Er það nema von !

Þegar flestir þurfa að vinna með námi vegna þess hvað lán eru lítil og verðtryggð að auki !!!

Og að auki, þá er endalaust verið að breyta reglum og námsmenn þurfa yfirdráttarlán hverja önn sem kostar sitt, sem svo er breytt í námslán. Og svo eru námslán greidd út fyrir heila önn í einu. Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að hafa þetta einfaldara kerfi og að greitt sé út 1. hvers mánaðar ? Svíar eru t.d. með mjög einfalt og þægilegt lánakerfi og á aðeins 2% óverðtryggðum vöxtum, síðast þegar ég vissi amk. Að auki veita þeir styrki hverjum sem óskar eftir og þann hluta þarf aldrei að borga til baka. Einnig reiknast lán ekki sem tekjur, þannig að eitt og annað sem er tekjumiðað, eins og t.d. leikskólagjöld og húsaleiga, kemur sér vel fyrir námsmenn á námsláunum, vegna þess að þá eru þeir með núll í tekjur og því frítt á leikskóla og hærri húsaleigubætur. 

Vilji íslenskir ráðamenn að Íslendingar séu fljótari að ljúka námi, þarf að laga þetta kerfi. Framfaraskref er þó það að ekki er lengur farið fram á ábyrgðarmenn, sem er eitt það ósanngjarnasta sem maður hefur heyrt um. Án efa hefur það í stoppað marga í að komast í nám í gegnum tíðina. Það þarf að sjálfsögðu lika að afnema allar eldri ábyrgðir og það verður vonandi gert hið allra fyrsta. 

 


mbl.is Íslendingar lengur að ljúka námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjárhagslega verður þetta erfiðara á komandi árum enda er þjóðartekjur ekki að aukst, skuldir ríkisins að aukast.

Væntanlega þarf að gera meiri kröfur og er það algjör sóun á mannauði að troða fleirrum í laganám (kennt í 4 háskólum eða svokölluðum háskólum) og nærri þúsund manns á ári í alls kyns viðskiptamenntun á efnahagslegu molbúaeyjunni Íslandi.

Gunnr (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband