Selja þá eða gefa ?

Voru þeir nokkurntímann greiddir þegar þeir voru einkavæddir ? Mig minnir ekki. Svo af hverju er hann að láta sér detta í hug að það verði greitt fyrir þá núna ? Tekin lán sem ekki verða greidd til kaupana ?

Einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið...er ekki komið nóg af því ? Best að ríkið eigi þá áfram, við þurfum hvort sem er að borga allt sem tapast, svo það er þá betri kostur að við fáum þá einnig hagnaðinn.

Fram kom í Kastljós í vikunni, þegar veiðigjaldið var þar til umræðu að eigið fé útgerðarinnar væri MEIRA en ríkissjóðs. Og svo hafa þeir ekki efni á að borga eigendum auðlindarinnar leigu ? Útgerðin gæti þessvegna komist undan því að greiða nokkuð, með því t.d. að hækka laun fiskvinnslufólks all verulega, því allur kostnaður kemur til frádráttar áður en veiðigjald yrði greitt.  Og gefið helling til góðgerðarmála, styrkt námsmenn, barnafólk, fólk sem misst hefur heimili sín... listinn er langur. 

VE á að vera nógu greindur til að vita að það er ekki ætlunin að rústa sjávarútvegnum. Þetta er heimskulegur hræðsluáróður sem ég vona að sem fæstir trúi eða falli fyrir. 


mbl.is Raunhæft að selja hluti ríkisins í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

SMÁAUGLÝSINGAR: íslenskur banki til sölu. Nýlega endurnýjaður. Lítillega útlits- og ímyndargallaður. Traustar rekstrarforsendur (opinn tékki frá ríkissjóði fyrir öllu hugsanlegu tapi). Selst hæstbjóðanda.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2012 kl. 15:03

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta með bankana hjá tortímingar-tvíeykinu og bestu vinunum Vilhjálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörnssyni er nú í stíl við það sem er að gerast hjá Vinstri stjórninni á Íslandi og í Noregi.

Nýjasta spurningin þarna í Noregi er: Skal norske banker underlegges Brussel? Sem þýðir: verða norskir bankar yfirteknir af Brussel?

Þetta er bara faraldur hjá AGS og ESB-yfirteyminu og ESB-sinnuðum Vinstri "velferðar-ríkisstjórnum" Íslands og Noregs.

Svo er önnur nýleg grein þarna í norskum samtökum: Jo fattere, jo bedre. De lavaste inntektene er for höye for krisepolitikken til EU og IMF,  sem þýðir: þeim mun fátækari, þeim mun betra. Lægstu tekjurnar eru of háar fyrir kreppupólitíkina hjá ESB og AGS.

Hvenær skyldu augu almennings opnast fyrir því hvað eru alvarlegir hlutir að gerast bæði á Íslandi og víðar? Það er reynt að rugla umræðuna með sjávarútvegsfrumvörpum, stjórnarskrár-skoðanakönnun og einhverju álíka, sem ekki er stærsta málið, heldur sú þræla-pólitík sem er í uppsiglingu í Evrópu.

Það er verið að beina athygli fólks frá því hvað er raunverulega í gangi. Blekkingarnar hafa bara aukist hjá ríkisstjórninni, LÍÚ og banka/lífeyrissjóðs-afbrotafólkinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband