Brjóstin

Á Vigdísi voru umtalsefni á sínum tíma, þegar hún fyrst bauð sig fram.

Hún fékk asnalega spurningu vegna aðgerðar sem hún hafði farið í á brjósti og svaraði því til :

,, ég hafði nú ekki hugsað mér að leggja þjóðina á brjóst",

muni ég þetta rétt. Að minnsta kosti man ég að hafa heyrt þetta svona þó langt sé um liðið og ég mjög ung að árum. Ég man hvað ég var undrandi þegar ég heyrði af þessu. Mig rámar óljóst í að eitthvað hafi verið gert mál úr því líka að hún var einstæð móðir með ættleitt barn en er ekki alveg viss. Sé þetta rangt munað hjá mér og rangt kvótað, biðst ég afsökunar og mun þá fjarlægja þessa færslu fái ég ábendingu um að þetta sé óvart rangt hjá mér.

Nú , 32 árum síðar, er það bumbubúi Þóru.

Merkilegt hvað konur lenda í þegar þær vilja komast í háar stöður. Karlmenn sleppa oftast talsvert betur, amk með það sem snertir karlmennsku þeirra og föðurhlutverk. Orðið nokkuð þreytandi að fólki sé ekki treyst til þess að taka ákvarðanir sjálft um hvaða störf það telur sig geta sinnt.


mbl.is Þóra og umræðan um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er opið fyrir komment ?

Ömurlegt þegar ráðist er á fólk og það stungið með hníf. Ég vona að konan hafi þetta af og batni sem fyrst.

En eftir hverju er farið þegar svona mál koma upp ? Af hverju er opið núna fyrir möguleika á að kommenta en t.d. ekki þegar fyrstu fréttir bárust af því að framkvæmdastjóri á lögmannsstofu var stunginn. Sjá hér frétt, þar var lokað fyrir möguleikann á kommenti :

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/05/alvarlega_slasadur_eftir_aras/

Er þetta mannamunur sem er látinn ráða eða er annað sem ræður og þá hvað ??? Er það álit um hversu alvarlega talið er í fyrstu að fólk er slasað ? Mér þykir oft undarlegt af hverju stundum er opið á komment á svona fréttir, fréttir af bílslysum og fleirum sem varða persónulegan harmleik fólks sem það verður fyrir og þætti réttara ef sömu reglum væri fylgt með öll þessháttar mál.

Ég óska þeim báðum góðs bata og harma það sem þau urðu fyrir.


mbl.is Kona stungin með hníf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkért mál

Við höldum bara áfram að borga og hlakkar til að verðbólgan auki enn greiðslubyrgðina. Svo vandinn verði pottþétt stærri og illviðráðanlegri. Fínt fyrir bankana að verið sé að skoða þetta í rólegheitum í bráðum 4 ár og við dúllumst áfram með hækkandi byrgðum næstu árin og áratugina. Hagnaður þeirra byggist að stóru leiti á því. Tuðum og nöldrum , fúl og örg. Ekki tekið mark á því reyndar. En ráðamenn hafa áratugareynslu af því að nöldurtíðnir ganga hér yfir eins og hverjar aðrar skítalægðir. Þverpólitísk reynsla sem gengið hefur í arf kynslóð fram af kynslóð. Við erum þægilegir skuldaþrælar.

Endilega ekki gera kröfur á bankana að standa við endurgreiðsuáætlanir. Til hvers er fólk látið skrifa undir þetta þegar íbúðalán eru tekin ???

Lyklatillagan....baktjaldaleið til að koma upp leigumarkaði með hjálp eignaupptöku. Króa fólk útí horn leyfa því af góðmennsku einni saman að skila inn lyklum. Skipta svo um sílendera og leigja sama fólkinu sama húsnæðið. Með hærri mánaðarkostnaði og svo á það pottþétt ekki neitt eftir 25 eða 40 ára leigu.

Hefði verið vilji til að leysa þetta og það fyrir löngu síðan, væri þetta ekki enn eftir tæp 4 ár í skoðunarferli. . Því miður skortir viljann ;((


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband