Mafíutaktar

Og ekki neitt annað. Að ætla sér að halda eftir nýfæddu barni sem gísl !

Margt slæmt er sagt um hina ýmsu vélhjólaklúbba...ég efast um að þeir myndu gera svona. Svei þeim þarna úti í Grikklandi. Ég vona að þetta sé eina málið, sem ég óttast þó að séu fleiri. Erfitt að ímynda sér að þetta sé alveg fersk og ný hugmynd hjá þeim. 

Ætli svona tilraunir til gíslatöku séu löglegar í Grikklandi ? Og að hver sem er megi nota slíkar innheimtuaðferðir ? Eða að þetta sé einkaréttur háskólamenntaðs heilbrigðisstarfsfólks og að þá sé þetta í fínu lagi ? 


mbl.is Hótuðu að halda barninu eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Æðislegt! Er ekki búið að veðsetja öll börn á Íslandi 100 ár fram í tíman í bönkunum? Hver er munurinn? Akkúrat engin... það hafa aldrei verið eins mörg börn teknir gíslar á Íslandi eins og í framhaldi af bankahruninu... þetta er bara spurning um aðferð..

Óskar Arnórsson, 25.5.2012 kl. 02:04

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þessi aðferð er aðeins of grimm Óskar og á ekki að leyfast. Hvað hefðu þeir gert ef hún hefði ekki fætt barn og ekki getað greitt fyrir sjúkrahúsþjónustu ? Hverju hefði þá verið hægt að halda ?

Hitt er annað að það er því miður rétt að við erum öll veðsett í topp og meira en það. Skuldaþrælar því miður. Kannski að gríska aðferðin sé kannski bara best, hreinskilin og ekki með neinum vöbblum. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.5.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband