Ég táraðist

Í hjarta mínu að lesa þessa frétt, svo leið er ég yfir því að við erum með 63 Alþingismenn á launum til þess að ÞJÓNA okkur öllum, hvort sem við kusum þau eða ekki og hvað sem okkur kann að finnast um þau.

Að vera með þessi endalausu læti og stæla, hefndir og skot út og suður. Hvernig á að ná upp trausti og virðingu á Alþingi okkar, þegar fréttir í þessum stíl eru nánast daglegt brauð ? Sé ekki hvernig það á að vera hægt og það verður að ríkja traust á Alþingi og virðing. Bruðlandi með fjármuni okkar allra. Takandi af okkur það að fá að kjósa; að fá nýja Stjórnarskrá. Eins og hver annar þjófnaður. Nú þarf að hafa aðra og sér kosningu um þau mál sem til stóð að kjósa um samhliða Forsetakosningum. Til þess að hafa þetta nógu dýrt. Vissulega er það atvinnuskapandi sé það markmið þeirra á tímum niðurskurðar.

Læt þetta nægja að sinni svo ég skrifi nú ekki eitthvað meira sem ég sé mikið eftir á meðan ég er svona leið og reið um leið ;( ;( ;(


mbl.is Ekki kosið samhliða forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá mynd um grátbroslega, þjófótta og ófyrirleitna bvaína í Austurlöndum. Sú mynd var endurgerð á íslensku og sýnd á RU. og heitir: 63 andlit óskammfeilninnar. Engin dýr voru meiddust við töku myndarinnar. Staðgenglar léku öll hlutverk. Þessi mynd þykir taka frumgerðinni fram að öllu leiti.

Ps: Einstein var það heillin....

Almenningur (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 12:09

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Aldrei heyrt um þessa mynd Almenningur. Virkar áhugaverð..er langt síðan hún var sýnd ? Væri upplagt fyrir mig að hlæja vel núna svo ég hætti að gráta ;(;(

Já, Einstein vissi hvað hann söng, jafnvel þó hann hafi gert kellu sína gráðhærða, eða var það ekki annars hann ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband