30.3.2012 | 15:34
Hópurinn stækkar
Sem hefur líst yfir framboði. Eftir er að sjá hvort öllum takist að skila inn lágmarksmeðmælendum á tilsettum tíma.Hér er linkur á Vík Lögmannsstofu sem hún á hlut í og starfar hjá ; smá upplýsingar um Herdísi fyrir áhugasama, þar til www.herdis.is opnar ( stofnuð á isnic.is í gær, sé ég) :
http://viklaw.is/?c=webpage&id=110&lid=76&option=links
Það á enginn embætti sín og engum er holt að sitja of lengi í sama sæti, engum. Hámark 8 ár vona ég að einhverntímann verði lögfest á Íslandi. Gangi henni vel sem og öðrum áhugasömum um að ná kjöri í vor.
Herdís fer í forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer vel á því að lögfræðingur sem á hlut í lögfræðistofu, sem neyðist til að bjóða húsnæðið ofan af óreiðufólki sem neytar að borga af alltof stóru húsnæði sínu, bjóði sig fram til forseta Íslands. Hún hefur þá puttann á púlsinum og þekkir auk þess vel regluverk ESB. Svo er hún mjög frambærileg kona.
Transgender (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 16:24
Þekki hana ekki neitt né hvað stofan hennar gerir Transgender. Mestu skiptir fyrir mig að við fáum vonandi að hafa val um það hver verður á Bessastöðum eftir 30.júní.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 16:33
Sæl.
Er Herdís ekki að svara kalli Sf um frambjóðanda?
Væri ekki meira vit í að fá einhvern aðila í framboð sem er ekki úr háskólasamfélaginu eða aðila sem hefur ekki verið á framfæri hins opinbera stærstan hluta síns lífs.
Þó Ólafi hafi oft verið mislagðar hendur gerði hann þó rétt í að hlusta á þjóðina vegna Icesave og bjargaði það okkur frá þjóðargjaldþroti þó stjórnarliðar muni aldrei skilja það. Við erum fjórða skuldugasta þjóð heims án þess að vera með Icesave á bakinu. Fyrir að bjarga okkur frá Icesave dellunni mun ég styðja Ólaf.
Hvers vegna að fá óskrifað blað í þetta embætti sem gengur sennilega erinda stjórnflokkanna?
Helgi (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 17:06
Sammála 2 kjörtímabil - en fyrir þá sem vilja fella ÓRG þá verða menn að sameinast um einn frambjóðanda - annars dreifast atkævðin og ÓRG fær mjög goðan stuðning.
Óðinn Þórisson, 30.3.2012 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.