31.5.2012 | 00:22
Gíslataka
Inneignar , kalla ég þetta en þeir ,,geymslureikning ". Krúttlega orðað hjá þeim ;) Er það þá geymt, óumbeðið, á hæstu mögulegu vöxtum ? Eða virkar tölvukerfið einungis á þann veg að hægt sé að rukka fólk um vexti og eftir atvikum vanskilagjöld ?
Hvað varð um eignarréttaárkvæði (v/inneignar fólks)stjórnarskrárinnar ? Fauk það í einu lagi til lífeyrissjóðanna sem mega ekki af þeim sökum, aflétta lánsveðum og fella niður skuldir ? Er þá ekki hægt að setja lög sem BANNA lífeyrissjóðunum að taka lánsveð ??? Smá úrúrdúr...
Geta þeir ekki greitt út innegin og þá rukkað fólk aftur, skuldi það þeim ? Eða eru blankheit þeirra svona mikil að það þurfi að velja á milli frábærrar góðmennsku með ,,geymslureikninga" og sennilegast vaxtalausa, og að lækka laun stjórnenda ?
Skritið hvað völd fjármálfyrirtækja eru algjör og hvað þau fá mikinn frið til athafna. Hversvegna ? Er fólk svona sofandi eða er komin algjör uppgjöf í fólk og það sér að það þarf bara að borga og borga og borga og borga og borga... ???
Ég tek einnig eftir í fréttinni að seðlar, 3 stk takk fyrir, voru sendir út til EINSTAKLINGA. Eru engir lögaðilar sem skulda þeim eða eru þetta lán sem aðeins einstaklingar fengu ?
Ég furða mig á þögninni um þetta í bloggheimum. Það hefði verið fínt ef þeir sem hafa fengið 3 seðla, létu heyra í sér í bloggheimum, í stað þess að láta það nægja að hafa samband við Lýsingu. Svona til að fá þetta beint í æð, óritskoðað og milliliðalaust.
![]() |
Fá þrjá greiðsluseðla vegna bílalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 08:30
Er nema von
Hvað mál ganga hægt sem eru til rannsóknar. Þegar mannskapurinn hefur ekki tíma til að sinna vinnu sinni vegna annarra anna...;)Ætli kassastúlka í Bónus kæmist upp með það sama ?
Svo er skondið að hugsa til þess að menn hafa t.d. verið dæmdir hér fyrir að byrja of snemma í nýrri ritfangaverlsun, eftir að hafa unnið hjá annarri... ;))
Hvernig ætli þetta sé hjá fleiri opinberum aðilum ? Að menn séu að bara almennt að dúllast í að reka eigin fyrirtæki og virka busy í stólum sínum á fullum launum hjá okkur ? Ólíklegt að þeir tveir séu þeir einu sem hefur dottið þetta í hug. Ætli það sé til í dæminu að fólk á opinberum launum, mæti bara alls ekki til starfa sinna ? Ætli nokkur fylgist með því ? Það gerist í hinum stóra heimi og gæti alveg verið málið hér líka.
![]() |
Unnu í 577 tíma með annarri vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2012 | 23:44
Jákvætt og töff
![]() |
Mótorhjólamenn fjölmenntu í messu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2012 | 23:06
Bæði tvö fari í stjórnmál
Það tel ég farsælast. Ég var mjög ánægð með það þegar Þóra bauð sig fram. En nú er ég ekki viss lengur. Það er of mikill ágreiningur um þau bæði. Svo ég tel best að þau fari bæði þangað sem hugur þeirra virðist langa, í fullan slag um að komast inná Alþingi !! Þau kæmust þangað bæði tvö, Þóra og ÓRG án efa mjög léttilega.
Og að segja svo að það sé bara val um þau tvö....það er dónalegt af henni svo ekki sé dýpra í árina tekið. Eflaust er hún að vísa til skoðanakannana en það er samt dónalegt af henni. Þau eru 7 í framboði.
Tel best núna að annaðhvort Andrea eða Ari Trausti flytji á Bessastaði. Ég er kannski gamaldags, en ég vil hafa frið og ró á þeim bæ.
Nema þá að Þóra hafi verið að meina þau sem einu tvo kostina.. ;)) ??
Og svo eru þau ekki gift. Sem er í lagi. En það væri óskandi að blaðamenn hefðu það í huga. Svavar er ekki eiginmaður Þóru. Þau búa saman. Þegar og ef þau gifta sig, þá eru þau hjón. Fyrr ekki. Það má ekki gjaldfella hjónabandið með þessum hætti, þykir mér. Fullt af fólki sem býr saman og því alveg óhætt að tala um hlutina eins og þeir eru.
![]() |
Sé ekki í samkeppni við þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 16:20
Ánægjulegt
Að lesa svona frétt til tilbreytingar ;)) Um konu sem vill bæta aðeins á sig. Frá öllum hinum um alla þá sem eru endalaust að hugsa um aukakílóin og baráttuna við þau. Jafnvel fólk sem er einmitt ósköp passlegt að sjá að mati flestra. Mjúkar línur þurfa að komast í tísku svo fleiri konum fari að líða betur í eigin skinni. Twiggy áhrifin hafa lifað of lengi og farið illa með of margar.
![]() |
Vill aukakílóin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 15:45
Hvert er tjónið ?
Ef maður t.d. ber þetta saman við þá skammarupphæðir sem Breiðuvíkurbörnum var boðið eftir að gróflega var brotið á þeim og skaðinn mikill og varanlegur á líf þeirra og heilsu.
Leitt að lög séu ekki virt og allt það. En er rétt að hafa boðið henni 500 þúsund fyrir það eitt að fá ekki vinnu sem hún sótti um ? Er rétt af henni að krefjast 16 milljóna ? Er tjónið meira ef fólk er vel menntað og heilbrigt ? Og á um leið, eða ætti að hafa, meiri líkur á að bjarga sér og plumma sig mjög vel án þess að fá slíkar bætur.
Þarf ekki hið minnsta að láta hana ganga í gegnum mat á þvi hvert tjónið var sem höfnun í starf olli henni á heilsu og líf ??? Og hvort það tjón sé varanlegt eða ekki.
![]() |
Áhrif bindandi úrskurða undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 15:35
Námulaunin
Það væri áhugavert að vita hvort laun námuverkamanna séu í samræmi við hagnaðinn. Og aðbúnað þeirra. Ég rétt vona að ekki sé verið að setja hana á háan hest, eigi hún ekki heima þar með réttu. Að græða og græða á kostnað þrælahalds ( sem illa launuð störf og aðbúnaður eru ), er ekki í lagi og ætti ekki að vera samþykkt eða eigendum slíkra fyrirtækja hampað á nokkurn hátt.
Ég vona að það eigi ekki við um þetta fyrirtæki. En eitthvað er þá verðlagið of hátt, víst svo svakalegur hagnaður verður. Eða er það ekki annars ? Allavega ætti að vera svigrúm til lækkunar.
Og hvort greitt sé auðlindagjald..?? Kannski ekki svigrúm í slíkt ?
![]() |
Ríkasta kona heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.5.2012 | 15:19
Sannreynt ?
Gott og blessað þetta með að undrun vekji að listi sé fylltur út með sama penna..en hvernig er það kannað hvort viðkomandi hafi skrifað undir eða ekki ? Það kemur ekki fram hér.
Er hringt í viðkomandi ? Er það fólk látið gefa rétta undirskrift ? Eða er þetta samkeyrt við Reiknistofu Bankanna, sem á líklegast stærasta safn undirskrifta vegna greiðslukorta. Þetta langar mig að vita.
![]() |
Skrifuðu ekki undir með eigin hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 13:58
Mafíutaktar
Og ekki neitt annað. Að ætla sér að halda eftir nýfæddu barni sem gísl !
Margt slæmt er sagt um hina ýmsu vélhjólaklúbba...ég efast um að þeir myndu gera svona. Svei þeim þarna úti í Grikklandi. Ég vona að þetta sé eina málið, sem ég óttast þó að séu fleiri. Erfitt að ímynda sér að þetta sé alveg fersk og ný hugmynd hjá þeim.
Ætli svona tilraunir til gíslatöku séu löglegar í Grikklandi ? Og að hver sem er megi nota slíkar innheimtuaðferðir ? Eða að þetta sé einkaréttur háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og að þá sé þetta í fínu lagi ?
![]() |
Hótuðu að halda barninu eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2012 | 13:47
Meðmæli á netinu
Væri ekki sniðugast og einfaldast og réttmætast, að yfirvöld væru með síðu á netinu, til þess að fólk geti skrifað þar undir beint ?
Nöfn allra sem væru í framboði á hverjum tíma, væru þá þar og svo væri sundurliðað hvert svæði og fjöldi undirskrifta sem kominn væri. Og um leið væri tékkað af að enginn mæli með tveimur og að nöfn meðmælenda séu gild m.v. þær reglur sem um það gilda, aldur þeirra ofl.
Ég óttast pínu að vel sé hægt að skemma að ásettu ráði fyrir frambjóðendum, með því að skrifa undir hjá mörgum. Það er ekki gott ef svo væri.
Við búum á tækniöld. Við höfum góða reynslu af rafrænum skattskýrslum og heimabönkum. Þessvegna ætti ekki að vera nein fyrirstaða að hafa meðmælasöfnun á netinu. Nafnleynd eða nafnbirting, allt eftir ósk hvers og eins meðmælanda. Orðið hálf púkó og gamaldags að það þurfi að safna þessu á pappír. Og það er dýrt í heild sinni og tímafrekt, bæði fyrir frambjóðendur og opinbera eftirlits-og samkeyslukerfið sem þessu fylgir.
![]() |
Grunur um rangar undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)