16.10.2012 | 23:34
Veðja á
Að þessi frétt verður númer 1 yfir mest lesið á mbl.is áður en við vitum af
Og svo er svo skrítið að í gegnum tíðina, eins og ég man það, að ef það hafa verið fallegar og heilbrigðar ástarsenur í myndum í tv, þá hafa þær oftar en ekki verið bannaðar, eins og hvert annað feimnismál og huss, huss.
Held það sé ekki rétt að banna ungu fólki að horfa á það sem flest okkar myndu kalla heilbrigða og fallega ást. Mætti amk endurskoða það. Og svo hef ég lengi vorkennt söngvurum að þurfa að vera hálfnaktir til að ná athygli áhorfenda.
Klámiðnaðurinn niðurlægir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ofbeldi, dráp, pyntingar og misþyrmingar hafa löngum verið aðalsmerki Bandarískra kvikmynda, en sjáist typpi eða píka, fer allt á hvolf.....
Við erum einkennilega bæld hvað nekt varðar...
hilmar jónsson, 16.10.2012 kl. 23:47
Akkúrat Hilmar.
Eða kannski bara bæld þegar kemur að ást ? Það veldur oft feimni og er skortur á í heiminum...það eina sem ekki er hægt að kaupa.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.10.2012 kl. 23:59
Mér finnst fyndið að hún nefni félagsfræði í greinni þegar hún er rökstyðja áhrifin. Í öllum þeim örgrynni af klám rannsóknum sem ég hef verið látinn lesa í misgóðum kynjafræðiáföngum og félagsfræðiáföngum við HÍ hef ég aldrei séð meira en kannski 0,5% fylgni milli kláms og einhvers sem ég get talið neikvætt t.d. kynferðisofbeldi, aðrir glæpir etc etc. Klám hefur STUNDUM áhrif á SUMT fólk, undir SUMUM kringstæðum...ekki mjög marktækt í raun. Það eru rotin epli allstaðar sem ekki sjá muninn á leiknum hlut og alvörunni en það er ekki hægt að alhæfa það yfir meirihluta karlmanna. Gætir örugglega fundið sterkari tengsl milli afbrota og neyslu mountain dew (til að segja eitt dæmi út í bláinn).
Elvar (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 00:42
Alltaf talað um allstðar hvað þetta sé niðurlægandi fyrir konur sem leika í svona myndum. Held nú að karlarnir komi ekkert betur út þarna, ef maður pælir í því. Oft sést ekkert í andlitin á þeim, þeir eru bara ,,typpi" og ekkert meira sést af þeim.
Snorri (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 01:29
http://www.youtube.com/watch?v=oBx4lgieMAs
http://www.youtube.com/watch?v=G7YoXJ4eXr8
Klámmyndastjörnur skína ekki.
Karl (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 05:58
Þessi Una hjá mogganum er bara í einhverri áróðurs helför. Hún skrifar bara um nauðganir og klám og þá helst í þeim tilgangi að skapa múgæsíng og hneyksl.
Getur maður ekki einu sinni gert kröfu til moggans um að vera ekki að stunda heila þvott að hætti Michael Moors?
Páll (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 07:48
Plís Karl ...ertu að pósta klámlinkum á bloggið mitt ? ;(
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 08:23
Evt er það svo að blaðamenn skrifa oft um það sem þeir hafa mestan áhuga á, og það tel ég eðlilegt í rauninni, við erum jú fólk en ekki vélmenni...helför ? Hef ekki veitt því næga athygli hver skrifar fréttir, svo ég get ekki alveg haft skoðun á því.
En það er eitt sem mig langar að nefna Páll, þar sem þú orðar það : ,, þessi Una"...hef enga trú á að þú meinir þetta neikvætt, en á mig virkar það mjög neikvætt og niðurlækkandi að segja þannig um fólk; að bæta ,, þessi" fyrir framan nafn þess. Að mínu mati nægir að segja bara nafnið, gjarna fullt nafn með titli, þegar það er hægt og við á.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 08:27
Ég mæli með því að fólk kíki á linkana frá Karli hér að ofan, þetta eru ekki klámlinkar heldur fræðslu- eða heimildarmyndbönd um "glamúr" klámiðnaðarins.
Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.10.2012 kl. 09:27
Lastu greinina Hjördís? Hún er nefnilega alls ekki að tala um að banna ástarsenur í kvikmyndum!
Ég myndi ekki segja að það sé verið að tala þarna um "heilbrigðar og fallegar ástarsenur í kvikmyndum" eins og þú nefnir hérna að ofan. Hún er að tala um ákveðna tegund af klámi sem er aðgengileg hverjum sem er á netinu. Það er ekki verið að tala um ástarsenur sem hluta af söguþræði í mynd, heldur hvað fólk verður fyrir því að finna (í gríðarlega miklu magni!) ef það ætlar að finna eitthvað kynferðislega örvandi efni á netinu.
Þú horfir kannski mest á kvikmyndir í sjónvarpi eða bíó, en hafðu það í huga að nú er nú þegar vaxin upp kynslóð sem elst upp við að ná í nánast ALLT efni á netinu. Og notar það til að svala forvitni sinni um allt milli hims og jarðar, og þá auðvitað líka kynlíf. Greinin snýst um það hvernig þetta "kynlíf" birtist unglingum á netinu. Ég get alveg sagt þér að þar eru "heilbrigðar og fallegar ástarsenur" í algjörum minnihluta. Og það er það sem er svo sjokkerandi.
Það er himinn og haf á milli þess sem klám var áður fyrr og það sem það er í dag. Þetta er hröð þróun í átt að ofbeldi og niðurlægingu sem stór partur af kynferðislegri örvun. Mér finnst mjög eðlilegt að stíga niður fæti þar og spyrja sig hvað er eiginlega að gerast, og hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið.
Þetta gerir auðvitað ekki alla að kynferðisafbrotamönnum (sem betur fer!), en þetta stangast hart á við annan boðskap um jafnrétti og virðingu við konur, í daglegu lífi og í kynlífi.
Það er algjör óþarfi að líta á þetta svona svart og hvítt og segja að það sé verið að banna allt sem vísar í kynlíf.
Þórunn (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:45
Ég er að tala um það kæra Þórunn að ég eigi erfitt með að skilja hversvegna myndir sem sýna fallega ást og þessvegna smá nakið hold, eru bannaðar ungu fólki í tv. Svo hvar eiga þau þá að skoða það sem þau vilja ? Þá er það netið með sýnu grófa klámi i bland við annað klám, en varla mikið um ástarsenur sem oft geta verið svo góðar í vel gerðum bíómyndum í tv, að maður næstum skynjar tilfinningar í gegnum sjónvarpsskjáinn. Það eru ,,fyrirmyndir", ef svo má að orði komast, sem ungt fólk ætti að horfa á, því ekki hleypa foreldrar börnum sínum inn til sín, sem betur fer !! ;))Þau eru forvitin, eðlilega og hafa áhuga á að þreifa sig áfram, svo ef það sem er í boði er svona slæmt, þá þarf að fjölga efni sem er fallegt. Og það getur t.d. RÚV gert og ætti að gera og sleppa þá bann merkinu ;)))
Svo annaðhvort ert þú að misskilja mitt blogg, eða ég þitt komment ? ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 10:38
OK, þar erum við sammála. Ég skildi bara bloggið þitt sem beint komment við greinina á mbl og fannst svolítið skrítið að þú kvartaðir yfir banni á nekt þegar verið var að tala um hardcore klám... Ég hélt þú værir að leggja það að jöfnu, afsakið misskilninginn. En ég skil núna hvað þú átt við þegar þú útskýrir þetta hérna betur varðandi fyrirmyndir.
Ég er nefnilega alveg sammála þér að það er oft óþarfa tepruskapur með heilbrigða nekt og kynlíf. T.d. í mörgum löndum þar sem fólki krossbregður við að sjá brjóst (meira að segja við brjóstagjöf!), en hefur svo aftur á móti greiðan aðgang að öllum soranum ef það sækist eftir því. Ég get vara ímyndað mér allar þá brengluðu hugmyndir sem unglingur í Bandaríkjunum fær um kynlíf ef honum er bannað að sjá kynlífsatriði í bíómynd en fer á netið til að skoða það. Það er ekkert óeðlilegt við kynlíf, en hinsvegar snargalið að blanda ofbeldi og niðurlægingu inn í það!
Þórunn (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 11:38
Ég skora á fólk sem er að missa sig yfir prédikunum Gail Dines að kynna sér hvað er að baki málflutningi hennar. Ég er með nokkur ágæt dæmi á síðunni minni.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 11:49
Akkúrat Þórunn og það er meira að segja ekki full sátt um það hér á landi, hvort konur eigi að mega fara berbrjósta í sund eða í Nauthólsvíkina og mörgum þykir ópassandi að konur gefi barn brjóst á almannafæri og ég er í þeim hópi, því mér þykir það vera svo heilög stund móður og barns og skil því ekki þörfina á að allir sjái, en það er annað mál.
Og svo kynjamunurinn sem ég á erfitt með líka...karlmenn voru einu sinni í sundbolum og hafa fengið að vera athugasemdalaust toppless í sundi í áratugi. Karlmenn mega sitja úti í sólinni á Kaffi París, berir að ofan.
Vildi stundum óska þess að ég hefði það hugrekki að framkvæma gjörning á sólardegi og sitja þar ber að ofan, til að testa viðbrögðin. Yrði sennilegast leidd í burtu í járnum og sektuð og fengi ævilangt bann að endurtaka slíkt...eða ekki, en það væri gaman að prófa, eða ef einhver huguð kona þorir að framkvæma slíkan gjörning. Man eitt sinn að ég var á sportbar að horfa á einhvern leik...og þar sat maður ber að ofan í hóð með vinum sínum, allir aðeins í skál..og þetta pirraði mig smá, svo ég ákvað að spyrja þjóninn um þetta og fékk þá skýringu að það væri verið að steggja þann bera og í framhaldi hvað hann segði við því ef ég vippaði mér úr að ofan...þá sagði hann bara með bros á vör: ,, í meira en fínu lagi mín vegna, alveg sjálfsagt ". Átti nú ekki von á þessu svari, átti bara von á hneysklandi nei-i. Verst að ég var ekki að fá mér bjór...hefði kannski látið slag standa !! Nei, hefði ekki þorað...veit það vel og þó þeir hefðu verið nokkrir...og séð eftir því.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.