14.11.2012 | 13:30
VILTU það ?
Ég fór á fundinn og þetta var mjög góður fundur í fullum sal í Háskólabíó og ekki sæti fyrir alla. Á leiðinni þangað, þá myndaðist umferðarteppa við Kjarvalsstaði !!! Merkilegt að fjölmiðlar hafi ekki myndað þetta og birt, því það er svo sannarlega frétt hvað margir mættu, áhugi á borgarafundum virðist klárlega vera að taka kipp á ný !!Er auglýendavaldinu um það að kenna ???? Eða slæmu frétta,,nefsskyni" ? Tæplega það síðara...í fundarlok , á leið út, dansaði svo himininn í allri sinni Norðurljósafegurð líkt og verndarenglar almennings væru þar á ferð. Ég vona að það boði gott
Það var ótrúlegt að vera vitni að því þegar salurinn allur stóð upp og klappaði þegar Vilhjálmur Birgisson talaði nokkur orð. Hann var hreinlega hylltur eins og stórstjarna og ég sá að sumir pallorðsgesta roðnuðu við það og litu hálf einkennilega út, enda þau kannski ekki vön slíkum viðbrögðum sjálf og í stað þess að hafa tekið þátt í því og staðið upp líka og klappað, virtust þau sum hver hreinlega vera öfundsjúk. Slæmt að geta ekki samglaðst....
Í lok fundar, sem Egill Helgason stjórnaði skörulega eins og honum einum er lagið og af mikilli kurteisi, þá var löggð ályktun undir fundinn og Egill bað um handauppréttingar og spurði hvort ályktununin væri samþykkt. Ég sá ekki betur en að allar hendur væri á lofti...nema aðeins örfáar í pallborði. Það vakti furðu mína að Guðmundur Steingrímsson rétti ekki upp hönd og fleiri sem ég man ekki, og svo réttu Pétur Blöndal og Steingrímur Joð ekki heldur upp hendur, skiljanlega þar sem þeir báðir virðast vilja rýghalda í hana með tali um að allt fari hér á hliðina, verði hún afnumin; varðhundar verðtryggingar, eru menn stundum kallaðir sem vilja ekki sleppa henni...
Má þá ekki bara gera tilraun og prófa það og sjá hvað gerist með afnámi hennar ??? Ef allt færi á versta veg og hagur fólks yrði verri en hann er, þá má alltaf skella henni á aftur, ekki satt ???? Eitt af mörgum rökum gegn afnámi hennar, er sá áróður að þá hækki vextir á húsnæðislán uppúr öllu valdi...gott og vel, ef að líkur lætur gerist einmitt það. En það er klárlega betri kostur, vegna þess að ef vextir hér fara uppfyrir tveggja stafa tölu, þá yrðu án efa afar kröftug mótmæli við því, rétt eins og gerðist með stökkbreytt gengislánin eftir hrun, en fram kom í glæru frá Pétri Blöndal á fundinum að það fólk væri nú á grænni grein eftir leiðréttingar. Og um leið myndu vextir án verðtryggingar og verðbóta, veita það aðhald sem þarf, til að stjórnmálamenn , Seðlabankinn og atvinnulífið, þarf á að halda og hefur ekki staðið sig með það í áratugi og það er því þverpólitískur gamall vandi, allt eins margra alda gamall, hvað veit ég ? Og svo er óskiljanlegt að ríkið / við, séum frekar til í að niðurgreiða okurvexti bankanna og ÍLs á húsnæðislánum, verðtryggðum og bættum, með vaxtababótum. ...væri þá ekki allt eins ráð að taka upp matar-og bensínbætur og sjá hvort matvöruverslanir og bensínbúllur hækki þá ekki allt enn meira...víst ríkið/ við , niðurgreiðsum vhrot sem er okurálagninu, eins og gert er með okurálagninu vaxta af lánastofnunum...þægilegt, ekki satt ????
Það var boðið uppá spurningar til þeirra sem sátu í pallborði og ég spurði Steingrím Joð, hvort hann VILDI beita sér fyrir því, sem málamiðlun og sáttaleið á meðan karpað verður áfram um blessaða verðtrygginguna næstu árin eða áratugina...að boða til næturfundar í kvöld( 14.nóv) og skella verðtryggingu á laun í landinu ??? Ekki að ég sé hlynnt henni, en á sokkabandsárum verðtrygginar sem nú er yfir 30 ára gömul neyðarleið sem farin var á sínum tíma( tímabundin redding, hefði ég talið..) , þá voru bæði laun og lán verðtryggð. Það tók bara eitt pennastrik að afnema hana af launin...magnað hvað það var fljótlegt og lítið mál !!! Hann svaraði mér ekki , þó hann evt elji sig hafa gert það, hann útskýrði eitt og annað sem ég man ekki, því ég var að hlusta eftir einföldu já eða nei við því hvort hann VILDI beita sér fyrir að skella verðtryggingu á launin...svo ég stóð upp aftur og endurtók spurningu mína og benti á það augljósa, þetta væri einföld já eða nei spurning. Hann sagði að hann gæti það ekki, gæti ekki lofað því. Að geta ekki er eitt og vel hægt að skilja svar hans, en það er samt ekki svar við því sem ég spurði, sem var jú: hvort hann VILDI beita sér...þegar stjórnmálamenn VILJA ekki gera eitthvað, þá er það alveg borin von að unnið sé að því sem fólk vill fá i gegn, borin von. Augljóst var að fólkið í salnum var alveg sammála mér, þvi það tók vel undir með lófataki og það heyrði og sá Steingrímur Joð mjög vel, að honum ólöstuðum í þessu stappi sem stjórnmál eru í áratugi í hans tilfelli. Þó ég sé ekki alltaf sammála honum, þá get ég ekki annað en dáðst að kraftinum sem hann hefur og ótrúlega góðu minni, hann stendur aldrei á gati...nema evt í gær, þegar hann gat ekki svarað mér með hvort hann VILDI beita sér í að laun yrðu vertryggð strax og svo seinna þegar ,,réttur tími" kemur til að afnema hana, verði það gert á sama tíma af lánum og launum.
Ég þakka HH fyrir að boða til þessa fundar og ég vil hvetja alla sem eru með vertryggð lán og eru sammála fullum sal af fólki í gær um að vilja hana burt, að styrkja þau samtök rausnarlega !! Vinkona mín sem fór með mér á fundinn, kom með frábæra tillögu til HH...að hafa næsta fund ykkar í Egilshöll, ekki veitir af !!! Slíkur er áhugi fólks, fleiri og fleiri, að vilja fá hana burt, áður en hún nær að drekkja öllum nema örfáum sem eiga skuldlaus heimili, en ljóst er að það er aðeins lítill minnihluti þjóðarinnar. Sættum okkur ekki við að vera læst niðri eins og almenningur á Titanic og horfa á örfáa sem eru svo lánsamir að eiga nóg og margir marfalt meira en það, sitja eina í björgunarbátunum á meðan stór meirihluti drukknar í vonlausum vertryggðum húsnæðislánum!!! Stöndum saman, stöndum með okkur sjálfum og hættum ekki fyrr en vaxtakjör verða eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við !!!
Takk fyrir lesturinn, úff hvað þetta var langt, enda heitt í hamsi
Fullt hús á borgarafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú svo sannarlega væri flott að fá Egilshöll og vonandi yrði svo fullt að færri kæmust að en vildu, stöndum saman !
G.Helga Ingadóttir, 14.11.2012 kl. 15:30
Já, yndisleg vinkona mín kastaði þessari hugmynd fram á FB með Egilshöll...ég tel að það yrði létt að fylla Egilshöll, við erum svo mikil hjardýr og þá mæta bara fleiri, heldur en ef lítið húsnæði væri pantað, þá gefur fólk sér að fáir ætli að mæta...hefði ekki trúað að Háskólabíó hefði fyllst og það var virkilega gaman að vera á fundinum og vitni að þessu og ég er stolt að ég hafi lagt mitt að mörkum með að fylla í sætin og sýna ráðamönnum að fólki er alvara og það óskar eftir breytingum með afnámi verðtryggingarinnar ;o
Sammála, stöndum saman !!! Hættum að láta hafa okkur að fíflum sem við erum ekki, en virkum það með því að ausa stöðugt í götótta fötu...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 15:50
Vá en flott að fá fundinn svona beint í æð. Þú hefur verið flott þarna Hjördís. Og já fjölmiðlar eru algjörlega undir hælnum á stjórvöldum og peningaveldinu, von að þeir steinþegi um svona erfitt mál. Nú er bara að kýla á þetta að almenningur rísi upp og krefjist réttar síns. Innilega takk fyrir þennan pistil gott að fá þetta beint í æð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 16:53
Gleður mig að þú sért ánægð með þetta innlegg Ásthildur mín og þetta var ótrelega vel heppnaður fundur, sá besti sem ég hef farið á, af þeim fundum sem ég hef drifið mig á eftir hrunið, af þeim sem eru innanhúss ;) Útifundirnir eftir hrun voru enn magnaðri og ég held að það styttist í fleiri slíka, það mátti svo vel skilja algjört áhugaleysi á að afnema verðtrygginguna, svona almennt yfir línuna. Eins og ég nefni í blogginu, að þá gat SJS ekki svarað með einföldu já eða nei, hvort hann VILDI beita sér fyrir að setja þá vertryggingu á launin líka...vil það svo sem ekki sjálf, en vildi spyrja með þessum hætti til að testa áhuga á að afnema vertrygginguna, en fékk ekki svar nema að hann gæti ekki lofað því, að GETA og VILJA er engan veginn það sama. Án vilja , er engin von.
Eflaust er það auglýsendavaldið og því sem þú hefur nefnt með völd stjórnmálamanna á fjölmiðlafólk, ástæða þess að það fer svo lítið fyrir þessum fundi í fjölmiðlum, eins fréttnæmur og hann var á svo margan hátt, og ekki mikið nefnt heldur að Vilhjálmur Birgisson var klappaður svona svakalega upp eins og stórstjarna..eðlilegt hefði verið ef það hefði verið fyrirsögn Moggans, sem frjáls fjölsmiðilis, segja þeir sjálfir og ekki lýgur Mogginn... að hafa haft mynd af honum, glöðum að vonum, þegar hann var klappaður uop og sýna svo mynd af salnum líka, á meðan allir stóðu upp. Og svo eins og ég nefni, bílaröðinni á leið á fundinn, með flöskuháls alveg upp að Kjarvalsstöðum! Magnað !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 17:16
Hjördís það var eins og hressandi blær að lesa þetta blogg þitt. Og við eigum svo sannarlega við öfl að etja sem ekki vilja of mikla íhlutun alþýðunnar, bæði hvað varðar fjölmiðla og ráðamenn, reyndar allan fjórflokkinn eins og hann leggur sig. Svona er þetta bara við þurfum bara að hafa hátt og standa saman. Það hefur sýnt sig að hafa áhrif og þau ekki svo lítil þegar grannt er skoðað. Spurningin til SJS var snjallræði algjör snilld. Let them denie it.. eða þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 21:33
En ánægjulegt að heyra það, ég met þig mikils og ég vona að þú vitir það,mín kæra ;o
Já, við eigum við öflug öfl að glíma og ég er sammála þér um það, að við getum svo sannanlega haft áhrif og oftar og oftar gerist það að það er bakkað með mál vegna þess að bloggheimar loga, eins og það er kallað...það gerðist nánast aldrei fyrir hrun, menn héldu bara ótrauðir áfram og keyrðu mál í gegn, þrátt fyrir andstöðu almennings..
Hér er að ganni linkur á youtube...spurningin mín er á 35:10 og svari Steingríms lýkur 38:15...en samt svaraði hann mér ekki með einföldu já eða nei, hvort hann VILDI..
Held að 45 sé þegar Vilhjálmur er hylltur eins og stórstjarna...verst að myndatakan er ekki á salinn, sem allur rís úr sætum á meðan..og í lokin má sjá þegar atvkæðagreiðslan fór fram og ég man ekki til þess að Guðmundur Steingríms lyfti upp hendi og fleiri í pallborði gera það ekki heldur..á eftir að horfa á þetta betur til að sjá það..man það ekki þó ég hafi sitið á fremsta bekk...:o :o
http://www.youtube.com/watch?v=SzqaonpqB9E&feature=relmfu
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.11.2012 kl. 09:18
Takk fyrir Hjördís að benda mér á þennan link er búin að vera að hlusta á eldmóðinn sem þarna var, virkilega flottur fundur. Ég tók samt eftir að aldrei slíku vant þagði Steingrímur eins og hann gat og lét Pétur Blöndal um að svara, skondið það.
En frábært og takk fyrir mig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2012 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.