Hefndir og högg

Fyrir hvað eiga pólitískir andstæðingar að hafa verið að hefna GHH með ? Eða koma höggi á flokkinn ? Annars er ekki gott að blanda saman persónu GHH eins og gert hefur verið að mér hefur þótt, við það hlutverk/starf að stýra þjóðarskútunni á hverjum tíma. Þetta gerist of oft og er ekki gott. Og svo skil ég ekki að ef sakfelling í einu litlu atriði er pólitísk, hvernig getur þá sýkna í 3 mun stærri liðum verið annað en pólitísk líka ??? 

Hvað gerði GHH af sér og flokkurinn sem kallaði á slíkar hefndaraðgerðir ???

Annars er sennilegast best að afnema lögin um Landsdóm og um leið alla ábyrgð ráðamanna ráðamanna okkar í nútíð og framtíð.

Sennilegast hafa þessi lög verið sýndarmennska frá upphafi, til þess að láta almenning halda að það væri refsivert að vinna verk sín ekki vel í þágu þjóðarinnar og gæta að fjármunum og öryggi okkar. Eins og á að vera hægt að treysta á.

Þannig þá réttlætt fín laun , einkabílsjtóra og fleiri fríðindi. Og digur eftirlaun, umfram aðra.

Slík rök halda ekki vatni. Oft verið á þetta bent að ábyrgð sé í raun engin þegar á reyni en nú er það  alveg kristaltært.

Ég óska engum þess að sitja á sakamannabekk eða fá dóm. Engum. Og óska GHH til hamingu með að málinu sé lokið hér heima amk og að líf hans komist sem fyrst á kreik á ný sem og hans nánustu.

Það eru vond örlög allra sem lenda í því að vera ákærðir eða /og sakfelldir og því miður eru margir saklausir menn sem sitja inni um allan heim. Og eins að málsmeðferðartími er of oft alltof langur og svo er kostnaður svo hár að fólk á alltof erfitt með að verja sig. Slíkt gengur ekki upp í réttarríki og þarf að breyta.

Það er óskandi að þetta mál hafi þarfar og góðar breytingar í för með sér. Og færi kærðum, ákærðum og dæmdum mikilvægar réttarbætur í framtíðinni. Sjálfstæðislfokkurinn ætti einmitt að taka þau mál uppá sína arma sem þeir hljóta að gera.  Einnig að laun ráðamanna okkar og eftirlaun verði lækkuð, þar sem engin ábyrgð fylgir störfum þeirra. Og í leiðinni, að lagasmíð framtíðar geri ráð fyrir því að það sé ólöglegt að setja landið á hausinn.

 

 


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Til að einhver heil brú verði til í svona málum hefði átt að segja okkur satt frá árinu 2006 þegar minikrísan kom og láta bæði almenning og bankana vita að ekki væri gott að halda þessa braut, ef það hefði verið gert hefðu mál skipast á annan veg t.d. hefðum við trúlega sloppið við icesave og ýmsa aðra hluti, lygar til almennings kunna aldrei góðri lukku að stýra, okkur var sagt fram á síðasta dag fyrir hrun að allt væri í lagi og það var einfaldlega gegn betri vitund þáverandi forsætisráðherra, og verður því að kallast lygar.

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 25.4.2012 kl. 00:19

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála Brynjólfur. Ég gruna að ráðamönnum okkar hafi þótt þetta svo spennandi og skemmtilegt sjálfum að þeir hafi dáleiðst af mögulegum gróða og bættum eigin hag á ýmsan hátt. Fleiri dyr opnuðust, fleiri boð um veislur ofl. skemmtilegt. Það var verið að reyna að komast að í SÞ. Fleiri áhugasamir um Ísland vegna þess að við áttum að vera svo rík. Það er venjan að bugtað sé og virðing sé fyrir þeim sem aðrir telja ríka. Að Ísland hafi verið orðið eins og lítið þorp í samanburði við það sem það gæti orðið, enda sést það á háhýsum sem hér voru byggð , plönum um jökul yfir miðbæjinn , wall street pælingar í Borgartúni ofl. Svo er einnig sá möguleiki að heimurinn sé svona, að þetta hafi bara sést betur í svo smárri mynd hér á landi, eða /og að þeir stóru útí heimi hafi ekki þolað að við værum að herma eftir þeirra trikkum ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband