13.11.2012 | 13:07
Orð særa...
...hafðu það í huga áður en þú kommentar um þessa frétt ...þeir sem hafa þörf á að hrauna yfir af mannvonsku og dómhörku, fáið ykkur göngutúr og ferskt loft í lungun og setjið ykkur í spor þeirra sem nú eru í sjokki og sorg. Takk ;o
Var annars búin að blogga um þetta og hef engu við það að bæta í augnablikinu, sjá ,,Nærgætni orða" , hér á undan þessu innleggi.
Hvattar til að vera samvinnuþýðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dittó...
hilmar jónsson, 13.11.2012 kl. 15:39
Ekki ættla ég að fara að hrauna yfir þær. enn ég vorkenni þeim ekki mikið heldur. þær vissu hvað þær voru að gera og þær vissu vel hverjar afleiðingarnar gætu orðið. þær vissu öruglega ekki hvar efnin voru eða hvað magnið var mikið enn þær vissu að þær voru að transporta kók. þa' er ekki eins og þetta séu 10 ára börn. þetta eru hardkor stelur sem þekkja þennan heim alltof vel..
Enn þær voru hepnar. þær gætu hafa verið teknar í Ríó og fangelsi þar eru mun verri enn í Tékklandi. það vita flestir..
óli (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 18:14
Þú ert snillingur óli, búinn að rannsaka málið , he, he, he, vá !! og veist meira en þeir í Prag , BRAVÓ sem ætla að taka sér heila 7 mánuði til að rannsaka málið, svo hægt sé að ákvarða með ákæru eða niðurfellingu...og með þær í EINANGRUN á meðan..hvet þig til að setja þig í samband við þá úti í Prag
Ef þær væru þínar, þætti þér þetta þá bara rosa gott á þær ? Þær hafa báðar líst sig saklausar, eins og ég hef skilið fréttir. Kítku á viðtal við Jóhannes Kr úr Kastljósinu, þar sem hann nefnir m.a. að þessir glæpamenn séu nú þegar að finna fleiri fórnalömb á meðan þeir telja trilljónir sínar, án þess að vera líklegir til að taka upp veski sín og hjálpa þeim með matarkostnað , lögfræðikostnað og fleira sem þessu mun fylgja :
http://www.dv.is/frettir/2012/11/13/farnir-ad-finna-naesta-burdardyr-sem-ad-forna/
Sekar eða saklausar, það verðskuldar enginn að dúsa í EINANGRUN, hvað þá í 7 mánuði, eins og búið er að úrksurða þær í.
Hilmar minn...man ekki hvað dittó þýðir...help ! ;o
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.11.2012 kl. 18:32
Svo er annað hérna Hjördís. þær eru voða litlar og sætar stelpur. þíðir það bara að best sé að flytja litlu skinnin bara heim með hraði og gefa þeim knús og kram?? Fólk á og verður að taka afleiðingum gjörða sinna. Fólk er sakhæft 15 ára og það á og ber að dæma fólk til refsingar fyrir afbrot þegar það nær 18 ára aldri. Ég vorkenni aðstandendum þeirra og þeim að vissu marki enn þær eru fullorðnar samkvæmt lögum. því fyrlgja réttindi og skyldur Hjördís.. Líka fyrir litlar sætar stelpur. Ekki síður enn ljóta stráka;o)
óli (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 18:33
Hvað meinaru með að ég viti meira enn þeir í Prag?? Ég geri það ekki. Enn ég geri mér alveg grein fyrir því að þær hafa vel vitað hvað þær voru að gera. þú ert nú varla slíkur kjáni að halda það að þær hafi trúað því að þegar verið var að senda þær yfir hálfan heimin þá hafi þær bara haldið að það væri af góðmensku? Nú eða að þegar þeim voru afhentar töskurnar hvað þá? Hvað helduru að hafi flogið inn í hausin á þeim þá? ekki láta eins og kjáni. þetta er hörmungarmál. enn þær tóku áhættu og borga nú fyrir það. Sem betur fer bara. þær geta svo vel komist hjá því að sitja 7 mánuði í varðhaldi og geta fengið dóm innan 3ja mánaða.
þær kusu að ganga EKKI að því sem dómari bauð þeim í dag í þeim efnum. Ertu enn að gráta örlög þeirra? Hugsaði um þá sem hefðu drepið sig á eitrinu sem þær komu með!
óli (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 20:41
Sammála...
hilmar jónsson, 13.11.2012 kl. 22:53
Svo er nú annað Halla. þú ert alveg í bullinu með sumt hérna. Hvað ertu að tala um einangrun í 7 mánuði?? þær voru dæmdar í 7 mánaða varðhald. það þarf ekki að þíða einangrun sko. Veistu ekki munin á þessu tvennu? Hver heldur þú að óski fólki þess að vera í varðhaldi? Ertu að bera það uppá mig að þetta gleðji mig?
það gerir það EKKI. En gjörðir hafa afleiðingar. Ekki missa þig alveg í meðvirkni og rugliþ það er alveg sama hvað þú gólar. það að transporta hörð efni milli landa kostar mörg ár í fangelsi. þannig á það líka að vera og þannig viljum við hafa það. amk flest okkar held ég..
óli (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 21:32
Hver er Halla , óli ?
En það hefur komið skýrt fram að þær hafa verið úrskurðaðar í 7 mánaða EINAGRUNAVIST þarna úti, ekki varðhald, þær sitja í EINANGRUN samkvæmt því sem fram hefur komið í fljölmiðlum.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.11.2012 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.