Ekki gott mál ;(

Minni samkeppni; hærra verð. Og þarna kemur án efa skýringin á því why WOW hætti að fljúga á Köpen, á meðan þetta hefur verið í bígerð ? Og um leið og þeir hættu, rauk verðið upp í allar hæðir og hefur haldist þar.

En hvernig er þetta fjármagnað ? Spyrja fjölmiðar ekki um það,er það óþarfi ? Er svona lítið mál að yfirtaka heilt flugfélag og gæti hver sem er gert það bara sí sona ? Það var ekki spurt fyrir hrun. Á það að halda áfram og koma okkur í það næsta ? Á huss, huss stemmningin að halda áfram, eða er bara ok að spyrja um fjármögnun ef útlendingar eiga í hlut eða konur ?????

En víst þetta er svona, þá vona ég að WOW lúkkið verði látið ráða með sínum litum ;)) Það er ein best heppnaða markaðssetning sem ég man eftir hér á landi í langan tíma. Flugfreyjurnar eru svaka gangandi auglýsing á flugvöllum í þessum sérstöku litum, að það eru sennilegast fáir sem ekki sjá þær og líta við. Og fleira, eins og t.d. merkispjöldin á töskur farþegar, stór hringlaga í sömu litum, skrifstofan líka...frábær hugmyndasmiður þar á ferð, mætti alveg tala um þann einstakling eða hóp, hvort sem á í hlut. 


mbl.is WOW air yfirtekur Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má nú kannski geta þess að hvorki Iceland Express né Wow Air eru flugfélög, heldur einungis farmiðasölur. Hvorugt fyrirtækið hefur flugrekstrarleyfi né flugvélar í sínum rekstri eða flugmenn á launum. Hvernig þeir hinsvegar geta haft flugfreyjur í vinnu hins vegar hlýtur maður að spyrja sig að, með tilliti til þess. Heldur eru erlend flugfélög að fljúga fyrir þá, Avion Express fyrir Wow Air og CSA Holidays fyrir Iceland Express.

Virðist sem svo að þetta hafi verið búið að liggja lengi í loftinu, og já því miður ef samkeppnir minnkar hækkar alltaf eðlilega verðið.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 17:09

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Gunnar ;)) Vissi það svosem en í hugum fólks almennt gæti ég trúað að litið sé á þá sem flugfélög, og því aukaatriði í þessu bloggi mínu að mínu mati.

Þetta með flugfreyjur, út frá réttu nafni á rekstraformi, þá hef ég ekki pælt í því...ef það má ekki, getur verið að farið sé í kringum það með því að á pappírum kalla þær öryggisverði ? 

Las á netinu í fljótheitum, að þeir telji verðin muni lækka við þetta....vona að satt verði en mun ekki trúa nema það verði að staðreynd sem skiptir máli og eigi við um fleiri en witt sæti per flug. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband