Meðmæli á netinu

Væri ekki sniðugast og einfaldast og réttmætast, að yfirvöld væru með síðu á netinu, til þess að fólk geti skrifað þar undir beint ?

Nöfn allra sem væru í framboði á hverjum tíma, væru þá þar og svo væri sundurliðað hvert svæði og fjöldi undirskrifta sem kominn væri. Og um leið væri tékkað af að enginn mæli með tveimur og að nöfn meðmælenda séu gild m.v. þær reglur sem um það gilda, aldur þeirra ofl. 

Ég óttast pínu að vel sé hægt að skemma að ásettu ráði fyrir frambjóðendum, með því að skrifa undir hjá mörgum. Það er ekki gott ef svo væri.

Við búum á tækniöld. Við höfum góða reynslu af rafrænum skattskýrslum og heimabönkum. Þessvegna ætti ekki að vera nein fyrirstaða að hafa meðmælasöfnun á netinu. Nafnleynd eða nafnbirting, allt eftir ósk hvers og eins meðmælanda. Orðið hálf púkó og gamaldags að það þurfi að safna þessu á pappír. Og það er dýrt í heild sinni og tímafrekt, bæði fyrir frambjóðendur og opinbera eftirlits-og samkeyslukerfið sem þessu fylgir.

 

 

 


mbl.is Grunur um rangar undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband