Ekkért mál

Við höldum bara áfram að borga og hlakkar til að verðbólgan auki enn greiðslubyrgðina. Svo vandinn verði pottþétt stærri og illviðráðanlegri. Fínt fyrir bankana að verið sé að skoða þetta í rólegheitum í bráðum 4 ár og við dúllumst áfram með hækkandi byrgðum næstu árin og áratugina. Hagnaður þeirra byggist að stóru leiti á því. Tuðum og nöldrum , fúl og örg. Ekki tekið mark á því reyndar. En ráðamenn hafa áratugareynslu af því að nöldurtíðnir ganga hér yfir eins og hverjar aðrar skítalægðir. Þverpólitísk reynsla sem gengið hefur í arf kynslóð fram af kynslóð. Við erum þægilegir skuldaþrælar.

Endilega ekki gera kröfur á bankana að standa við endurgreiðsuáætlanir. Til hvers er fólk látið skrifa undir þetta þegar íbúðalán eru tekin ???

Lyklatillagan....baktjaldaleið til að koma upp leigumarkaði með hjálp eignaupptöku. Króa fólk útí horn leyfa því af góðmennsku einni saman að skila inn lyklum. Skipta svo um sílendera og leigja sama fólkinu sama húsnæðið. Með hærri mánaðarkostnaði og svo á það pottþétt ekki neitt eftir 25 eða 40 ára leigu.

Hefði verið vilji til að leysa þetta og það fyrir löngu síðan, væri þetta ekki enn eftir tæp 4 ár í skoðunarferli. . Því miður skortir viljann ;((


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætla að skria smápistil um þetta á morgun, er að fara að leggja mig. viltu minna mig á elskuleg mín? ég er svo gleymin, en ég þarf að segja mína sögu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 02:40

2 identicon

Ef þetta mál væri auðvelt að leysa, heldur þú að það væri ekki búið að leysa það fyrir löngu? Enginn stjórnmálamaður níðist á skuldurum að gamni sínu, því að þeir eru kjósendurnir. En eins og Guðbjartur bendir á þá er helmingur útistandandi lána hjá Íbúðarlánasjóði og lífeyrissjóðum, og "leiðrétting" lána þar lendir beint á ríkissjóði (skattgreiðendum) og lífeyrisþegum. Það er sífellt verið að tala um bankana, enda öllum illa við þá, en við megum ekki gleyma hinu að aðeins helmingur skuldanna er hjá þeim.

Pétur (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 07:19

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi Ríkisstjórn á að taka poka sinn og koma sér í burtu með skömm vegna þessara stöðu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.4.2012 kl. 08:07

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu vöknuð Ásthildur mín ? ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.4.2012 kl. 20:19

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

En þeir virðast allir taka hag fjármálastofnana fram yfir hag heimila Pétur. Það þarf ekki að dekstra við kjósendur nema á 4ja ára fresti að öllu jöfnu hvort sem er. Kjósendur hafa lélegra minni en peningaöflin sem eru sennilegast eins og fílarnir.

Alveg örugglega er ekki létt að leysa þetta. En það er allt hægt sé vilji til þess. Það kostar helling að bíða lengur og gera vandann stærri. Nema það sé ætlunin að erfa næstu ríkisstjórn að vandanum sem ekki hefur tekist að leysa á tæpum 4 árum , vandanum sem núverandi fékk í arf ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.4.2012 kl. 20:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er vöknuð en setti inn frétt úr viðskiptablaðinu í staðinn fyrir það sem ég ætlaði að setja inn geri það síðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband