Hún þorir

Að hjóla í bankann og krefjast skaðabóta vegna þess að hún telur sig hafa verið hafða að fífli og notuð af bankanum sem hún telur að hafa þóst vera stór, sterkur og ríkur.

Hvenær munu íslenskir viðskiptavinir og lögmenn þora að hjóla í bankana með sama krafti og forsendum með sama markmið eins og hennar; að una sér ekki hvíldar fyrr en fólk hefur fengið til baka það sem af þeim var haft ? Og hvenær munu íslenskir þingmenn þora að klára lög um hópmálssókn sem er það verkfæri sem almeningur þarf til að geta hjólað í þá í krafti fjöldans ? Að ætla einstaklingum það að gera kröfur einir síns liðs er ekki boðlegt og til þess fallið að lama hvern þann sem þorir. Mörg lönd hafa sett l0g um hópmálsókn , hvað tefur hjá okkur ? Skortir vilja og þá hversvegna í ósköpunum ?

 


mbl.is Karen Millen vill fá Karen Millen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslendingar eru fæddir til að vera kúgaðir og lifa í þrælsótta. Þeim finnst það vera lífið og kunna ekkert annað....

Óskar Arnórsson, 19.3.2012 kl. 10:48

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Að landlægur aldagamall þrælsótti sé ástæðan er evt málið.

En af hverju og við hvað er þjóðin svo hrædd upp til hópa í gegnum tíðina ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.3.2012 kl. 11:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þrælsótti er afar dauft tilfinningaástand og tengt kúltúrnum í landinu. Sumir halda að þrælsótti sé einhverskonar virðing og alltof margir byggja sjálfsvirðingu sýna á að lifa í þrælsótta ástandi. Það fólk heldur að það sé ábyrgarfullt í staðin. Sem það getur síðan montað sig af meðal kunningja.

Af hverju íslendingar urðu svona sérstakir á þessu þrælsóttasviði veit ég ekki. Einangrun landsins getur verið ein skýring og eyjalíf þróar sig sjálft án áhrifa frá meginlandinu. Feimni t.d. á Íslandi brýst út t.d. í allskonar leikaraskap sem er til þess að engin annar taki eftir feimninni...

Íslendingar hafa voða lítin áhuga á að stúdera sjálfan sig af einhverju viti... enn þeir segjast gjarna hafa áhuga.

Óskar Arnórsson, 19.3.2012 kl. 11:23

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Óskar ;)

Ég vona að nógu margir þori að fara í skaðabótamál við bankana, eins og KM. Við getum ekki lifað í ótta við að leita réttar okkar og þurfum að þora að spyrna á móti rangindum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.3.2012 kl. 18:59

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef fólk færi í skaðabótamál við FME, Ríkið og fyrrverandi bankastjórnir, bæði opinberlega og privat, þá myndi það vekja heimsathygli. Það er ekkert sem bannar það né útilokar það. Nema þessi endalausi ótti sem fylgir íslendingum. Fólk var hrætt við prestinn í gamla daga, allir beygðu sig fyrir skólastjóranum, sýslumanninum og kaupmanninum.

Þessi ótti er einna líkastur hjá mörgum Asíubúum sem kæra mjög sjaldan til lögreglu ef brotið er á því. Það hefur verið alið upp í svö miklum ótta við yfirvöld og sérstaklega lögreglu í heimalöndum sínum, að það lætur óttan stjórna sér þegar það kemur til Evrópu. Íslendngar eru svipaður enn með aðra tegund af ótta....sem virkar raunverulega alveg eins.

Óskar Arnórsson, 19.3.2012 kl. 21:47

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Óskandi að við værum hugaðri Óskar og ekki væri verra ef slíkar hópmálssóknir vektu heimsathygli, það myndi auka sjálfstraust okkar og hugrekki. Það væri kannski meðalið sem okkur hefur skort og þrælsóttanum yrði þá vonandi útrýmt fyrir fullt og allt !

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.3.2012 kl. 23:47

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það yrði það. Einmitt það...

Óskar Arnórsson, 20.3.2012 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband