29.3.2012 | 23:03
Lögreglubílar
Eru stundum notaðir í stað sjúkrabíla, samkvæmt manni sem ég heyrði viðtal við í dag. Hann hafði veikst og var sviptur sjálfræði sagði hann frá. Það þótti honum ekki vera í lagi á meðan likamlega veikt fólk er sótt með sjúkrabílum. Það þykir mér heldur ekki vera í lagi, að lögreglubílar séu notaðir eftir því hvað sé að.
Eins tel ég varasamt að það verði einungis yfirvalda að svipta fólk sjálfræði, þó ég sé sammála að það þurfi að breyta því eins og það er núna; að það sé einungis fjölsyldan sem þurfi að fara fram á það. Væri evt ráð að fjölskyldan hefði amk andmælarétt sem væri þá virtur. Ekki vil ég sjá þá þróun að kerfið geti ákveðið þetta sjálft. Svo heyir maður stundum af fólki sem neitar líkamlegri meðferð og er í afneitun að eitthvað sé að. Ekki er það fólk þvingað á sjúkrahús í aðgerð eða til að taka lyf svo ég muni eftir að hafa heyrt um. Af hverju er það ekki alveg eins gert ?
Annað sem ég hef oft velt fyrir mér varðandi sjúkrahúskostnað. Hvernig ætli það sé í þeim löndum sem fólk þarf sjálft að greiða reikningana til fulls eða að stórum hluta. Þegar það er svipt sjálfræði og vistað á geðdeildum...fær það svo reikning sendan heim eftir það ? Þó svo það hafi ekki sjálft stofnað til kostnaðar; ekki óskað eftir þjónustu viðkomandi lækna og sjúkrahúss ?
Gott að spennitreyjur tilheyri fortíðinni, sem og keðjur og hlekkir. En það er ekki nóg að keðjur og hlekkir séu fjarlægðir á meðan ósýnilegar keðjur og treyjur eru enn til staðar í ýmsum myndum.
Gott að við stöndum vel í þessum málum miðað við marga aðra. En ég hefði þó viljað sjá samanburð við þá sem standa sig allra best, sem ég veit ekki hvaða land gerir. Það er ávallt best að miða sig við þann besta en ekki þann sem stendur sig verr eða illa en eigið land.
![]() |
Nauðungarvistun vandmeðfarin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2012 | 21:59
Stefnir í
Spennandi Forsetakosningar og um leið, þjóðaratkvæðagreiðsluna sem talað hefur verið um samhliða þeim.
Gott að lífsmark skuli vera í lýðræðinu. Það á enginn að eiga nokkurt embætti hér í áratugi. Enginn.
![]() |
Kristín íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.3.2012 | 21:17
Tortula Dollarar með heimþrá ?
Fram kemur að greiða þurti með seðlum.
En það vantar hverjir keyptu og séu það ,,erlendir aðilar", þá þarf að sjálfsögðu að segja hverjir það eru. Gætu allt eins verið plat útlendingar með útlensk nöfn á fyrirækjum með group eitthvað.
Vil vera viss um að peningar sem gufuðu upp í hruninu 2008, séu ekki á leið inní landið með þessum hætti. Það hljóta að vera peningar sem þarf að gera upptæka hvort sem er, eða hvað ? HVerngi læt ég, það var engu stolið hér, þetta var aldrei neitt alvöru, bara loft...sem þarf samt að borga með alvöru peningum í gegnum skattahækkanir og niðurskurð. Skritið.
![]() |
Evran keypt á 239 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2012 | 19:34
Corn Fleks Kjúklingabringur-rosa gott ;)
Langar aðeins að testa mig áfram á blogginu mínu og fikta smá; skipta aðeins úr fréttaþrasinu..Sjá hvernig gengur að setja inn myndir með færslu. Alveg vonalaus í tölvum og tækni ;( En fjölskylda mín og vinir mega þakka sínu sæla að ég er öllu færari í eldhúsinu ;) Set hér að ganni uppskrift að kjúkingabringum sem ég var með í matarboði um daginn í þeirri von að það gleðji jafn mikið í Netheimum og það gerði í Mannheimum. Ég skálda venjulega við eldavélina það sem ég bý til, stundum smá á meðan ég er í búðinni og er ekki vön að nota uppskriftir og man oftast aldrei sjálf hverju ég blanda saman eða hvaða krydd ég nota. Svo núna ætla ég að prófa að skrifa niður og set 1.tilraun með það hér og nú á bloggið mitt. Pínu í belg og biðu sé ég.. en óhætt að maila mér ef þið lendið í vandræðum með eitthvað. Allavega á meðan ég man þetta ennþá...;)
Corn Fleks Kjúklingabringur- passlegt fyrir 6 manns
2 pk kjúklingabringur
Ca. 300 gr. Kellog´s Corn Fleks
2 egg og smá mjólk
Krydd: Season all, svartur pipar, hvítlaukssalt, sweet chili og soyja sósa
Olía til steikingar
Aðferð:
Ég skar bringurnar í tvo bita, þvert. Kryddaði þær beggja megin og setti svo smá soyja yfir. Leyfði þessu að standa í ca. 2 klt. en það þarf ekki að vera svo lengi held ég. Pískaði svo eggin saman og setti smá mjölk útí, þá er þetta ekki alveg eins þykkt, virkar betur þannig þykir mér. Hitaði pönnuna og svo olíu á hana, eins lítið og ég taldi mig komast af með ( bévítas kaloríur..). Á meðan olían hitnaði, setti ég Corn Fleksið í plastpoka og muldi það með höndunum. Setti svo kjúklingabringurnar í , nú búið að setja þær í eggjahræruna. Og svo hristi ég pokann þar til ég sá að mulið Corn Fleksið huldi bringurnar vel. Svo brúnaði ég þær á pönnunni og setti smá af sama kryddinu aftur á, beggja megin. Setti þetta svo í eldfast mót og inní 180 gráðu heitan ofn í ca. 35 mínútur. Læt mynd fylgja en hún er ekki svo góð en sú eina sem ég er með.
Svo bar ég þetta fram með salati, bökuðum kartöflum( með olíu og grófu salti) og smábrauði með rauðu pestó, ásamt rjómasveppasósu með beikoni og lauk. , sjá uppskriftir neðar. Er með mynd af salatinu og sósunni. Í eftirrétt var ég með karamelluskyr sem ég bjó til en á enga mynd ;( Svo ég læt fylgja mynd af rjómatertu úr öðru matarboði uppá gamla mátann. Bakaði 2 svampbotna og setti koktailávexti úr dós á milli og ofan á. Það er allt og sumt og þvílík lukka sem hún olli ! Hvorki ég né aðrir höfðu smakkað þessa gömlu góðu tertu í milljón ár eða svo. Skil ekki í því að kaffishús skuli ekki selja þetta, alveg er ég viss um að þessi klassíksa terta myndi seljast eins og heitar lummur, sem fást ekki heldur að vísu...Skreytti að ganni með súkkulaðihjörtum, það var eina nútímasvindlið.
Salatið
Ísberg salat haus, púrrulaukur, rauð paprika, agúrka, cherrý tómatar, ristuð sesamfræ, salthnetur, radísur, rifinn gouda ostur og rifinn parmesan. Skreytt með appelsínusneiðum, radísum og tómötum.
Sósan
2 bakon bréf, 1 box sveppir, 1/2 gulur laukur, 2 knorr beef teningar, 1 sveppasmurostur, 1 peli rjómi, smá mjólk, maizena til þykkingar og ca. 1 tsk. jarðarberjasulta ( má t.d. vera rifsberjahlaup). Og sömu krydd og á kjúklinginn; season all, hvítlaukssalt, svartur pipar og sweet chilli.
Verði ykkur að góðu ;))
29.3.2012 | 17:57
Tapað stríð
Algjör uppgjöf Seðlabankans, viðurkennt hér með og skjalfest með nýjum seðli. Verðbólgumarkmiðin eru orðin tóm. Það er ekki neitt nýtt, þannig hefur það verið í mörg ár.Líka fyrir hrunið 2008. Leyst núna með einu viðbótarnúlli. Sigur verðtryggingar og bankamenn geta skálað ! Hvenær verður 500 kallinn að klinki ? Áður eða um leið og sá nýji kemur út ? Og þá getur t.d. Strætó hækkað uppí 500.- það er svo þægilegt að henda bara einu klinki í boxið...
Maður þætti nú ekki mjög trúverðugur í megrunarátaki með það markið að missa nokkur kíló segjum 4,5 kg. svo maður komist í kjólinn fyrir Páskana, ok aðeins of seint, segjum þá bara fyrir næstu jól svo maður missi nú ekki af Páskaeggjunum og þá hægt að bæta 1/2 kg. við eða svo. Og væri svo á sama tíma að panta sér sérsaumaðan kjól í nokkrum númerum stærri en það sem maður notar núna og hafa hann reddý... fyrir jólin 2013...;)
![]() |
10.000 króna seðill gefinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)