Er leitað

Að unglingum sem hverfa um stund ? Eða er bara beðið eftir að þau skili sér ?

Nýlega var frétt á pressan.is um það að unglingum sé haldið föngnum og svo leyft að fara þegar auglýst er eftir þeim. Mér brá mikið við að lesa það. Og þar kom einnig fram að foreldri sem grunaði hvar barn þess var, sagði að lögreglan gæti ekki gert neitt nema ef formleg kæra bærist.

Ég vona að það sé í lagi með þessa ungu stúlku og að foreldrar hennar fái hana heim til sín sem fyrst, heila og höldnu. En það gerir mig dapra hvað hvörf unglinga virðast einvhernveginn vera í lagi af kerfinu, svona eins og það þurfi ekki að taka þessu alvarlega. Það þarf að breytast og það strax. Er látið skipta máli hver á í hlut ? Væri leitað ef unglingur ráðamanns væri týndur ? Ef eitthvað alvarlegt er að þá skiptir tíminn öllu máli og því skil ég ekki hversvegna það er ekki leitað og björgunarsveitir virkjaðar út til þess í hvert sinn.


mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hræddir foreldrar gera þetta og þá ekki án ástæðu. Ruglið í Reykjavík er orðið svo yfirgengilegt að þetta er alveg verjandi. Vonadi skilar stúlkan sér og hættir svona hegðun...

Óskar Arnórsson, 10.4.2012 kl. 10:20

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvað er alveg verkjandi Óskar ?

Já, ég vona innilega að hún skili sér heim sem fyrst.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 16:07

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er alveg verjandi að auglýsa svona með mynd af unglingum, á ég við. Það var einu sinni auglýst svona eftir mér. Ég hafði farið togaratúr 19 ára og ekki látið neinn vita um það...Mér finnst það allt í lagi. ég myndi ekki hika við að gera það sama ef það væru mín börn..

Óskar Arnórsson, 10.4.2012 kl. 16:34

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, auðvitað á að auglýsa með nafni og mynd, annað er ekki hægt. En mér þykir einnig að það eigi að leita að týndum unglingum markvisst og langar að vita hvað virkilega er gert annað en að setja auglýsingu, þeas af kerfinu.

Varstu svona óþekkur Óskar, hefði ekki giskað á það ... ;) Gott að allt var ok með þig samt og ekki neitt að óttast í rauninni. Held það sé skelfileg líðan foreldra að vita ekki hvar barn manns/ unglingur er niðurkominn og það á að gera allt til að finna þann sem er týndur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 17:13

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mesti villimaðurinn í mér var frá 16 til 24 ára. Svo byrjaði maður að róast... ;) Alla vega eru við ekki komin á það stig að myndir af týndum börnum séu prentaðar á mjólkurpakkningar og þess háttar....

Óskar Arnórsson, 10.4.2012 kl. 19:19

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vonandi að við munum aldrei þurfa þess Óskar.

En hún er komin í leitirnar og heim á ný svo þetta fór vel sem betur fer ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband