24.4.2012 | 21:36
Þeir hirða gróðann
Og tapið verður ríkisvætt. Það er venjan.
Meira bullið, annaðhvort eru menn í einkabuisness eða ekki. Það þýðir ekki að hanga í ríkispilsfaldinum skjálfandi á beinunum og nagandi neglurnar. Sé viðskiptaáætlun góð og sannfærandi, ætti að vera létt að sannfæra banka á frjálsum markaði um að veita lán án ríkisábyrgðar. Fáist það ekki, ætti ríkið að fatta að áhættan er of mikil.
Mér líkar ekki að fara eigi í framkvæmd sem ríkið vill ekki eða telur sig ekki hafa efni á, dulbúið einkastimpli með ríkisábyrgð. Þeir kannski trúa því sjálfir sem ráða ríkisfjármálum að þetta geti gengið upp. En meðalgreindur svartur pöpullinn blekkist sem betur fer ekki svo létt !!!
Hitt er annað að ríkið ætti að standa að svona framkvæmdum og þora að segja nei þegar það er ekki hægt, þó svo það sé stutt í næstu kosningar.
Skattgreiðendur verði ekki blekktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur og Möllerinn geta nottla ekki sagt nei.
Það yrði dauðadómur beggja í pólitík.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 22:01
Held að margir þori ekki að segja nei vegna þess hvað stutt er í kosningar.
Þetta er eins og hvert annað bókhaldssvindl. Að skuldsetja ríkissjóð í nafni einkaaðila !!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 23:26
Hjördís ég er algjörlega sammála þér og Birgir er þetta ekki heimasvæði Steingríms og Möllers eða þannig...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 06:51
Sammála þér með að þeir muni hirða gróðan en ríkið borgi skuldirnar. Er líka að spá í hvað Kristján gerir Möllerinn er einn aðalhvatamaðurinn að þessu brölti svo það er víst að hann segir já. Eina ástæða Kristjáns til að segja nei er ef með því felli hann ríkisstjórnina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 10:34
Er ekki alveg með á nótunum Ásthildur mín..Kristján hvað vill fella ríkisstjórnina ef nei.. ?
Mér líkar ekki að það virkar á mig eins og það eigi að fela skuldir ríkisins í gegnum excel bókhaldsblöff; verið að finna leiðir framhjá aukinni skuldsettningu ríkissjóðs; okkar. En reikningarnir þegar þeir falla...búmm beint á herðar og axlir þjóðarinnar sem þegar eru bognar og margar brotnar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:54
Er ekki alveg viss með það Ingibjörg ? En ég giska á að þetta sé kjördæmi amk KM.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 22:55
Ég á við að ef þetta stjórnarfrumvarp verður fellt, liggur þá ekki við að stjórnin segi af sér. Myndi það ekki vera dropinn sem fyllir mælinn. Það er nú þegar í bígerð vantraust á þessa ríkisstjórn, og Hreyfingin hefur lýst yfir að hún muni styðja slíkt ef til kemur. Þessi fyrirvari um "ef þau gera ekkert í vissum málum" er bull. Ríkisstjórnin sendi þeim puttann milli jóla og nýjárs og hefur sýnt að hún hefur engan áhuga á skuldavanda heimilanna, búin að klúðra stjórnarskrármálinu eins og flestu sem hún hefur komið nálægt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.