Setja lagaskyldu á tryggingafélögin

Væri ekki lausn að um leið og fólk skrifar undir, taki trygging kaupanda sjálfkrafa og strax við, líkt og í bílaviðskiptum ?  Væri það ekki gráupplögð lausn ? Hvorki seljandi né kaupandi á að þurfa að rífa upp alla veggi í fasteignaviðskiptum. Löggjafinn á einfaldlega að standa með almenningi og um leið kjósendum sínum og setja lög sem skikka tryggingarfélögin að tryggja til fulls. 

 

Eins þykir mér að setja eigi þinglýsingarskyldu á söluyfirlit. Þau eru , að mér er sagt, aðeins geymd í 7 ár. Það eru ýmsar áríðandi upplýsingar þar að finna sem getur gagnast í ýmsum málum í fasteignaviðskiptum eftir þann tima. Eins ætti að setja lagaskyldu á að kaupsamningum sé þinglýst en ekki að hafa það áfram eins og nú er að slíkt sé valfrjálst. Og það þarf að hafa ókeypis og greiðan  aðgang að öllum kaupsamningum, enda um opinber gögn að ræða. Í dag þarf fólk að fara til sýslumanns og bíða þar og svo greiða einhverja þúsunndkalla fyrir að fá afrit af þessum gögnum. Rætt hefur verið um að auka gagnsæji í fyrirtækjaskrá og er það fagnaðarefni. Þetta þarf sömuleiðis að bæta . Pukur og leyndóhyggja á ekki að viðgangast í fasteignaviðskiptum. Svíar t.d.hafa þessi gögn galopin og ókeypis. T.d. þegar maður skoðar fasteignaauglýsingar á netinu, kemur sjálfkrafa upp hvaða eignir voru seldar nýlega í nágrenninu, hver seldi, hver keypti, hversu margir m2, verð, kaupdagsetning ofl. Með öðrum orðum, sömu upplýsingar og fólk þarf að kaupa hér með fyrirhöfn. Einnig eru allir fasteignasamningsr birtir þar í dagblöðum, þeas prentuðum útgáfum og þá væntanlega líka á netinu. Mér skylst að Svíar séu með álíka kerfi og rætt er um hér að koma á fót, húsabækur. Nema þar eru það banakri ir sem taka endurbætur út og geyma þau gögn. Þeir verðmætaauka eignirnar eftir úttekt og bjóða svo fólki betri lánakjör á eftirstöðvum láns, enda fá þeir mun betra veð á móti. 

 

Allskonar lög tengd fasteignum þarf að endurskoða og réttarbæta stöðu fólks; fjölskyldna landsins.. Við skulum hafa það í huga að fyrir flest okkar er verið að sýsla með aleigu fólks og meira til. Það má ekkert fara úrskeiðis og þetta er aðeins stærra neytendamál  en ef fólk kaupir t.d.gallaða kaffikönnu sem þó er með lögbundinni 3ja ára ábyrgð þó hún hafi bara kostað 3000 kall. 

 

Svo þarf sárlega að breyta því hvernig staðið er að gerð eignaskiptsamninga. Eins og lögin eru í dag ( eða amk framkvæmdin á þeim )  þá virðist öll ábyrgð á því að slíkur samningur sé réttur, hvíla á eiganda húsnæðis sem oftast nær hefur  ekki nokkra einustu þekkingu á teikningum né skráningartöflum. Ekki einu sinni arkitektar flestir hverjir, kunna á slíkar töflur. Velferðarráðuneytið sér um fræðslu og próf til fólks sem vill vinna við gerð slíkra samninga. En komi gallar í ljós á samningum, virðist ráðuneytið enga ábyrgð bera né nokkuð geta aðhafst þrátt fyrir lagaheimild að svipta fólk réttindum. Og ekki heldur manneskjan sem gerði samninginn. Ekki heldur byggingarfulltrúi sem yfirfer og stimplar. Það eina sem húsnæðiseigandi getur í raun skrifað undir er heimilisfangið og rétt dagsssetning. Ábyrgðin ætti öll að hvíla í skrásetjara  sem hefur löggild réttindi ráðuneytis til slíks, sem og embætti byggingarfulltrúa um land allt. Það á ekki að þurfa rándyrt og tímafrekt dómsmál til að draga fólk til ábyrgðar og fá nýjan samning ásamt tjóni bætt sem og sjálfsagða afsökunarbeiðni og endurgreiðslu á ranglega gerðum samning. Engin fyrningarfrestur má vera á slikum samning og þeir sem gera slíka samninga, ættu að vera skikkaðir til að vera vel tryggðir. Séu þeir það ekki þegar galli á samning kæmi í ljós, þyrfti eitthvert opinbert apparat að taka við slíkrri avyrgð og væta til fulls með kröfurétt á þann sem gerði mistökin sé viðkomandi á lífi eða eigur til í dánarbúi. 

 

Það sem ég hef kynnst segir mér að hvorki byggingarfulltrúar né skrásetjarar virðast kunna fyllilega skil á þessum samningum, svo flóknir eru þeir. Hvernig í ósköpunum á þá húsnæðiseigandi að kunna það sem fagfólk , sem lögum samkvæmt á að hafa þekkingu til, hefur hana alls ekki 100% ? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá Fasteignamatinu eru rangfærslur  í þessum samningum alvarlega margar og giskað á að það sé upp undir 70-80% samninga sem eru sendir til baka til byggingarfulltrúa til leiðréttingar, eftir að þeir hafa þó yfirfarið þá og stimplað sem rétta. Sama gildir um það þegar hús eru byggð. Þá ber byggingarfulltrúum að stimpla og yfirfara teikningar, samþykkja þær, taka út húsnæði við byggingarlok. Ábyrgð byggingarstjóra gildir aðeins í 5 ár eftir lokaúttekt og það nægir alls ekki í nærri öllum tilfellum. Komi í ljós síðar að hús voru ekki byggð eftir teikningum, þá sama þar, allir stikkfrí. 

 

Til hvers eru skrásetjarar eignaskiptsamninga að skrifa undir ? Til hvers fara byggingarfulltrúar yfir þá og stimpla ? Þegar það er í praktík þannig þegar alvarlegar villur koma í ljós, einungis á ábyrgð húsnæðiseiganda sem einnig skrifaði undir í trausti þess að fagfólkið ynni vinnu sína kórrétt ? Eru húsnæðiseigendur einungis látnir skrifa undir til þess að fyrra skrásetjara og byggingarfulltrúa allri  ábyrgð ? 

 

Ég vonast eftir áframhaldandi nauðsynlegri umræðu um réttindamál tengdum fasteignum og lagabreytingum og réttarúrbótum. Staðan á of mörgum sviðum er óviðunandi og engum bjóðandi að þurfa að standa í. Kerfið okkar er of víða einstaklingum alltof flókið, dýrt og seinlegt að þurfs að standa í að rétt sé staðið að málum og eins og það sé þannig bvyggt upp að það sé bara í lagi að tuddast sé á fólki þar til það örmagnast vogi það sér að standa á rétti sínum þó flestir leggi aldrei í slika baráttuvegferð og láti þess í stað troða á sér til örmögnunar og gjaldþrots með tilheyrandi heilsutjóni og þessvegna skilnaði að auki vegna álags sem svona fylgir og ekki síst þegar heimili , sem eiga að vera heilagur griðarstaður fólks, eiga í hlut. 


mbl.is Ráðþrota, þreytt, sár og reið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gagnleg lög og reglugerð :

 http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html

og 

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/910-2000

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.5.2017 kl. 00:47

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sænks fasteignasíða..þar sést hvaða eignir seldar, verð og allt,  allt frítt og aðgengilegt 

https://www.hemnet.se/bostad/11502995?utm_medium=app&utm_content=iphone&utm_campaign=tipsa

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.5.2017 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband