Fríar ættleiðingar

Þetta mál er skelfilegt að lesa um og ekki veit ég afhverju konunni datt í hug að ræna barninu og svo skjóta móður þess. Kannski átti hún ekki nægt fé til að borga ættleiðingu eða var orðin úrkula vonar með að fá barn vegna langra biðlista eða krafna sem hún stóðst ekki ? Það kemur ekki fram svo þá þarf að giska á mögulegar ástæður. Eða var hún kannski of þung ? Sum lönd gera kröfur um hámarksþyngd. Amk mæðra.  Veit ekki hvort það sé svoleiðis hér og ef svo, hvort sömu kröfur séu settar á karlmenn.

Það kostar á milli 5000 og 40.000 dollara að ættleiða barn í USA og án efa himinháar fjárhæðir að fara í tæknifrjóvgun. Og sumar konur þurfa að fara margsinnis þar til það tekst.

Það stefnir í eða er kannski komið á þann stað nú þegar, að það að fá hjálp til að eignast barn sé forréttindi fárra með næga peninga. Það þykir mér ekki ganga upp. Þurfa yfirvöld hér og víðar, ekki að endurskoða stefnur sínar í ættleiðingar- og tæknifrjóvgunarmálum þegar kemur að kostnaði ofl því tengdu ? Þarf þetta ekki einfaldlega að vera frí þjónusta rekin af ríkjum heims ? Eða/og af non-profit hjálparsamtökum ? Of mikið er um það að börnum er rænt, konur neyddar til að gefa börn sín ofl. sem er miður fagurt. Og á sama tíma eru of mörg börn sem eru stálpuð eða / og ekki heilbrigð, sem erfiðlega gengur að finna foreldra fyrir. Þau sem mest þurfa á ást og umhyggju að halda. Eins og t.d. börnin í Norður Kóreu sem myndbrot sást frá í vikunni á mbl.is ;(;(;(

Það er ekki mikill akkur í því að borga dýrum dómum tæknifrjóvgun sem tekst og svo væri næsta par eða kona, sem ekki hefði efni á því, tilbúin að gera allt til þess að svo ræna því barni til sín, vegna þess að hvað þetta er dýrt. Sama á við um ættleiðingar. Já, og biðlistar eru alltof langir. Fólk gerir ótrúlegustu hluti í neyð og sennilega eru oft lítil takmörk fyrir því hvers mikla áhættu fólk er tilbúið að taka til að uppfylla  óskir sínar og  drauma.

Það er hagur allra að fólki líði vel og sé hamingjusamt Heart Þessvegna er þetta eitt af mörgu sem þarf að huga vel að.


mbl.is Skaut nýbakaða móður og stal barninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband