Frábært framtak ;))

Og ég vona að öll bæjarfélög á landinu drífi í að vera með í ár. Apríl er rétt svo hálfnaður. Held að með því að þetta verði að venju, 1 til 2 skipti á ári, þá lagist umgengin smám saman, vegna þess að þá verða fleiri á verðinum þegar aðrir sóða út á almannafæri. Þeir sem vilja vera sóðar, þurfa að láta það nægja að ganga þannig um heima hjá sér.

Margar hendur vinna létt verk, segir gamalt og gott máltæki.

Vala og þið sem komuð fram á RÚV, það væri fráært ef þið gætuð sett af stað áskorun á fleiri bæjarfélög og helst öll. Þið drífið sennilega hraðar í því en bæjarstjórnir hvort sem er ;)) Takk fyrir ykkar krafta sem við öll munum njóta góðs af, heimafólk sem og gestir.  Og svo vantar fleiri ruslafötur, það hefur vantað í áratugi og er því þverpólitískur trassaskapur.

Og víst ég er byjuð..það vantar tilfinnanlega kerfi eins og er t.d. i Svíþjóð og USA, sem bannar fólki að leggja bílum á vissum tímum, merkt vel með skiltum, svo hægt sé að sópa og snjóriðja götur reglulega. Sektir eru háar og flestum nægir að fá eina slíka, eftir það skerpist minnið til mikilla muna ! 


mbl.is Allir út með ruslapoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er frábært framtak, þetta voru kempurnar Vala Matt, Guðrún Bergman og Maríanna  Friðjónsdóttir, allt kjarnakonur og flottar.  Hér á Ísafirði fara skólakrakkar skipulega í svona hreinsun á vegum skólans í umsjón kennara sem er reyndar alveg frábært.  Síðan tekur unglingavinnan við og hreinsar fjörur og önnur útivistarsvæði.  Það heldur vonandi áfram hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 21:03

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Landinn þarf að taka sig verulega á í umgengi Ásthildur, svo mikið er víst.

Og ég efast um að fullorðið fólk sé nokkuð betra en unga fólkið.

Það þarf að endurvekja : ,,Hreint land, fagurt land". Man þetta var oft auglýst en man ekki hver eða í hvaða samhengi... ? Eða koma með nýtt slagorð.

Hvergi á mínum ferðum til útlanda hef ég séð eins mikinn sóðaskap og rusl um allar trissur og hér á landinu fagra. En nú er von á breytingu til batnaðar og mér þykir það algjörlega frábært ;)) Jákvætt það sem gert er á Ísafirði og enn betra ef fullorðnir væru einnig með í tiltektinni. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 21:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér þarf átak til að fegra umhverfið.  Flott að þær skyldu fá svona frábærar viðtökur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 22:08

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála og það er þakkarvert hvað þær drífa og hrífa fólk með sér í tiltektina ;))

Það eru svo ótrúelga margir sem hegað sér eins og ef það væri með einkaþjón á eftir sér í hverju fótmáli að týna upp rusl sem það nennir ekki að halda á þar til heim er komið, sé engin ruslafata á leiðinni þangað. Og sameiginleg hreinsun greidd úr opinberu féi, er ekki frí heldur. Svo þetta er erfitt að skilja og mun kannski aldrei skiljast. En þær hafa startað frábæru kerfi sem ég vona að dreifist um land allt og sé komið til að vera !!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.4.2012 kl. 22:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála vona það líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 10:40

6 identicon

Hjördís það væri skemmtilegt ef þú næðir mynd

af Maríönnu Friðjónsdóttur Guðrúnu Bergmann og

Völu Matt með svartan ruslapoka.

Eg efast reyndar um að þú munir komast í þannig færi.

En gætir kannski fengið einhverja í lið með þér:)

Sólrún (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 12:28

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha einhverjir verða að stjórna framtakinu, og sumir eru flottari en aðrir.  Annars bara gott hjá þeim að koma þessu á koppinn, það þarf ákveðna karaktera til þess og ekki öllum gefið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 16:18

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sólrún, ertu að meina að þær muni ekki mæta með pokana og hreinsa til.. ?

Ég hef fulla trú á þeim og þær hafa smitað fjölda fólks með sér í þetta.

Við mætum bara með þeim og hjálpum til Sólrún, hljómar það ekki vel ;)) ? 

Akkúrat Ásthildur og þær eru frábærar að koma þessu af stað.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 17:03

9 identicon

Hjördis það hljómar mjög vel :)

Sólrún (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband