26.3.2012 | 10:19
Allir nema einn
Skemmtu sér vel og nutu sýningarinnar. Sá eini var algjörlega í spreng og lá lífið á við að komast á wc á undan öðrum í lok sýningar, enda eflaust búinn að hlæja sig máttlausan. Í fátinu gleymdi hann að klappa, skiljanlega, enda á allra síðasta séns svo ekki færi illa og pínleg uppákoma myndi skapast...:)
Held það sé meira en óhætt að treysta viðbrögðum fjöldans og láta ekki einn mann á hraðferð stoppa sig í að sjá leikrit Jóns Gnarr.
Klappaði ekki og gekk út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hversu merkilegt getur verkið verið þegar aðalatriðið og eina fréttin er hver fór fyrstur út?
sigkja (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 17:08
Veit ekki hvað skal halda sigkja ?
Virkar á mig eins og það sé verið að reyna að ,,kæfa" verk Jóns Gnarr í fæðingu...svona víst hann er nú í pólitík ? Verið að reyna að fæla okkur frá að fara á sýninguna ?
En þó einn hafi verið á hraðferð og ekki náð að klappa á meðan ALLIR hinir skemmtu sér vel, þá tel ég það vera sú gagnrýni / meðmæli sem fólk ætti að taka mark á. Og gerir vonandi.
Og sá sem ekki klappaði gat allt eins einnig verið verið að missa af síðasta strætó að auki við að vera í spreng eftir að hafa hlegið of mikið á sýningunni...aldrei að vita og það er auðvelt að skilja hversu pínlegt það hefði verið að hafa ekki náð áður á wc, áts að þurfa að labba þannig heim...LOL
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 17:27
Sumir fá borgað fyrir að vera neikvæðir og leiðinlegir. Þetta er kanski einhver svoleiðis...
Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 21:16
Hver veit Óskar ? En ég vil nú frekar gefa mér að hann hafi bara verið á hraðferð í spreng að missa af síðasta Strætó kvöldins... ;) Má ekki láta einn mann skemma sýningu á meðan ALLIR aðrir í salnum skemmtu sér kongulega og gáfu sér til að klappa að henni lokinni, eins og siðir okkar hafa kennt okkur að maður geri.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.