Áratugamökkur

Var um borð flugvéla um heim allan. Aldrei gerðist neitt hættulegt þessvegna svo ég muni eftir að hafa heyrt af. Óþægilegt já, vissulega.

Svo var okkur sagt að vélarnar gætu sprungið og hrapað ef það væri reykt um borð. Hvað breyttist ?

Var það kannski bara feimni flugfélaganna um að banna reykingar um borð, því það var jú almennt leyft og allstaðar ?

Gott að þetta sé bannað, hver sem rétt ástæða þess virkilega er.

Annars hefur reykingabannið almennt gengið kraftaverki líkast á kaffihúsum og börum landsins. Mér þykir sú lagasetning ein sú best heppnaða og er fegin að þetta var bannað. Ég held að það séu það allir. Svona næstum því allavega og oftast.

Mikið væri nú gott ef við værum almennt jafn löghlýðin þegar kemur að svo mörgu öðru sem við viljum ekki hlýða...;))


mbl.is Reykti um borð í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þú kanski mannst ekki eftir því en það kviknaði oft í vélum. Fluþjónarnir björguðu málum í flest skiptin.

Áklæðin sætana var úr efnum sem ekki gátu brunnið en samt voru þau oft full af brunagötum. Það kviknaði líka reglulega í rusli í rútubílum.

Ég sakana ekki fjölskildu bílferðanna, þegar mamma pabbi og bæði systkinni mín reyktu og ég var höfð í miðjuni. Svo var það kalt að það mátti ekki opna gulgga. Túperinginn á stóru systir gæti aflagast við vindinn. :-)

Á tímabilli bjó ég í liftublokk og það kom reglulega fyrir að ég slepti liftuferð og labbaði á 7 hæð. Í dag leifi ég fólki að reykja í eldhúsinu mínu og þeir sem eru mest undrandi á því, er fólkið sem minsta tillitsemi sýndi forðum. Lífið er bara findið þegar maður lítur til baka og sér skoðanir fólks fara í hringi.

Matthildur Jóhannsdóttir, 10.4.2012 kl. 10:42

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Matthildur. Ég hvorki man eftir þvi að kveiknað hafi í né eftir að hafa heyrt það.

Já, það er gott að geta sett svona vonda siði í þátíð og brosað að því sem mátti áður. Það mátti reykja nánast hvar sem er og sennilega bókstaflega allstaðar í gamla gamla daga. Sem betur fer eru mörg góð merki í samfélaginu sem breytast til betri vegar. Við bara sjáum það ekki alltaf þegar við biðjum kvartandi um meira og þykir eins og ekki neitt gerist eða breytist.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 10.4.2012 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband