Nöfn þessara 5

Sem fóru í námsferðir á vegum RÚV þurfa að koma fram og allt um málið; af hverju var farið, hvað var verið að læra eða skoða , hvað þetta var oft og hvað lengi hver ferð. Fóru makar með, hvað kostaði þetta og hver hafði frumkvæði að þessu ? Stóð öllum starfsmönnum RÚV að fara, þar með talið skúringakonum ????  Var fólkið á fullum launum hjá RÚV á meðan og fékk það að auki dagpeninga og þá frá hverjum, hafi svo verið ??? Eða voru tekin launalaus frí ?

Er ESB með einhverja heimasíðu um svona ferðir þar sem hver sem er getur pantað sér fría náms-og eða skoðunarferð ?  Eða er mestur áhugi á að splæsa á fjölmiðlafólk, til að mýkja það í umfjöllun sinni um ESB ? Heita það ekki annars mútur ? Úbs, hvernig læt ég.. ;o..mútur þekkjast ekki hér á landi og má helst ekki nota það orð.. nema um útlendinga í útlöndum.. ;))

Og auðvitað þurfa svo aðrir fjölmiðlar að svara því sama.


mbl.is RÚV þiggur ekki styrki frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála svona mál þarf að kryfja til mergjar og allt upp á borðið.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 16:25

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Að sjálfsögðu Ásthildur, öðru getur fjölmiðlafólk af öllum varla búist við !!

Við eigum að sjálfsögðu að fá að meta það sjálf, hvort okkur þyki ESB bragur/litur á fréttaflutningi þeirra sem hafa farið í slíkar ferðir eða ekki. Þessvegna verðum við að fá nöfnin, enda hafi þau ekki neitt að fela né skammast sín fyrir, á það ekki að vera neitt mál.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 16:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 16:37

4 Smámynd: Sólbjörg

Meira að segja mbl. fréttir og fyrirsagnir eru undanfarið óþolandi oft skrifaðar með ESB penna. Þessi ESB penni lætur lítið yfir sér en ESB boðsgestir af fjölmiðlum hljóta hann að gjöf áður en haldið er heim. Öll ferðin snýst í raun um þennan gjafapenna.

Eftir að heim er komið er grannt fylgst með litla pennanum af gestgjafanum, það segir sig sjálft ef hann reynist eins og væntingar standa til þá hljóta fleiri ferðir og ókeypis máltíðir vera í vændum. Auðvitað á að upplýsa hverjir af RUV fara í svona ferðir.

Sólbjörg, 24.4.2012 kl. 19:19

5 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Gott hjá þér, Hjördís, að ganga eftir þessu, þú tókst ómakið af öðrum. :)

Jón Valur Jensson (og bendi um leið á nýja vefsíðu hér).

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.4.2012 kl. 20:16

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Nöfnin þurfa að koma fram Sólbjörg svo allir fjolmiðlamenn liggi ekki undir grun um að skrifa fallega um ESB einungis til að þakka fyrir ferðir og vonast eftir fleirum. RÚV á að borga svona ferðir að fullu séu þær algjör nauðsyn.

Og umleið væri gaman að vita hvaða aðriar náms-og skoðunarferðir fréttamenn RÚV eru vanir að fara í og hver hafi þá borgað brúsann ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 20:48

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Samtök um rannsóknir á ESB.

Skil ekki þetta með Jón Val... ;) ??

Annars tók ég eftir þessu í fréttinni , þegar ég kíkti á hana aftur :

,,Ríkisútvarpið hefur ekki tekið við fjármunum frá Evrópusambandinu eða stofnunum þess í þeim tilgangi að kynna starfsemi ESB. "

Í hvaða öðrum tilgangi hefur þá RÚV tekið við styrkjum frá ESB eða stofnunum þess ??? Vel heppnuð lygi með staðreyndum sem flestum eða öllum er að yfirsjást ? Eða klaufalegt orðalag ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 20:58

8 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Ég skrifaði innleggið, Hjördís. Smellið hér fyrir neðan á nafn Samtakanna ...

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.4.2012 kl. 22:00

9 identicon

Skyldi ein af fimm menningunum vera

forsetaframbjóðandi ?

Sólrún (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 23:09

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Jens Valur..ljóskan ég stundum ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 23:23

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sólrún, ég vil ekki giska á nein nöfn. Það er ekki ok að klína mögulegum ósannindum á fólk.

RÚV þarf að birta þessi nöfn og um leið að útskýra betur hvort þeir hafi tekið við einhverju frá ESB.

Annars væri ágætt ef þeir 5 hjá RÚV  sem fóru, segðu bara frá því sjálfir. Sem og annað fjölmiðlafólk. Telji það sig ekki hafa farið og fjallað á annan hátt um ESB eftir ferðir sínar, þá þurfa þau ekki að stressast. Annars hefðu þau ekki átt að fara hvort sem var. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 23:53

12 Smámynd: Sólbjörg

Já, það væri ágætt að þeir fjölmiðlamenn sem þáðu "Kynnisferðir" á vegum ESB segðu frá því sjálfir. Ef ekki sjálfviljugir þá á RUV að opinbera nöfn þeirra. Það er ljóst að gjafaferð, uppihald, "fín" boð er það sem þegið er, en hvort það er fleira vitum við ekki. En ljóst er að engar gjafir eða máltíðir eru ókeypis þegar hagsmunasamtök eiga í hlut. Finnst eins og meirhluti fjölmiðlamanna vinni fyrir ESB, það á líka við hvað þeir kjósa mikið að skrifa ekki á gagnrýnin hátt um atlögu ESB að Íslandi.

Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 07:42

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sennilegast er þetta rétt hjá þér Sólbjörg, enda er þögn fjölmiðla æpandi.

Eina vonin virðist sú að Alþingismenn spyrji nú nánar um málið og komi á framfæri í fjölmiðlum eða FB síðum sínum, frekar en ekki neitt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 08:16

14 identicon

Þú ert sveimér hneykslunargjörn Hjördís ertU

nokkuð í siðanend ESB :)

Sólrún (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:11

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún ég tel að þetta hafi ekkert með hneykslun að gera í sjálfu sér, heldur er það sjálfsögð krafa að almenningur sé upplýstur um hvaða 5 manns fór í náms- eða kynnisferðir til Brussel, hvaða kostnað það bar, hver borgaði og hvað var námsefnið.  Þetta er nefnilega ríkisfjölmiðill og við borgum brúsann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 12:03

16 identicon

Áshildur eg er þér algerlega sammála og einnig bloggærslunni við eigum rétt á að vita um vinnubrögð þess fjölmiðils sem við erum þvinguð til að greiða anotagjöld af án þess að geta valið um það af því RUV er sgt vera eign fólksins í landinu og hafi því þær skyldur að vera hlutlaus .

Eg var bara að skjóta aðeins á hana Hjöddu út af kommentinu sem hún setti á mig.Bara svona létt grín:)

Sólrún (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:40

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 12:51

18 Smámynd: Sólbjörg

Hvaða komment setti Hjördís á þig Sólrún? Var að leita en finn ekki. kv

Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 14:36

19 identicon

Það var nú svosem ekkert merkilegt þetta komment en hljómar einhvernvegin svona:

Sólrún eg vil ekki giska á nein nöfn.Það er ekki ok klám og möguleg ósannindi á fólk.....

Sólrún (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 15:13

20 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kæra Sólrún,

Sagði klína og þetta var ekki skot á þig. Þér er velkomið að kommenta á síðuna mína og hafa hér málefnalegar samræður, ekki stæla, karp eða skot. Þá þarf fólk að tjá sig annarsstaðar en hjá mér. Ég vil ekki að rógur sé settur á fólk á minni síðu,  mannorðið er dýrmætasta eign fólks.

Ég heiti Hjördís.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 19:02

21 identicon

Þakka þér Hjördís.

Auðvitað hefði eg átt að orða athugasemd mína þannig að eg hef hugsað mér að fylgjast með þegar það verður gert heyrinkunnugt hverjir voru þarna frá RUV,

Eg er ekki viss um að þeir sem dást að EU muni telja það neinn rógburð að kenna þá við stofnanir þess.

Enda var þetta ekki hugsað sem neinn rógburður svo það sé alveg á hreinu hér heldur var þetta spekúlasjón um það hvort forsetaframbjoðandi væri tengdur inn í slíka pólitík.

Því það skiptir máli fyrir okkur kjósendur að vita hvað við erum að kjósa.Kemur væntanlega í ljós það getur varla verið neitt leyndarmál.

Afsakaðu að eg skuli hafa kallað þig Hjöddu en mér finnst þú bara vera svo MIKIL DÚLLA :)

Auðvitað veit eg að þú heitir Hjördís

Vona að nú séu allir sáttir:)

Sólrún (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 19:43

22 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Sólrún.

Þeir ættu ekki að skammast sín, en þar sem Þóra, sem ég reikna með að þú hafir haft í huga, hefur haft í nógu að snúast með að verja eitt og annað, vil ég ekki að mitt blogg sé til að bæta þar í á einn eða annan hátt.

Allt í góðu með allt og endilega halda sig við kurteisar samræður hér, það er nóg um þras á öðrum stöðum í samfélaginu eða stælum í samskiptum. Það þarf að lagast svo samfélagið lagist og allir séu góðir hver við annan. Já, ég veit, er oft of mikil draumórakona en það er líka gott að vona það besta, þá endar það á góðan veg og áður en við vitum af, verða Alþingismenn okkar hættir skothríðum sínum og stælum og traust á þá og virðing ryki hraðar upp en bensínverðið, færi frá 10% uppí 100 % !!;))

Persónuleg erindi/samskipti er öllum velkomið að senda mér, hér eftir sem hingað til,  á emailið mitt sem er skráð efst, smellt á höfund.og voila !

Knús,

Hjördís ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband