17.4.2012 | 20:43
Frábært framtak ;))
Og ég vona að öll bæjarfélög á landinu drífi í að vera með í ár. Apríl er rétt svo hálfnaður. Held að með því að þetta verði að venju, 1 til 2 skipti á ári, þá lagist umgengin smám saman, vegna þess að þá verða fleiri á verðinum þegar aðrir sóða út á almannafæri. Þeir sem vilja vera sóðar, þurfa að láta það nægja að ganga þannig um heima hjá sér.
Margar hendur vinna létt verk, segir gamalt og gott máltæki.
Vala og þið sem komuð fram á RÚV, það væri fráært ef þið gætuð sett af stað áskorun á fleiri bæjarfélög og helst öll. Þið drífið sennilega hraðar í því en bæjarstjórnir hvort sem er ;)) Takk fyrir ykkar krafta sem við öll munum njóta góðs af, heimafólk sem og gestir. Og svo vantar fleiri ruslafötur, það hefur vantað í áratugi og er því þverpólitískur trassaskapur.
Og víst ég er byjuð..það vantar tilfinnanlega kerfi eins og er t.d. i Svíþjóð og USA, sem bannar fólki að leggja bílum á vissum tímum, merkt vel með skiltum, svo hægt sé að sópa og snjóriðja götur reglulega. Sektir eru háar og flestum nægir að fá eina slíka, eftir það skerpist minnið til mikilla muna !
![]() |
Allir út með ruslapoka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.4.2012 | 15:07
Tuð og þras
Er stórt vandamál VG að mínu mati. Og ósætti og úthrópanir, karp, þjóska, sólóleikir ofl í þeim dúr. Þeim skortir sárlega sú viska að halda ósætti og ágreiningi bakvið tjöldin. Þeir sem eru í stjórnmálaflokk eiga að verja hver annan með kjafti og klóm útávið; vera eins og öflugustu verjendur. Sama á við um þá sem sitja saman í ríkisstjórn hverju sinni. Skortir vit á að halda kj þegar við á.
Sjálfstæðisflokknum tekst almennt mjög vel að standa saman og koma fram sem einn útávið. Það er til fyrirmyndar. Ekki veit ég hversu oft þeir eru ósammala hver öðrum en ég reikna með að það gerist þar eins og í öllum öðrum hópum. Enda nenna fáir að hlusta á rifrildi flokksfélaga og stjórnarliða úr ræðupúlti Alþingis eða í fjölmiðlum, ekki frekar en maður nennir eða vill hlusta á hjónaerjur í fermingarveislum, brúðkaupum, jarðarförum eða í jólaboðum.
Aðalatriði er hvernig hlutir eru sagðir. Þar bregst VG of oft bogalistin. Þetta er svipað og með söngvara sem gengur vel og svo þeim sem eru ekki eins vinsælir. Röddin, framkoman, útlit vegur þyngst, texti laganna eru í raun aukatatriði. Reyndar er það ekki alveg eins með stjórnmál, en innihladið kemst ekki til skila, sé flutningurinn arfa slakur og leiðingur og hvað þá þegar hann er móðgandi og dónalegur og fúkyrðakenndur. Að sætta mál og vera sáttasemjarar og málamiðlarar eru kostir sem þarf að hafa til að ná betri árangri og ná málum í gegn.Smellið ykkur á námskeið, t.d. hjá Dale Carnegie !! ;)) Áður en þið tuðið ykkur úr stjórnmálum, þeas ef þið viljið vera áfram. Undir ykkur sjálfum komið að stærstum hluta. Traust og virðing gagnvart Alþingi mun eftir slíkt námskeið rjúka mun hraðar upp en bensínverðið !! Það er ég sannfærð um ;))
![]() |
Telur að fylgið muni skila sér aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 14:46
Mjúkir í ræðupúlti
Og gleyma sér smá stund og fá eitt og annað lánað á heimleið...?
Hvernig ætli þetta sé hjá okkur ? Er áfengi í Alþingi okkar og er mikið um þjófnað þar ?
Ætti að vera létt fyrir þá í Bretaveldi að hafa eftirlitsmyndavélar um alla ganga, svona eins og um allt samfélagið þar sem á heimsmet í eftirlitsmyndavélum. Það er gott að hafa í huga hverjir eru í aðstöðu til að vera með langa fingur, líkt og með bankana okkar. Það er skondið hvað paranójan er mest á utanaðakomandi þegar léttast er að gera svona lagað innanfrá.
![]() |
Bjórtunnum stolið úr breska þinghúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 14:07
Gátu bankarnir ekki lánað ?
Eða ríkið/ við, bara keypt fyrirtækið á brunaútsölu, enda verðlítið með svona miklar skuldir ?
Af hverju komast menn upp með það ítrekað að fara af stað með ævintýralegar fjárfestingar og stækka allt uppá von og óvon hvort samþykkt hefði verið að virkja eða ekki ? Gera þau það vegna þess að þau treysta blint á að ríkið hlaupi undir bagga í hvert sinn sem á móti blæs ? Vitandi að þeir halda samt fyrirtækjum sínum, góðum launum og hlunnindum og þessvegna gróða ef út næst.
Auðvitað þurfum við hafa netið gangandi. En sé þetta þannig áhætturesktur og erfitt að reka þetta í svo litlu landi með hagnaði, þá skil ég ekki af hverju þetta fékkst samþykkt til að byrja með. Það er stundum eins og ríkið vilji læðast bakdyrameginn inn í ýmsan ,,einkarekstur". Sem er of oft þannig að innkoman er hirt í einu lagi svona næstum því og öllu tapi dömpað í fang okkar.
Og svo væri eðlilegt að upplýst hefði verið til hvað margra ára þjónustusamningur var gerður og hvort það eru rúmar 300 milljónir árlega sem styrkja á Farice. Og svo á endanum verður það skuldlaust, hver veit. Og þá er hægt að selja það og fá alla ríkisstyrkina tilbaka...arg!
![]() |
Fjarskipti við útlönd voru í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2012 | 12:07
Mýta eða staðreynd ?
Lengi hefur verið sagt að landsbyggðin haldi okkur uppi. Ég amk hef oft heyrt það.
Er það rétt ? Eða var það rétt þegar meiri kvóti sat enn eftir á landbyggðinni ? (áður en hann var seldur burt víða). Eða er það staðreynd að landsbyggðin skili enn mestu inn í samneysluna ???
Fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur hefur nýlega sagt að það séu litlar tekjur sem berist bæjarsjóði vegna veiða. Er það rétt ? hefur það breyst frá því sem var ???
Kæra fjölmiðlafólk: finnið út úr þessu og birtið tölur yfir skattgreiðslur einstaklinga og lögaðila til ríkissjóðs og samanburð við einstaklinga og fyrirtæki á höfðuborgarsvæðinu. Ár fyrir ár ef hægt er, og nógu langt tilbaka svo það sjáist hvernig þetta var á meðan meiri kvóti var enn á landsbyggðinni. Vel má vera að einhverntímann hafi slíkur samanburður verið birtur en ég man ekki eftir því og það væri þá amk gott að endurbirta slikar tölur núna. Sýnist full þörf á því eftir orð Alþingismannsins. Takk ;))
![]() |
Allt á suðupunkti á fundi VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)