Óþarfi að eiga til að eyða

Hversu eftirsóknarvert er að fá hagvöxt sem án efa verður að mestu fenginn með dýrum lánum og mikið af þeim verðtryggðum að auki ? Minnir að ca. 50% hagnaður bankanna sé kominn frá verðtryggðum lánum. Og verðbólgan er á hraðri uppleið, búið að spá því að hún aukist...beint í verðtryggðu lánin okkar. Á sama tíma býður einn bankanna ný húsnæðislán með 4,10% vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði. Svona eins og þeir haldi að fólk sé bjánar að taka sénsinn á því að vextir hækki ekki....eins og að spila í rússneskri rúllettu þar sem bankinn heldur einn á vopninu...sneddý tilboð.

Man að eftir hrunið 2008 var talað um það að bankarnir urðu stífari með yfirdráttarlán og það var líka talað um að heimildir fólks voru lækkaðar. Líka á kreditkortum. Mig langar að vita hvort þeir séu orðnir rosa ,,góðir" á ný, svo fólk hafi einhvern pening til að eyða og séu komnir á full svíng á ný með yfirdráttalán á gósenvöxtum og auknar heimildir á kredit. Eitthvað þarf að gera, fólk er jú búið að taka út tugi milljarða úr viðbótarlífeyri sínum og allt tómt þar.


mbl.is Hækkar hagvaxtarspá sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálft efnahagssýstemið er vitlaust hugsað frá grunni. Þetta er kópía að "ameríska draumnum" sýstem og er oðið eins og trúarbrögð frekar enn byggt á skynsemi. Að eiga þak yfir höfuðið er enn lúxus í þessu ískalda landi og óþarfa fátækt er orðin staðreynd. Þessi "hagvöxtur" þýðir ekki neitt fyrir megnið af fólkinu. Það þarf að stokka allt kerfið upp og nota hugmyndaflugið til að leita nýrra lausna í stað þeirra gömlu sem enda alltaf á því að fólk situr uppi með nákvæmlega sama vandamálið.

Óskar Arnórsson, 30.3.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins fram kemur hjá Hagstofunni er hagvöxturinn á Íslandi keyrður áfram á kosnaðrhækkunum með verðbólgu sem afleiðingu.  Það má stækka efnahagsreikninginn á þennan hátt en er svipuð aðferðafræði og að pissa í skóinn sinn.

Magnús Sigurðsson, 30.3.2012 kl. 11:15

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, Óskar, það er vonandi að lausnir finnist. En við gleymum stundum að eitt sinn voru ráðamenn almenningur og verða aftur þegar þeir hætta í störfum sínum. Það þurfa nefnilega allir að taka sig á með að fara vel með verðmæti. Ráðamenn ráða ekki einir við það.

Væri gott að hlusta á Einstein, snillan minn ;)

,,Ímundaunrafl er mikilvægara en þekking.

Þekking er takmörkuð

en ímyndunaraflið spannar alheiminn"

Held að skortur á ímyndunarafli sé oft vandamál. Það er ekki nóg að vera með 5 mastersgráður, það bara dugir ekki til, skorti þetta.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 14:38

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Magnús.

Eða eins og ef maður þarf að létta sig aðeins vegna þess að erfitt er að hneppa að sér, að leysa það með því að fá sér stærra númer...þegar lausnin er að spara kaloríur. Það bara er svo leiðinlegt og seinlegt og við viljum gjarnan skyndilausnir og reddingar fyrir horn.Nennum ekki að taka á vandanum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband