Tafir með einbeittum ásetningi ???

Ég er farin að hallast að því, að fjármálastofnanir, með aðstoð dómstóla, því miður, séu að tefja þessi mál með einbeittum ásetningi. Hvað annað skýrir þetta endalausa bull ?Ef svo, hver er þá ástæðan ? Engir peningar og ótti við annað hrun og verið að kaupa tíma með þessum endalausu dómsmálum ? 

Og svo þetta með fullnaðarkvittun, sem svo oft er hamrað á...hvað er það eiginlega, og er það eitthvað sem vitað er að fáir eiga, og þessvegna farið fram á ? Eru rafrænar greiðslur ekki fullgildar og ígildi fullnaðarkvittana ? Þó maður sé með pappír og greiði reikning hjá gjaldkera, þá fær maður ekki lengur stimpil greitt, muni ég það rétt, heldur aðeins : ,, AFGREITT ". Svo er það þá ekki fullnaðarkvittun ?


mbl.is Á ekki við um Lýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Greinilega einbeittur brotavilji, og með aðstoð ríkisins, af hverju er ekki tekið á þessu föstum tökum og bankarnir skikkaðir til að standa sína plikt gagnvart skuldurum sínum.  Þetta er nánast að verða óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 18:34

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála þér..og það þarf að finna út hvað veldur þessu bulli og why er kóað svo endalaust með fjármálastofnunum, líka inní hlutlausa dómstóla okkar...einhverjir bitlingar til manna á móti ? Svona í hálfkæringi...að sjálfsögðu ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 20:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er allavega eitthvað, hvað sem það er, vinavæðing, greiði gegn greiða og svo framvegis.  Leiðir valdsins eru órannsakanlegir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 20:53

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt..en veistu hvað þeir meina nákvæmlega með fullnaðarkvittun ? Virkar eitthvað trikki á mig í hvert sinn sem þetta fylgir sögu, eins og það sé verið að reyna að klekkja á fólki sem er ekki með allt sitt bókhald straujað í möppum og skipulagt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 21:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei reyndar veit ég það ekki, en það er örugglega eins og þú segir eitthvert trix sem ekki er hægt að komast framhjá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:01

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skil oft ekki fjölmiðlafólk, það þorir sjálft kannski ekki að spyrja, og notar hugtök sem það skilur ekki sjálft og birtir eins og allir eigi að skilja og vita...slæmt og þarf að breytast. Man aldrei eftir að hafa lesið um það í frétt tengt þessum endalausu dómsmálum um það sama, að þetta sé útskýrt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að af því að það er í raun og veru enginn vernd fyrir fjölmiðlamenn, ef þeir segja það sem ekki má segja er þeim einfaldlega bolað burtu, manstu ekki eftir Kristni Hrafnssyni og hans góða þáttar.  Og það eru margir fleiri.  Það þarf að vera verndað að það sé ekki hægt að reka fréttamenn fyrir að fylgja eftir fréttum sem ekki eru þóknanleg eigendum.  Það er eiginlega grundvallaratriði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 23:28

8 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Hæ stelpur, þetta er sorglegt hvernig jakkafatalið virðir ekki hæstarréttardáma, lögmenn virðast vera almennt hræddir

við þessi gengi, hætta erá að þeir missi spón úr aski sínum, t.d. dánarbú, þrotabú og ímisa ráðgjöf, ég tala ekki um allt bullið í

kringum hælisleitendur, eina sem ég sé í stöðunni að Alþingi skipi löggiltamatsmenn sem fara yfir mál hvers og eins, og taki tilit til tjóns

sem fjármálafyrirtæki hafa valdið viðskipavinum sínum, þessi mál hafa dregist í um 3.ár og skipta önnur þrjú ár engu máli þar sem margir eru orðnir mjög íllastaddir núna.

Bernharð Hjaltalín, 24.10.2012 kl. 09:01

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Því miður rétt Ásthildur og það sem ég hef furðað mig á með fjölmiðlafólk, er hversvegna samstarfélagar standa ekki saman í slíkum málum sem ein sterk kletta heild og labbi út af vinnustöðum sínum í setuverkfall, þegar kollegar eru reknir ??? Það væri hægt að gera án lagabreytinga, og þó svo lögum væri breytt, væri samt fundin leið framhjá því og mönnum hent úr starfi þegar þeir snerta kauna einhvers sem ekki má. Og svo eru það ekki bara eigendur sem pirrast, heldur það sem er enn verra að mínu mati, amk jafnslæmt, en það er það sem ég hef kallað auglýsendavaldið, það er gríðarlega öflugt, þó ekki sé mikið um það talað.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 11:10

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Telur þú að Alþingi ætti að geta, m.v. lögin, að skipa slíka matsmenn Bernharð ?

Og já, takk fyrir innlitið ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 11:12

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst stundum eins og ég lifi í sýndarveruleika, þar sem ekkert er í raun og veru áþreyfanlegt, við erum mötuð á því sem stóri bróðir vill að við höldum.  Stundum hreinlega fallast mér hendur yfir þeirri tilhugsun að það sé endalaust verið að leika sér að hugunargangi fólks.  Þetta er reyndar ekki svo fjarlægt, því það er sagt að til dæmis á Facebook og öðrum slíkum miðlum sé búið að skilgreina okkur nákvæmlega og hvað við erum að pæla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 11:15

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, það er stundum þannig og ég veit samt ekki með Facebook, er ekki þar.

En..langar að grípa tækifærið Ásthildur mín ( er ekki með emailið þitt..) og kanna hvort þú viljir hjálpa til við að upplýsa um órettlæti sem ung kona hefur orðið fyrir ? Lára Kristín heitir hún. Og ef þú ert til, hvort þú viljir þá einnig biðja aðra um það sama ? Ég vona að fjölmiðlar fjalli almennilega um þetta. Og þá einnig hversu oft fólk sem leggst inná LSH, fær slíka meðferð sem þeir hafa vðukennt að hafi verið röng, og þá hvort þeir greiði skaðabætur þegjandi og hljóðalaust. 

Vil taka það fram að ég þekki þessa ungu hugrökku konu ekki neitt, hef bara séð smá um þetta á dv.is og á hennar síðu. Mér blöskrar framkoman við hana svo gjörsamlega !! Island á 21. öldinni...sorglegt að þetta er sannleikur. 

Hér er blogg mitt um það og ég vona að fólk lesi það, en því fleiri sem birta sögu hennar, því betra vona ég fyrir hennar mál og það hvernig LSH fór með hana. Og ekki var húsnæði eða tækjaskorti um að kenna.

http://hvilhjalms.blog.is/blog/hvilhjalms/entry/1264518/#comments

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:06

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var búin að sjá þetta Hjördís mín.  Skal gera það sem ég get.  Svona mál ganga svo nærri mér að ég reyni að forðast að lesa um þau.  En þín vegna skal ég ræða um þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 13:18

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Bestu þakkir ;)) Ef þú ert með email sem þú gefur upp, máttu gjarnan maila mér...mitt er á síðunni minni. Þykir betra ef hægt er, ef það er eitthvað út fyrir efni blogga ,eins og ég gerði núna.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:43

15 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

p.s. gleymdi að nefna að ég veit nú að hún fær gjafsókn, svo ef þú skrifar eitthvað, þá tel ég að hún vilji ekki að minnst sé á fjársöfnun ef málinu verður áfrýjað.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.10.2012 kl. 13:48

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey ég ætla að fara í þetta seinna í dag Hjördís mín, er búin að senda þér emailið mitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2012 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband