ég vona að þeir sem voru reknir, hugsi sig um áður en þeir sækja um hjá WOW, eins og þeim var bent svo dapurlega á sem sárabótartilraun þegar allt þetta fólk missti lífsviðuræri sitt, næsta vor !!! 

Og svo orð Forstjórans...að ætla að ,,slátra " Icelandair, hugnast mér engan veginn, þegar menn þykjast flestir fagna samkeppni sem þeir gera nú án efa alls ekki þó þeir segi það. En það er ekki leiðin í heilbrigðum viðskiptum, heldur að standa sig vel þannig að fólk velji að eiga viðskipti við sig.

Og þetta minnir mig of mikið á maníuna fram að hruni, alt á að gera á no time og það er eins og það sé aukaatriði hvað hlutir kosta....það skiptir kannski engu máli , verði þetta sett í þrot og ný kt. stofnuð, sem kannski nú þegar er búið að gera, eða ? 

Og hvar fékk Skúli peninga til að yfirtaka reksturinn ??? Borgaði hann eitthvað og hvert fór þá það fé ??? Og er búið að borga skuldina vegna lendingargjalda á Leifsstöð og hvað var það há upphæð og á hvað löngum tíma fékk sú skulda að safnast upp, áður en 1 vél var kyrrsett, sem hún er þá væntanegla enn, hafi skuldin ekki verið greidd. Þetta þarf að koma fram að mínu mati ;))

Það þarf mikið að breytast svo ég vilji versla við þá aftur...verðin eru alltof há og það er ekki til marks um samkeppni. Sé til ef flug til Köpen verður aftur 9.800 eins og með WOW air í sumar sem leið. 


mbl.is Flugmenn ósáttir við Wow Air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert kannski ekki að skilja eðli fyrirtækjanna. Þú talar um að WOW (eða Váflug eins og það er gjarnan kallað) sé flugfélag. Það er ekki flugfélag frekar en Iceland Express. Að geta boðið Köben fyrir 9.800 finnst þér æðislegt. Athugaðu að kannski er skýringin á þvi sú að fyrirtækið er ekki að greiða skatta og skyldur til samfélagsins. Það er ansi gott að selja farmiða með erlendu flugfélagi á skít og kanel, en láta svo gjöldin hrannast upp sem skuld sem síðan er yfirgefin. Hvað verður svo um hana? Jú, skattgreiðendur greiða hana, þar á meðal þú. Stendurðu þá enn í þéirri trú að farmiðinn kosti 9.800? Nei, fólki hættir til að horfa bara í naflann á sér og sjá ekki heildarmyndina. Icelandair og Flugfélag Íslands auk nokkurra minni flugfélaga greiða í samfélagið okkar. EKKI WOW og Iceland Express. Peningur þinn sem þú notar í farmiða sem niðurgreiddur er af skattborgurum þessa lands, fer td. til Lettlands í að byggja upp þar. Peningur þinn sem þú borgaðir Iceland Express fór til Bretlands (þar til Astreus fór heppilega á hausinn) og nú síðat til Tékklands. Mismunirinn á því og því sem raunverulega kostar að fljúga borga samborgarar þínir í formi niðurfelldra skulda óreiðumanna og með beinum skattahækkunum svo hægt sé að reka þjóðfélagið þrátt fyrir að aurinn fljúgi til útlanda.

Amen.

Skúli Jónasson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband