Á fólk að keyra og henda ?

Og nota orkuna sem sparast í rafmagn, til að auka hagnað olíufélaga í staðinn og menga um leið, jafnmikið eða jafnvel meira ?

Ég á erfitt með að sjá þetta raunhæft í framkvæmd, ef það á að þurfa að keyra á þær fáu endurvinnslustöðvar sem eru hér, með hverja einustu blessaða sprungnu sparperu. RÁNDÝRAR og það væri gott að vita hversvegna í ósköpunum það er ?? Er það eitthvert samkomulag við framleiðendur, þar sem þeir munu selja færri perur, svo þeir haldi sömu innkomu ??  Ráðamenn þurfa að finna lausn á því, eða hunsa bannið með einhverjum hætti. Þetta gengur ekki upp svona.

Þó svo þær eigi að duga lengur, þá duga þær ekki endalaust og ekki má henda þeim með heimilssorpi og það er ekki þannig að fólk hafi séns á að henda þeim í göngufjarlægð frá heimilum sínum. Jafnvel þó svo væri...það er fólk sem er ekki tilbúið til að labba nokkur skref með ruslið á sinn stað og margir sem ekki geta það.

Og hvernig á fólk að hreinsa upp ef þær brotna, víst ekki má ryksuga né sópa ??? Er eiginlega hissa á að það hafi verið samþykkt að framleiða og selja svo baneitraða og hættulega vöru, ætlaða til heimilisnota !!! Svona þegar ég hugsa það aðeins núna.

En það kemur einnig fram að það sé bannað að selja og dreifa glóperum....en má þá semsagt framleiða þær áfram ??? Ef svo, hvaða lönd fá þá að kaupa áfram...svona svo maður geti þá smellt sér þangað í fríum og komið heim með fullt af venjulegum ljósaperum Heart Eða yrði maður þá járnaður og sektaður á Leifsstöð og hent í tukthúsið með kertaljósi eða bara kannski olíulukt.. ?? Wink


mbl.is Hvorki má nota kúst né ryksugu á kvikasilfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarlegt að taka það sérstaklega fram að ekki megi nota kúst eða ryksugu á brotna sparperu, en nefna það ekki einu orði hvað eigi að nota í staðin!

En auðvitað höfum við þetta með perurnar eins og einnota umbúðir. Við söfnum þeim saman og kippum þeim svo með við hentugleika þegar við eigum erindi framhjá söfnunarstöðvunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 10:44

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, það er magnað Axel að segja ekki þá með hverju í ósköpunum eigi að hreinsa uppúr gólfi brotna sparperu ! Þeir sem framleiða þetta, koma kannski með einhverja undramoppu og rándýra til að hreinsa þetta...hver veit ?

Ég t.d. fer nánast aldrei á söfnunarstöðvar svo fyrir mig yrði það stórmál. Bý þannig , ásamt þúsundum annarra ef ekki tugum þúsunda, að allt er látið dömpa niður rennu og þar undir er gámur, svo ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 11:14

3 identicon

Það er nú samt frekar erfitt og áhættusamt að safna saman ónýtum sparperum sem brotna auðveldlega.... Ekki mydi ég vilja lenda í að ljósaperuhrúgan mín brotnaði og kvikasilfur út um allt!

Ég skil ekki þetta bull. Auk þess þá er ekki mikill sparnaður í þessum sparperum í ljósum sem fólk er að kveikja og slökkva oft, eins og á stigagöngum.

Hjördís, mig langaði svo til að benda á (án þess að vera með leiðindi) að maður segir "fyrst að" en ekki víst...sbr. "víst ekki má ryksuga né sópa". ÞAð er rétt að skrifa "fyrst að ekki má ryksuga eða sópa" :)

Margrét (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband