Skelfilega létt

Að brjóta á rétti fólks.

Það þarf klárlega að styrkja dómstólinn og sorglegt hversu svakalega mörg mál berast dómstólnum og bíða úrlausnar. Eitthvað mikið er að með þá dóma sem kveðnir eru upp. Sá ekki í fréttinni hvað biðtími er langur þar en minnir að það séu mörg ár. Alltof mörg ár. Og mörgum málum er síðan vísað frá. Var það 90% ?  Og svo kostar þetta svo mikið að það er flestum ófært að leita á náðir dómstólsins. Vilji ríki Evrópu ekki eyða meiru í að reka dómstólinn, þmt Ísland, eru þau í leiðinni að segja að þau vilji ekki að fólk fái réttlæti. Hvað þá að taka því að fá skammir þaðan og þurfa að viðurkenna mistök sín.

Þetta vita dómstólar Evrópu. Og stressa sig evt mjög lítið þó úrskurðir séu ekki 100%. Líkurnar á því að yfir sé kvartað eru hverfandi. Enn minni að mál vinnist þó þau séu tekin fyrir. Girðingarnar eru alltof háar. Og fólk er í raun læst inni bjargarlaust eftir tekjum. Eins og á Titanic.

Það sorlegasta er að mér þykir það vera mannréttindabrot hvað fólk þarf að bíða lengi, hvað það er ólíklegt að mál fái umfjöllun og hvað það kostar mikið. Þó þetta sé möguleiki, þá er hann svo óraunhæfur. Þetta jafngildir næstum því að hann sé ekki til sem möguleiki. Minnir á sögu um handalaust barn sem mátti fá sér eins margar kökur og því langaði í. Kökukrúsin var í efstu hillunni og útilokað að barnið gæti bjargað sér með það sjálft sem var forsenda þess að það mátti hrúga í sig kökum að vild. Gagnlaus góðmennska eða fantaskapur ?

Að búa í réttarríki og hafa svo ekki kost á að fá rétt sínum framgengt er í raun það sama og að hafa hann ekki. Fyrir langflest íbúa álfunnar. Þessu þarf að breyta. Og sama gildir um málsmeðferðartíma og kostnað hér heima. Það er mjög hættulegt að þetta sé svona erfitt, dýrt og seinlegt. Það þýðir bara :

- Fastar verður troðið á fólki.

- Fleiri óréttlátir dómar munu sjást.

- Fleiri munu íhuga að taka lögin í sínar hendur.


mbl.is Ísland gott dæmi segir Ögmundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneysa

,,Fjölskyldan hafði leitað til lögreglu en þar var þeim tjáð að um nytjastuld væri að ræða og lítið hægt að gera. Bíllinn myndi hins vegar koma í leitirnar eftir einhvern tíma og nefndi lögregla þrjá mánuði."

Lítið hægt að gera...en þó eitthvað og stundum ? Hversu lítið er þetta litla og hvað er það ??? Skiptir máli hver á bílinn sem stolið er ? Gerir Lögreglan ADLREI neitt þegar bílum er stolið ??? Aldrei nokkurn tímann ??? En ef það er 100% bílalán á bíl sem stolið er ? Er þá brugðist við vegna þess að þá er ,,réttur" eigandi sem gæti tapað ??? Á semsagt ekki að hringja í Lögreglu og tilkynna þjófnað ?? Eða vilja yfirvöld að það sé gert þá bara til þess að halda statistic ? En svo ef bílnúmeri er stolið, þá er brugðist við....sem kostar þó smáaura í samanburðinun..en hvernig læt ég, það er oftast gert til að stela bensíni og það má ekki snerta verðmæti þeirra stóru máttugu með milljarðaskuldir sínar sem hvíla á bensínbúllunum...auðvitað ekki ;))

Og svo í hvert sinn sem kjúkling er stolið úr Bónus þá eru laganna verðir mættir med det samme !! Þetta eru ekki ásættanleg skilaboð að það sé í lagi að stela öllu og hafa af almenningi; venjulegu fólki. Kannski þarf fólk sem lendir í þessu bara að færa smá í stílinn og segja að það hafi verið kjúklingur sem ekki var greitt fyrir úr Bónus, í skottinu. Þá væri leitað bakvið hvern hól undir eins.. ;))

Væri evt ráð ef Lögreglan væri með skilaboð þegar hringt er til að tilkynna þjófnað, yfir það sem ekki neitt er gert í; þegar það er tímasóun að hafa samband. Og hafa það á netinu líka lista yfir nytjahluti sem er ok að stela. Sparar tíma fyrir alla. Þvílík hneysa og vond skilaboð að almenningur sem greiðir kostnað við löggæslu, skuli svo ekki fá hjálp þegar eigum þess er stolið !!!

Ég virkilega vona að fjölmilafólk ræði þetta við ráðamenn okkar. Þessu þarf klárlega að breyta.

En gott að þetta fór allt vel og að bíllinn skilaði sér til eigenda sinna ;))


mbl.is Neitaði að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei

Það þarf að afskrifa, leiðrétta, hvaða nöfn sem þetta heitir allt. Standa við upphaflega endurgreiðsluáætlun.

Nokkrir útvaldir hafa fengið samtals þúsundir milljarða afskrifaða og haldið eigum sínum; ekki þurft að skila lyklunum. Þar er komin reynsla og sú fyrirmynd sem almenningur á einnig að njóta að sjálfsögðu !!

,,Það er ekki síst athyglisvert þegar haft er í huga að bankar hafa á síðustu misserum treyst sér til að bjóða upp á 4-6% óverðtryggða vexti." - auglýsingartrikk í þeirri von að fólk bíti á. Þetta eru lán með breytilegum vöxtum( hvort það heitir vaxtabreytingaákvæði ?)  á tímum óðaverðbólgu.


mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðabætur

Fær fólk sem hefur orðið fyrir skaða af ýmsum toga. Þá er ekki látið skipta máli hvort fólk hafi þörf fyrir þeim pening eða ekki. Með réttu eða röngu, þannig er það.

Það hafa allir fasteignaeigendur tapað/orðið fyrir skaða á meintri glæpsamlegri gamble hegðun bankanna sem ,,lánuðu" örfáum nær allt sem náðist í og kannski gott betur en það. Þetta rugl olli hruninu 2008 og eftirleikinn vitum við og glímum enn við. Húseigendur eiga að njóta alls vafa, enda leikmenn í góðri trú að taka lán sín og sem skrifuðu undir endurgreiðsluáætlun. Það þarf auðvitað að sjá til þess að bankarnir verði látnir standa við þá áætlun. Ok með smá skekkjumörkum segjum 5%, en þá húseigendum í vil að sjálfsögðu.

Okkur er sagt að þetta hafi verið loftbóla sem sprakk, platpeningar. Af hverju þarf þá að borga þetta hrun með alvöru peningum, blóði, svita og tárum ????

Auðvitað eiga allir að fá skaðabætur. Fáist bankarnir ekki til að bæta fasteignaeigendum syndir feðra sinna með því að leiðrétta ÖLL húsnæðislán, þá þarf almenningur einfaldlega að sameinast um að draga bankana fyrir dóm og höfða skaðabótamál. Þeim er illa við tal um leiðréttingar, niðurfellingar , skuldahreinsanir og hvað þetta allt heitir þegar fáir útvaldir hafa átt í hlut og fengið hókus pókus sprota á skuldir sínar. Svo við þurfum þá einfaldlega að skipta um taktík og nálgast þetta á annan hátt. Núna. Á meðan enn er hér fólk sem tórir. Það hjálpar ekki neitt að bíða þar til allir eru komnir út fyrir hungurmarkabrúnina.Þeir fáu sem eiga meira en nóg, þeir hagnast líka. hver á annars að vera hér til að kaupa eignir þeirra, vörur og þjónustu ? Eignir þeirra lækka einnig í verði, sem og þeirra fáu sem flokkast sem ,, venjulegt fólk", sem fór varlega og stendur í skilum eða á skuldlausar eignir eða engar eignir. Það tapa ALLIR á þessu rugli sem hefur nú viðgengist í 4 ár bráðum og sér ekki fyrir endann á. Almenningi er haldið saklausum í skuldafangelsum í frjálsa fagra landinu okkar. Þetta á ekki og þarf ekki að vera svona.

Alþingismenn þurfa að sýna kjark og þor og klára lögin um rétt almennings á hópmálsókn. Allt sem þarf er VILJI.  Forsenda þess að þjóðin nái að halda áfram eftir reiðina og þunglyndið sem hefur varað í næstum 4 ár og með réttu, er að réttlæti náist og þeir sem eru valdir að hruninu fái refsingu og skaðabótauppgjör fari fram. Að halda að þjóðin gleymi þessu eins og venjan hefur verið er óraunhæf ( þverpólitísk ?) draumsýn. Við þurfum að fá frið til að halda áfram, við þurfum að fá að  vera jákvæð og bjartsýn á ný , fyrirgefa, gleyma og fá tækifræi til að treysta og virða á ný. Eftir að réttlætið nær fram að ganga og skaðabætur hafa fengist er það mögulegt. Fyrr ekki.

Gleðilegt sumar ;))


mbl.is Skuldir heimila aukast stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband