Kjarkleysi

Að þora ekki að kjósa nýjan Forseta í lýðræðissamfélagi. Að hafa sama forsetann í 20 ár er ekki neitt annað en ótti, þó svo hann hafi staðið sig vel. Og hvað svo þegar hann er 73 ára og vill vera áfram og ef einnig þá verða óvissutímar, eins og ávallt má segja að sé ???  Mér var t.d. bent á að strætóbílstjóri má ekki vinna fulla vinnu eftir 70 ára afmæli sitt, heldur aðeins 50% í nokkur ár sem ég man ekki hvað eru mörg. En það er ok að vera Forseti eftir 70 !!! Af hverju erum við sátt við að þeir sem sinna svo miklum ábyrgðarstörfum á margföldum launum strætóbílstjóra og skrifar undir lagasamþykktir í landinu, fái að vinna eins lengi og þeim sýnist ? Af hverju nýtum við okkur ekki þá staðreynd að við búum ekki í einræðisríki og kjósum breytingu ?

Af hverju eru Íslendingar svo kjarklausir og hræddir ? Af hverju ætti Ólafur Ragnar ekki að geta talað máli okkar áfram á nýjum vettvangi ? Clinton hefur t.d. magvísleg mikilvæg verkefni og Ólafur Ragnar ætti að fara létt með að feta álíka fóstspor og gert gagn áfram fyrir Ísland.

Ég hef þegar kosið og ég ákvað að kjósa nýjan Forseta til marks um nýja og breytta framtíð eftir ósköpin 2008 og ég vona að fleiri geri það sömuleiðis. Hátt hefur verið öskrað á breytingar og nýtt fólk í sem flestar opinberar stöður. Sýnum kjark og þor og kjósum nýjan Forseta á morgun. Það er hreinlega neyðarlegt að vera í sömu stöðu og þau lönd sem ekki fá að kjósa í lýðræðiskosningu eins og við erum svo lánsöm með að mega. Landið sekkur ekki í sæ með nýjum Forseta, það er slatti af fólki sem vinnur á Forsetaskrifstofunni og víðar sem hjálpa nýjum Forseta að sinna starfi sínu. Höfum það í huga. Hættum að vera gungur sem eru yfirbugaðar af þrælsótta!!

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyrirgefðu Hjördís Það hefur nákvæmlega ekkert með þrælsótta að gera stuðningurinn við Hr Ólaf

Almenningur velur Hr Ólaf einfaldlega vegna þess að það treystir honum og hefur kjark til þess að fylgja því eftir.

Það að kjósa einhvern hefur nákvæmlega ekkert með kjark eða áræði að gera

Vonandi hefur þú bara kosið einhvern annan vegna þess að þú treystir viðkomandi

sæmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 07:25

2 Smámynd: Sólbjörg

Að falla fyrir ímyndurnaráróðri og innihaldslausum orðaklisjum eins og einkennir framboð þóru eru einmitt merki um að vera yfirbuguð af þrælsótta hugans. Gunguskapurinn felst í að þora ekki að fara fram á skýra stefnu frambjóðanda en láta sér lynda hannaða skrautmyndasýningu. Hjördís stattu með sjálfri þér og skoðaðu reisn og frjálsan huga Herdísar og Andreu ef þú vilt ekki kjósa Ólaf.

Sólbjörg, 29.6.2012 kl. 07:54

3 identicon

"þó svo hann hafi staðið sig vel"

Afhverju reka fólk sem stendur sig vel?

Er það ekki rolluhugsunarháttur íslandinga sem byggir á að grasið sé alltaf betra hinum megin við girðinguna

Grímur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 07:59

4 identicon

Alveg sammála Hjördís. Það er fáránlegt að hafa sama forsetann í 20 ár. 8-12 ár ættu að vera mörkin - sama þótt hann hafi staðið sig vel. Það er einfaldlega hollara fyrir land og þjóð.

Það að ÓRG þurfi að verja sig og sín störf fyrir hrun er augljóslega ábending um að hann eigi ekki einusinni að vera í framboði - þótt hann sé saklaus um allt saman.

Í útlöndum segja menn af sér fyrir stolna tyggjópakka. Á íslandi eru dæmdir þjófar á þingi og forseti í framboði eftir að hafa beðið talsverða álitshnekki fyrir starf sitt á undanförnum kjörtímabilum.

Forsetaembættið er ekki fyrir eldflaugasérfræðing. Þóra getur eflaust sinnt starfinu vel - sem og allir aðrir í framboði. Enn fremur á forsetaembættið ekki að vera valdastaða, frekar ímyndarstaða. Ef fólk hefur áhuga á að hafa yfir sér einvald sem ræður, þá bendi ég fólki t.d. á Marokkó.

Minni fólk á skýrslu RNA, sér í lagi kafla úr 8. bindi: http://forsetinn.is .

Tómas (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 09:46

5 Smámynd: Sólbjörg

Meinglegur miskilningur Tóma að halda því fram að forsetaembættið sé valdastaða, valdið felst í að forsetinn handsalar valdið til þjóðarinnar. Er það ekki einmitt það sem allir vilja? Hlýtur að teljast "hollt fyrir land og þjóð".

Ólafur Ragnar er eini forsetinn sem hefur veitt þjóðinni sitt lögboðna vald, það hyggst hann gera í sinni forsetatíð þegar þess er þörf eða krafist. Engin forseti hefur verið eins hliðhollur lýðræðinu í framkvæmd og Ólafur.

Við ÖLL sem viljum virkt lýðræði og réttlæti hljótum að kjósa Ólaf Ragnar sem forseta.

Sólbjörg, 29.6.2012 kl. 11:04

6 identicon

Ólafur Ragnar er eini forsetinn sem hefur veitt þjóðinni sitt lögboðna vald, það hyggst hann gera í sinni forsetatíð þegar þess er þörf eða krafist. Engin forseti hefur verið eins hliðhollur lýðræðinu í framkvæmd og Ólafur. -Sólbjörg

Sólbjörg: Hvað gefur þér til kynna að hinir frambjóðendurnir muni ekki leggja lög í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þjóðin biður um það? Ólafur hefur sjálfur viðurkennt að ástæðan fyrir því að hann hefur synjað lögum sé vegna "gríðarlegs þrýstings" (hans eigin orð).

Hann er kannski sá forseti sem er búinn að virkja þetta neitunarákvæði, en það segir okkur ekki að hann sé eini maðurinn sem geti nýtt það.

Ertu með þessu að segja að hann eigi að vera 16 ár í viðbót kannski? Eða ertu sérstaklega að reyna að fá hann til að hann geti haft sín áhrif á tvennt: ESB og fiskveiðistjórnunarkerfið. Því ÓRG hefur engu meira vald yfir þessum efnum en aðrir frambjóðendur. Þeir geta allir vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Reyndar tel ég líklegt að þau verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu bæði tvö af Alþingi.

Enn fremur: Hvers vegna gerir þú því skóna að þeir sem vilja ekki ÓRG vili óvirkt eða óréttlátt lýðræði? Þetta er bara rugl hjá þér og móðgun við þá sem hafa aðra skoðun en þú.

Tómas (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 11:14

7 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sólbjörg: Einmitt! Varðmennskuhlutverk forsetans er eitt mikilvægasta hlutverk hans. Það hafa aðrir frambjóðendur ekki lagt sérstaka áherslu á, nema þá helst Andrea og e.t.v. Hannes eftir að hann var kominn af stað og virtist að ég held gera sér grein fyrir mikilvægi þess eða að minnsta kosti að leggja áherslu á það.

Sumir kjósendur virðast því miður ekki hafa gert sér nægilega grein fyrir þessu atriði. Þetta snýst um að forsetinn sé til "þrautavara" til að tryggja að þjóðin fái tækifæri í þjóðaratkvæðagreiðslu til að tjá sig um umdeild lög sem meirihluti þings hefur samþykkt að því er virðist gegn vilja mikils hluta þjóðarinnar, þ.e. þegar myndast hefur "gjá milli þings og þjóðar".

Kristinn Snævar Jónsson, 29.6.2012 kl. 12:30

8 Smámynd: Sólbjörg

Takk Kristinn, ég var ekki viðlátin til að svara. Það sem ég á við Tómas er að vel trúnlegt er að einhverr hinn frambjóðendanna mun vísa til þjóðarinnar umdeildum málum. En þóra sem kemst næst Ólafi í fylgi hefur sagt að hún leggji alla áherslu á að vera í sátt við vilja alþingis og muni virða ákvarðanir alþingis. Hvað þetta þýðir skilja nær allir. Undanteking segir Þóra gæti verið: "Við mjög sérstakar kringumstæður" en ég segi á móti eins og meirihluti þjóðarinnar; Vá, hvað þessi orð hennar Þóru þýða ekki neitt og eru ótraustvekjandi.

Staðreyndin er að kosningarnar í dag snúast um hvort Ólafur vinnur eða Þóra, það er eina ástæða þess að ég fókusera ekki núna á hina frambjóðendur varðandi málskotsrétt forseta um vald hans að vísa til þjóðarinnar mikilvægum málum. Efast ekki aðrir forsetaframbjóðendur myndu vegna brautryðjenda hlutverks Ólafs fylgja hans leið þjóðinni til heilla. Vona að þau sem ekki eiga möguleika á embættinu núna hafi kynnt sig svo vel að þau bjóði sig aftur fram.

Sólbjörg, 30.6.2012 kl. 10:15

9 identicon

Þakka þér Sólbjörg fyrir skýrt svar.

Já, það má vel vera að Þóra (sem er, eins og þú segir, eini annar frambjóðandinn sem á séns) muni fylgja Alþingi eftir nánast í hvívetna. En ég gæti alveg trúað því að við gífurlegan þrýsting, þá muni hún nýta málskotsréttinn.

Annars er Alþingi þjóðkjörið, og það sem Alþingi gerir ætti að vera þjóðinni til heilla, oftast nær. Svo það er ekkert því til fyrirstöðu að forseti fylgi Alþingi - nema í umdeildustu málunum, t.d. ESB eða kvótakerfinu, ef það ætti að gera rótttækar breytingar þar. Ég treysti Þóru alveg til þess. Ég verð bara að muna að skrifa undir á lista til hennar þegar þess gerist nauðsyn.

Sammála síðasta punktinum. Vona sannarlega að þau bjóði sig mörg hver aftur fram. En enn fremur vona ég að við breytum kosningakerfinu í forgangsraðað kerfi, t.d. instant run-off. Amk. losna við þennan einfalda meirihluta. En það er alveg önnur ella.

Tómas (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband