19.3.2012 | 22:50
Fortíðin er liðin
![]() |
Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2012 | 20:44
Góði Guð
Gefðu hverjum þeim sem hugsanlega þurfa á að halda, sátt, kærleik, fyrirgefningu, umburðarlyndi og frið í hjarta sitt. Amen
![]() |
Falla frá meiðyrðamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2012 | 20:22
Money Money Money
Þarf allt að snúast um peninga, líka lífsbjörg ? Man ekki betur en að það hafi komið fram frá björgunarsveitum að þeir vilji ekki rukka fólk. Samt virðist umræðan fara af stað í nánast hvert sinn sem lífsbjörg verður en fólk þorir reyndar ekki að minnast á peninga þau skipti sem björgunarsveitarmennirnir okkar þurfa að koma með lík með sér tilbaka. Þetta bar á góma í Reykjavík síðedegis á Bygjunni í dag og nú er þar skoðanakönnun um málið á visir.is.
Má þetta kerfi okkar ekki bara fá að vera áfram eins og það er og gætum við ekki verið öðrum þjóðum góð fyrirmynd ? Við höfum ávallt verið gestrisin þjóð, höldum í það. Það er alveg meira en nógu dýrt að koma til landssins. Það þarf ekki að hrista hverja einustu krónu úr vösum þeirra fáu sem þarf að leita að. Það eru aðeins örfáir ferðamenn sem þarf að leita að og sem betur fer finnast flestir þeirra. Annað væri ef þeir sem eru í forsvari björgunarsveita vilja að þeim sem bjargað er borgi.
Væri ekki nóg að bjóða hverjum þeim sem bjargað er að styrkja sveitir landssins ? Afhenda smá bækling með upplýsingum um starf sveitanna og að þetta séu sjálfboðaliðar og hafa bankaupplýsingar með. Það gæti jafnvel skilað meiru til sveitanna.
Takk fyrir störf ykkar allt björgunarsveitarfólk ;)
![]() |
Við erum óskaplega þakklátir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 17:55
Frjálsir þrælar
ESB og EES á að snúast um ,,frjálst flæði fólks og fjármagns" að sagt er.
Frelsið stoppar við launafólk. Og sér í lagi þá lægst launuðu. Þá koma ráðamenn og vilja skipta sér af því hvað greitt er. Af hverju er þá ekki sama afskiptasemin þegar kemur að vöruverði ? Nei, það má ekki vegna frelsis í viðskiptum. Og ekki heldur eru laun og bónusar stjórnenda í bönkum og fyrirtækjum fryst. Hversegna ekki ?
![]() |
Frysta lágmarkslaun ungmenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 17:09
Herlaus þjóð ?
Eða kannski ekki. Hver þarf her þegar fólk rífur kjaft út og suður og ræðst ítrekað hvort á annað með beittasta vopninu; tungunni.
Hættið please. Taki þeir til sín sem vilja og eiga.
![]() |
Talaði ekki niður til náttúruverndarsinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 16:29
Gæsahúð
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 16:23
Ísland 1.sæti !
Því vil ég trúa og til hamingju með lagið ;) Ég fékk gæsahúð að hlusta á þetta og horfa á myndbandið. þykir Gréta Salome fyrirmyndar fulltrúi þjóðarinnar. Hún er ung og ótrúlega hæfileikarík og enn og aftur er það listageirinn okkar sem er að gera frábæra hluti.
Harpan er tilbúin svo nú höfum við allt sem þarf; flott lag og frábært tónilstarhús.
Sigur mun gleðja okkur svo mikið að það mun koma þjóðinni úr kreppunni. Það er ég sannfærð um !
![]() |
Grét þegar hún sá myndbandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 10:38
Grýla
Ég vona að maðurinn nái bata og ég harma þennan atburð.
Mikið hefur verið fjallað um fordóma gagnvart þeim sem eiga við hina ýmsu geðsjúkdóma að stríða og ekki hef ég hugmynd um ástand þess sem hefur viðurkennt verknaðinn og situr í gæsluvarðhaldi og ætla ekki að reyna að hafa skoðun á því enda ekki á mínu færi.
En hversvegna er það látið líta út eins og það sé refsing að tala við lækni þó svo sérgreinin sé geðlækningar ? Orðalagið hér í fréttinni : ,,verður gert að sæta geðrannsókn" virkar eins og það sé refsing. Skil ekki að Geðvernd og geðlæknar sjálfir skuli una slíku orðalagi, amk hef ég ekki orðið þess vör að þeir hafi mótmælt.
Ég veit að það skiptir stundum máli að vitað sé hvort meintir brotamenn séu sakhæfir eða ekki í dómsmeðferð og eftir atvikum, dómsuppkvaðningu og ákvörðun refsinga. En þarf að nota slíkt orðalag í umfjöllun um mál ? Það er ekki jákvætt að það líti þannig út að geðlæknar séu grýlur eða að það sé glæpur að panta tíma hjá geðlækni. Það er fínt að hafa í huga að flestir sem glíma við geðsjúkdóma eru ekki í sömu andrá geðveikt fólk, né eru allir dæmdir geðveikir.
![]() |
Er enn haldið sofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2012 | 08:43
Hún þorir
Að hjóla í bankann og krefjast skaðabóta vegna þess að hún telur sig hafa verið hafða að fífli og notuð af bankanum sem hún telur að hafa þóst vera stór, sterkur og ríkur.
Hvenær munu íslenskir viðskiptavinir og lögmenn þora að hjóla í bankana með sama krafti og forsendum með sama markmið eins og hennar; að una sér ekki hvíldar fyrr en fólk hefur fengið til baka það sem af þeim var haft ? Og hvenær munu íslenskir þingmenn þora að klára lög um hópmálssókn sem er það verkfæri sem almeningur þarf til að geta hjólað í þá í krafti fjöldans ? Að ætla einstaklingum það að gera kröfur einir síns liðs er ekki boðlegt og til þess fallið að lama hvern þann sem þorir. Mörg lönd hafa sett l0g um hópmálsókn , hvað tefur hjá okkur ? Skortir vilja og þá hversvegna í ósköpunum ?
![]() |
Karen Millen vill fá Karen Millen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)