Okur, okur , okur !

Er hægt að segja eitthvað annað ? T.d. verðið á dúknum, 6.200.- kommón !!! Hvað ætli einn svona blessaður dúkur kosti í innkaupum ???? Það væri óskandi að fjölmiðlafólk kanni og segi okkur frá.

Spurning hvort það sé hægt , ef einhver klár og duglegur kann og hefur tíma, að panta inn slíka dúka og selja í stykkjatali og sérinnpakkaða.  Þá getur fólk komið við , t.d. í  Bónus eða Iceland nú eða / og í apótekum og keypt slíkan dúk á kannski 300 til 400 eða max 999 og haft með sér til tannlæknis. 

Og svo skil ég ekki af hverju heilbriðgðisyfirvöld eru ekki með tannlækna í vinnu á heilsugæslustöðvum á sama verði og heimilislækna. Það myndi slá á okur tannlækna á einkastofum.

Og annað, það er ólíðandi að faðirinn hafi fengið svo óskýr og loðin svör um endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum. Er það byggt á slump- og geðþóttaútreikningum hverju sinni ????? 

Alveg rétt og sammála að munnholið og tennurnar eiga að vera hluti af líkamanum og um leið að tannlæknar séu þá vakandi fyrir því á móti, þeas að þeir átti sig á að oft er vandi í tönnum bein afleiðing af því að eitthvað er að í líkamanum, eins og t.d. ef fólk er með bakflæði sem tannlæknar græða helling á í mörgum tilfellum. Magasýra er eitur fyrir tennur, að mér hefur skylist amk. Og um það þegja sumir tannlæknar, enda þeirra hagur því miður. 


mbl.is Níu ára fékk 99.000 króna reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hjördís..

Þetta er frábær pistill hjá þér, vil bara óska þér til hamingju með að vera svona málefnaleg og frambærilega á ritvellinum.

Það er frábær hugmynd að mæta bara með græjurnar á tannlæknastofun og spara sér aurinn þannig, þá er öruggt að ekki er verið að okra á manni, þetta ætti að taka upp á fleiri stöðum, mæta bara með sílikonpúðana til lýtalæknisins, eða vetrardekkin á dekkjaverstæðið, þannig gætum við öll sparað, eða hæstaréttardómana í hæstarétt og þannig verið örugg um að hæstaréttardómarar séu ekki að hafa of há laun, nú eða okra á okkur. Gera hlutina bara alveg sjálf, það er málið.

Hvað varðar tannlæknana þá held ég að það væri best að kaupa bara í bónus tannlæknastól og græjur og mæta með til tannlæknis, þannig ætti reikningurinn að vera bærilegur fyrir okkur, og ég er sannfærður um að ef við setjum síðan bölvaða tannlæknana á heilsugæsluna á sama taxta og heimilislæknana þá er þetta nánast ókeypis fyrir okkur, þvi hvað fara skattarnir okkar í eiginlega.

Ég er tannlæknir og langar að svara þér, því ég hef fengið svo mikið nóg af fólki eins og þér með litla greind og illa máli farið,, tek það fram að ég skrifa hér sem persóna ekki fyrir hönd annarra tannlækna sem eru mun kurteisara fólk en ég er. Nú fæ ég sjálfsagt holskeflu skammaryrða hér inni, en mér er sama, ég verð bara að fá að koma þessu frá mér.

Hugsaðu nú áður en þú talar.

Daði (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 18:36

2 identicon

 Daði,

 Jæja, kostar þá plastdúkurinn 6000 krónur? og kostar vinnan þín 20 000 krónur á klst?

kv,

annar tannlæknir.

Jonsi (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 18:41

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sæll Daði,

Ég er bæði mjög ve máli farin og vel gefin. Mér þykja skrif þín einkennileg og ókurteis, auk þess að vera afar ómálefnaleg með útúrsnúning. nær væri ef þú upplýstir hverswvegna einn plastdúkur sem er minni en snýtuklútur, kostar meira en 6.000.ö krónur og hversvegna það ætti að vera verri kostur að starfa sem tannlæknir á heilsugæslu en heimilislæknir.

Að auki hef ég enga hugmynd um hvort þú sért tannlæknir eða ekki, þegar þú skrifar undir nafnleysi.

Svo þykir mér óviðeigandi og barnalegt að þú byrjir innlegg þitt á hrósi en endir svo með mega dónalegu dissi á mig sem þú þekkir ekki neitt svo ég viti til. 

Þú ert velkominn á bloggið mitt, ef þú ert kurteis og sýnir mér kurteisi og virðingu. Það er dýrt að fara til tannlækna, og þessi frétt sem ég blogga um, þykir mér sýna svívirðilegt okur þess tannlæknis sem þar á hlut að máli. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 19:16

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sæll Jonsi ( sem líka ert tannlæknir) ;))

Ertu til í að segja frá hvað einn blessaður plastdúkur kostar, svo maður sjái hvort álagningin er yfir eða undir 1000% ???  Og hvað eðilegt hefði verið að þessi ferð til tannæknis sem um er rætt, hefði átt að kosta m.v. heilbrigða og sanngjarna álagningu ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 19:19

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Sæl Hjördís

Þú mátt hafa þínar skoðanir á tannlæknum og þeirra störfum, og auðvitað þeirra gjaldtöku.  Mér er slétt sama.

En það er ekki gúmmídúkurinn (dental dam) sem þéu ert að greiða fyrir í sjálfu sér. Þú ert að greiða fyrir þá kunnáttu og færni sem tannlæknirinn verður að afla sértil að geta nýtt sér yfirburða kosti þes að nota gúmmídúk. Þægindi og öryggi sjúklings er margfalt meira með notkun gúmmídúks, auk þess sem sum læknisverk er ekki hægt að vinna nema með því að nota gúmmídúk. Til að nota gúmmídúk þarf auk þess, sérstakan gatara, sérstakan ramma til að halda dúknum, sérstaka klemmu til að halda dúknum á sínum stað, sérstaka klemmutöng til að koma klemmunni á réttan stað, sérstakt efni til að halda dúknum þéttum. Allan tímann situr þú í tannlæknastól, umvafin dýrum tólum og tækjum í húsnæði sem er langt í frá ókeypis.

Þú ættir ekki að reyna að setja sjálf á þig eða nokkurn annan svona gúmmídúk. Þú veldur einungis skaða.

Vonandi skýrir þetta aðeins hvað um er að ræða. Hvort gjaldliðurinn "gúmmídúkur " á að hljóða uppá 6000 krónur eða eitthvað annað veit ég ekki. Vinn í Noregi þar sem svona umræða ber ekki fyrir augu mér. En nú ert þú færari að segja til um hvað er "heilbrigð og sanngjörn" álagning - vona ég.

Sigurjón Benediktsson , tannlæknir

Sigurjón Benediktsson, 12.9.2012 kl. 19:42

6 identicon

Sæl aftur.

Afsakið að það er nafnleynd, ég vissi það ekki þar sem ég legg það ekki í vana minn að svara svona en ég er Daði Hrafnkelsson 1102773429.

Ég tók það fram að ég get verið ókurteis, en það finnst mér þú vera líka með blogginu þínu. Fyrst þú ert svona áhugasöm um plastdúka, sem er reyndar latex dúkur þá get ég upplýst að hann kostar eflaust minna en 6000 í innkaupum enda borgaru ekki bara fyrir það, þú upplýsir netheiminn allan um hvað þekking þín á samfélaginu og málefninu er takmörkuð. Hvernig heldur þú að samfélag sé samsett, Þú tjáir þig um námslán og menntun annarsstaðar í blogginu þínu og mikilvægi góðarar menntunar, á það ekki við um tannlæknanám og sérþekkinguna sem þarf til að stunda tannlækningar Röntgenmynd ein og sér kostar ekki mikið, en kunnáttan við að lesa úr henni kostar eitthvað, Skæri og hárgreiða kostar ekki mikið í innkaupum, enda borgum við aðallega fyrir hæfnina og þekkinguna sem felst í því að læra til hárskera, eða hvað það nú heitir, eða að gera við bílinn þinn, ,heldur þú að skrúflyklarnir séu svona dýrir, eða lagasafnið, Þessi grein sem þú bloggar um er afar illa skrifuð, það eru engin 9 ára börn með endajaxla uppkomna, það er ekki rætt við tannlækninn um þetta, 9 ára börn fá ekki reikninginn, heldur forráðamennirnir þó svo reikningurinn sé gefinn út á nafni barnsins svo hægt sé að greiða smámnarlega summu til baka úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins, hvort tannlækningar eiga að vera partur af hinu opinbera eða áfram í einkarekstri er samfélagslegt umræðuefni, þær koma til með að kosta það sama, verður bara tekið í formi hærri skatta, eins og allt annað,

go heir sam eru vel máli farnir segja ekki "mega dónalegt diss",

Daði (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:53

7 identicon

Ég er feginn að Daði málfarslögga gangi ekki um með handjárn, það er nógu slæmt að maraþonmaðurinn sé að kasta grjóti úr glerhúsi. Skrif hans Daða eru ekki það stílhrein að hann hafi efni á að gera lítið úr orðum Hjördísar.

Í stað þess að gagnrýna málfar Hjördísar og greind hennar, sem er eitthvað sem þú virðist ekki hafa efni á að gera, afhverju svarar þú ekki efnislega vangaveltum hennar um fokdýran plastdúk? Einnig vil benda þér á, þar sem þú virðist vera mikill áhugamaður um íslenskt málfar, að rifja upp málfræðina og þá sérstaklega greinarmerkjareglur.

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:53

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Bestu þakkir Sigurjón fyrir að útskýra þetta,

En af hverju telur þú að Sjúkratryggingar telji rúmar 900 eiga að nægja fyrir dúknum ? Þegar hann rukkar rúmar 6000 ?

Er nú ekki að mæla með að setja dúkinn sjálfur í sig, heldur ef það væri hægt að kaupa þetta útí búð eða apóteki, væri það upplagt til að spara sér stórar fjárhæðir, sé það svo að álagningin á efninu sé svona há.

Kannski hefði verið betra ef sundurliðun á umræddum reikningi, hefði verið betri ? Þar sem þá fram kæmi allir þeir liðir sem þú nefnir, svo maður sæji þá verðið á efni v.s. vinnu ?

Kannski væri gott mál að það væri þá sér á hverjum reikning, gjald fyrir afnot af stól og tækjum ? Hafa reikningan ,,gegnsærri" sem er svo mikið tískuorð hér heima að undanförnu ;))

Telur þú að það sé eitthvert svigrúm til að lækka þjónustu tannlækna ??? 

Og hvernig er þetta í Noregi...er þjónusta tannlækna niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta ? 

Annars hef ég verið mjög ánægð með þá tannlækna sem ég hef farið til, svo það sé á hreinu að ég er engan veginn á móti tannlæknum eða störfum þeirra ! Svo ég vona að þú takir ekki innleggi mínu á þann veg, þó mér þyki þessi reikningur vera okur. . Gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra, enda fer ég ávallt á 12 mánaða fresti frá því ég var barn og svo á 6 mán. fresti að líta á tannhold og pússa allt og sjæna. En það kostar og er ekki ódýrt þykir mér.  

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 20:01

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Guð blessi þig kæri Daði ;))

Hef engan áhuga á tuði eða þrasi. Fáðu þér einn bjór eða út að labba eða eitthvað ef þú þarft að fá útrás. Skammaðu blaðamann Moggans fyrir að hafa kallað þetta plastdúk !!

Mér þykir þessi reikningur vera okur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 20:04

10 identicon

Ég biðst afsökunar á afar slakri frammistöðu í greinamerkjunum, væri sannarlega til í að bæta mig þar,

Hjördís, það er samfélagslega vinsælt að líka illa við tannlækna, vegna þess að þar greiðir þú allan reikninginn sjálf, og horfa framhjá þvi að tannlæknar sinna afar mikilvægu og góðu starfi, svör mín eru svona einfaldlega vegna þess að ég hef fengið nóg af því að vera litinn hornauga fyrir starfið mitt,

bestu kveðjur Daði tönn,,,

dadihrafnkelsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:19

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Jæja, batnandi fólki er best að lifa ;)) Takk fyrir að vera kurteis í þetta sinn ;O

Alveg sammála um mikilvægi starfa tannlækna. En það á einnig við um alla aðra sem sinna sínum störfum, ekki satt ? Veit ekki um nein störf sem hægt væri að leggja niður eða vera án hvað þjónustu, þekkingu, menntun eða reynslu snertir. Veist þú um eitthvað ? Meina þá innan l0glegra marka, svo það sé enginn misskilnur.

Þekki engan og aldrei heyrt einhver sem lítur tannlækna hornauga. Hitt er annað, hvort ekki sé svigrúm hjá tannlæknum að lækka verðskrár sínar og þar með laun sín, í stað þess að ríkið; við öll, greiðum niður launin að meiri hluta en þegar er gert ? 

Mér þykir leitt ef þú ert litinn hornauga af einhverjum. Og vona um leið að þú sért með eðlilega og sanngjarna álagningu á því efni sem þú selur, sem og launum þínum. Gangi þér vel í starfi áfram og vertu stoltur og með góða samvisku með útgáfu reikninga fyrir þjónustu þína ;P

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.9.2012 kl. 20:26

12 identicon

Hjördís:

Ég tek hálfpartinn undir hvað Daði fjallar um. En til að gera þig enn forvitnari, þá mæli ég með að þú skoðir tekjublað frjálsar verslunnar og athugir laun og kjör tannlækna.

Til hvers að fara í 6 til 12 ára nám til að vera með minni laun en rafvirki, pípulagningarmaður eða sjómaður ? Það eru 20 ár síðan að tannlæknar voru hástétt. Þetta eru mjög erfið og löng námsár og mikil vinna sem fer í þau, vinnutími tannlækna er sennilega lengri en hjá meðal iðnaðarmanni og svona mætti lengi telja áfram...

Ofan á þetta allt saman, hvað myndir þú halda að þú þyrftir að borga smið fyrir svipaða vinnu í svipað langan tíma ? örugglega 100 þúsund kall! Ég fór með bílinn minn í viðgerð og skipt var um varahlut sem kostaði 15 þúsund en vinnan var 70! Fyrir 2 tíma vinnu á verkstæði!

Bíddu, en hvað með aðgerð framkvæmd af sérfræðingi? Tannlæknir er í hreinsuðum slopp, er með einnota grímu, einnota hanska, allskonar verkfæri, aðstoðarmanneskju, einnota deyfiefni, einnota nál, verkfæri til að deyfa, verkfæri til að hreinsa út skemmdir og svo hreinsunarefni. Eftir þetta er svo fyllt í margar tennur með fyllingarefnum, svo er fyllingin pússuð til (með verkfærum) og löguð til (önnur verkfæri). Það þarf að koma öllu draslinu á staðinn með flutningabíl (og bílstjóra?) bæði fram og til baka. Það þarf að sótthreinsa og dauðhreinsa þann búnað sem ekki er einnota. Einnota búnaður er tekinn og sótt og dauðhreinsaður og svo brenndur ($?)............Svo þarf auðvitað að leigja aðstöðu, fá svæfingarlæknir og svæfingarhjúkku. Það þarf svæfingarlyf og það þarf sjúkrahússlopp undir krakkann og án gríns, svona mætti lengi telja! Ef maður rýnir almennilega í þetta, með smá gagnrýnni hugsun þá erum við með þetta nokkurn veginn svona...

En auðvitað er eitt í þessu, að ríkið hefur engan áhuga að reka tannlæknastofu, hvers vegna?

Robert (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 22:11

13 identicon

Held að málið með blessaðan dúkinn sé það að fólk vill frekar sjá efniskostnað og svo vinnu- og aðstöðukostnað á reikningnum en ekki að það sé verið að leggja óhóflega (okra) á efni/einnota hlutum til að hækka tekjur sérfræðingsins.

Inga (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband