19.5.2012 | 13:27
Styttri opnunartíma og wc
Ég er sannfærð um að ástandið í miðborginni myndi batna til muna ef börum yrði lokað mun fyrr en nú er, þessvegna kl. 01, og 03 í síðasta lagi. Og ef splæst yrði í nógu mörg wc svo fólk fái tækifæri til að vera snyrtilegt og kurteist. Það hefur ávallt verið vandamál að komast á wc í borginni og er því áratuga þverpólitíkst vandamál. Í góðærinu sk var ekki þeim heldur ekki komið upp. Svo ekki er fjárskortur gild afsökun að mér sýnist. Merkileg tregða að halda það í áratugi að fólk sem hefur verið að drekka áfengi geti haldið í sér ! Ekki eru húseigendur í miðborginni öfundsverðir sem tilneyddir eru í hlutverki almenningssalerna. Frekar nastý og óspennandi hlutverk, bara vegna þess að Borgin nær því ekki að fólk þarf að PISSA !! Þarf fólk evt að pissa í ,,réttu" garðana til þess að Borgarfulltrúar opni augu sín ? Hafa þau aldrei lent í því sjálf að garðar þeirra eru notaðir til þess að PISSA í ? Er það ástæða tregðunnar í gegnum áratugina ? Vona að til þess þurfi ekki að koma að Pampers komi sjálfsölum í dreifingu með fullorðins bleyjum, bara vegna þess að það vantar wc sem eiga að vera sjálfsagður hlutur. Það mætti t.d. fjármagna þau með hluta af leyfisgjöldum sem barir þurfa að greiða.
Með styttri opnunartíma færi þá fólk fyrr út á lífið. Það væri þá frekar ráð að hafa næturklúbba í iðnaðarhverfum fyrir þá sem vilja halda áfram alla nóttina. Sem myndu þá opna eftir miðnætti, þegar börum miðbæjarins væir lokað. Ég held að það yrði ekki neitt tap fyrir barina né leigubílsjóra þó svo innkoman kæmi á öðrum tíma. Að auki held ég að fólk eftir fertugt, færi meira út, ef barir væru fullir af fólki snemma að kvöldi. Það fólk á oft meiri peninga til að eyða á börunum. Yrði ekki hissa þó þetta kæmi betur út tekjulega séð fyrir hagsmunaaðila. Og svona er þetta t.d. í USA, fólk byrjar snemma og hættir snemma. Þvílíkur munur í alla staði ;))
![]() |
Fíkniefni, hávaði og þvaglát í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2012 | 12:13
Selja þá eða gefa ?
Voru þeir nokkurntímann greiddir þegar þeir voru einkavæddir ? Mig minnir ekki. Svo af hverju er hann að láta sér detta í hug að það verði greitt fyrir þá núna ? Tekin lán sem ekki verða greidd til kaupana ?
Einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið...er ekki komið nóg af því ? Best að ríkið eigi þá áfram, við þurfum hvort sem er að borga allt sem tapast, svo það er þá betri kostur að við fáum þá einnig hagnaðinn.
Fram kom í Kastljós í vikunni, þegar veiðigjaldið var þar til umræðu að eigið fé útgerðarinnar væri MEIRA en ríkissjóðs. Og svo hafa þeir ekki efni á að borga eigendum auðlindarinnar leigu ? Útgerðin gæti þessvegna komist undan því að greiða nokkuð, með því t.d. að hækka laun fiskvinnslufólks all verulega, því allur kostnaður kemur til frádráttar áður en veiðigjald yrði greitt. Og gefið helling til góðgerðarmála, styrkt námsmenn, barnafólk, fólk sem misst hefur heimili sín... listinn er langur.
VE á að vera nógu greindur til að vita að það er ekki ætlunin að rústa sjávarútvegnum. Þetta er heimskulegur hræðsluáróður sem ég vona að sem fæstir trúi eða falli fyrir.
![]() |
Raunhæft að selja hluti ríkisins í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)