Plús verðbætur

Er það eðlilegt eftir 7 ár þegar fólk skilar ,,vöru" sem það vill ekki eiga ? Kemur það fram í samning þegar fólk kaupir lóðir, að hægt sé að skila og fá verðbætta endurgreiðlsu eftir 7 ár ?? Og hvað með kvaðirnar um að hefja byggingu innan tveggja ára ? Sem ekki var staðið við. Hefur það engar afleiðingar ; eru það einungis vinsamleg tilmæli sem enga þýðingu hefur ? Til hvers eru þá slíkar kvaðir settar ?

Fjárkröfur fyrnast á 4 árum. Hér er ekki um hefðbundna fjárkröfu að ræða né ,,gallaða vöru". 

Og hver er þá heildaruppæðin sem þarf að endurgreiða ? Eru verðbætur hærri en t.d. bankavextir hefðu verið í 7 ár ?  Nú er það þannig að þegar fólk á inni fé hjá opinberum aðilum, þá er það ekki endurgeitt með vöxtum eða verðbótum.  Þó svo oftekið hafi verið og sannarlega réttmætt að fá endurgreiðslu með vöxtum eða / og verðbótum.

Mér þykir þetta ekki vera rétt. Fólk ætti að prísa sig sælt að fá að skila og fá endurgreitt eftir svo mörg ár, sem sennilegast er nú ekki mörg fordæmi fyrir. 


mbl.is Reynir að skila 10 milljóna lóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband