Tuð og þras

Er stórt vandamál VG að mínu mati. Og ósætti og úthrópanir, karp, þjóska, sólóleikir ofl í þeim dúr. Þeim skortir sárlega sú viska að halda ósætti og ágreiningi bakvið tjöldin. Þeir sem eru í stjórnmálaflokk eiga að verja hver annan með kjafti og klóm útávið; vera eins og öflugustu verjendur. Sama á við um þá sem sitja saman í ríkisstjórn hverju sinni. Skortir vit á að halda kj þegar við á. 

Sjálfstæðisflokknum tekst almennt mjög vel að standa saman og koma fram sem einn útávið. Það er til fyrirmyndar. Ekki veit ég hversu oft þeir eru ósammala hver öðrum en ég reikna með að það gerist þar eins og í öllum öðrum hópum. Enda nenna fáir að hlusta á rifrildi flokksfélaga og stjórnarliða úr ræðupúlti Alþingis eða í fjölmiðlum, ekki frekar en maður nennir eða vill hlusta á hjónaerjur í fermingarveislum, brúðkaupum, jarðarförum eða í jólaboðum. 

Aðalatriði er hvernig hlutir eru sagðir. Þar bregst VG of oft bogalistin. Þetta er svipað og með söngvara sem gengur vel og svo þeim sem eru ekki eins vinsælir. Röddin, framkoman, útlit vegur þyngst, texti laganna eru í raun aukatatriði. Reyndar er það ekki alveg eins með stjórnmál, en innihladið kemst ekki til skila, sé flutningurinn arfa slakur og leiðingur og hvað þá þegar hann er móðgandi og dónalegur og fúkyrðakenndur. Að sætta mál og vera sáttasemjarar og málamiðlarar eru kostir sem þarf að hafa til að ná betri árangri og ná málum í gegn.Smellið ykkur á námskeið, t.d.  hjá Dale Carnegie !! ;)) Áður en þið tuðið ykkur úr stjórnmálum, þeas ef þið viljið vera áfram. Undir ykkur sjálfum komið að stærstum hluta. Traust og virðing gagnvart  Alþingi mun eftir slíkt námskeið rjúka mun hraðar upp en bensínverðið !!  Það er ég sannfærð um ;)) 


mbl.is Telur að fylgið muni skila sér aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband