9.4.2012 | 21:41
Er leitað
Að unglingum sem hverfa um stund ? Eða er bara beðið eftir að þau skili sér ?
Nýlega var frétt á pressan.is um það að unglingum sé haldið föngnum og svo leyft að fara þegar auglýst er eftir þeim. Mér brá mikið við að lesa það. Og þar kom einnig fram að foreldri sem grunaði hvar barn þess var, sagði að lögreglan gæti ekki gert neitt nema ef formleg kæra bærist.
Ég vona að það sé í lagi með þessa ungu stúlku og að foreldrar hennar fái hana heim til sín sem fyrst, heila og höldnu. En það gerir mig dapra hvað hvörf unglinga virðast einvhernveginn vera í lagi af kerfinu, svona eins og það þurfi ekki að taka þessu alvarlega. Það þarf að breytast og það strax. Er látið skipta máli hver á í hlut ? Væri leitað ef unglingur ráðamanns væri týndur ? Ef eitthvað alvarlegt er að þá skiptir tíminn öllu máli og því skil ég ekki hversvegna það er ekki leitað og björgunarsveitir virkjaðar út til þess í hvert sinn.
![]() |
Lýst eftir stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2012 | 19:43
Áratugamökkur
Var um borð flugvéla um heim allan. Aldrei gerðist neitt hættulegt þessvegna svo ég muni eftir að hafa heyrt af. Óþægilegt já, vissulega.
Svo var okkur sagt að vélarnar gætu sprungið og hrapað ef það væri reykt um borð. Hvað breyttist ?
Var það kannski bara feimni flugfélaganna um að banna reykingar um borð, því það var jú almennt leyft og allstaðar ?
Gott að þetta sé bannað, hver sem rétt ástæða þess virkilega er.
Annars hefur reykingabannið almennt gengið kraftaverki líkast á kaffihúsum og börum landsins. Mér þykir sú lagasetning ein sú best heppnaða og er fegin að þetta var bannað. Ég held að það séu það allir. Svona næstum því allavega og oftast.
Mikið væri nú gott ef við værum almennt jafn löghlýðin þegar kemur að svo mörgu öðru sem við viljum ekki hlýða...;))
![]() |
Reykti um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2012 | 00:20
Krúttað
Og óvænt og meira en í fínu lagi. Gaman að lesa svona frétt. Vonandi að hann brosi og dansi sem oftast og mest.. ;)))
En af hverju eru veðurfréttirnar ekki sendar beint út eins og fréttirnar ?
![]() |
Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)