Vog til LSH !

Verði af byggingu fyrirhugaðs ferlíkis við Hringbrautina, rétt vona ég að Vogur fái þar aðstöðu.

Alkahólimsi er sjúkdómur og þessvegna hef ég aldrei skilið af hverju þetta þarf að vera rekið sér og með einkaframlögum og fjáröflunum,  aldrei. Það ætti að vera nægt pláss og mun betra á allan hátt að hafa alla sjúklinga undir sama þaki, í stað þess að aðskilja aðeins þá sem eru með sjúkdóminn alkohólisma eða/og eiturlýfjafíkn. Það á ekki að vera meiri lúxus að fá læknahjálp með þennan sjúkdóm, eða hjartasjúkdóm, gigt, krabbamein eða annað sem mannfólkið hrjáir,frá vöggu til grafar.

Langtímaúrræði að afvötnun lokinni er svo allt annað mál og þá mætti allt eins nýta byggingu Vogs til þess, í meiri kyrrð og ró. Svona lítur þetta amk út í mínum huga. Gangi þeim alt í haginn og það er þakkarvert að þeir sem vinna þarna, nenni að standa í stöðugu stappi með fjármuni, áratugum saman. Nú er þetta orðið fínt og LSH á að sjá um þetta, að sjálfsögðu og fá til þess sama fjármagn og aðrir sjúkdómar fá og sleppa að þurfa að standa í fjáröflunum. 


mbl.is 200 bíða eftir að komast í afeitrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sem óvirkur fíkill, finnst mér núverandi fyrirkomulag vera gott. En það er auðvitað bara mín skoðun.

En ég á auðvitað við staðsetning Vogs. Ég veit satt best að segja ekki hvort að reksturinn myndi eitthvað batna ef Vogur færi undir tilsjón Landspítalans. Biðlistar þar eru engu skárri, og þjónustan fer versnandi með ári hverju vegna niðurskurðar.

Ég get í alvörunni ekki ímyndað mér að fara í afvötnun inni á spítala. Alkóhólistar og fíklar flestir, vilja alls ekki horfa á sig sem sjúklinga og neita oft út frá þeim skilgreiningum (sem og öðrum) að leita sér hjálpar.

Hinsvegar er það allt annar handleggur, að þeir í ríkisstjórn mættu alveg reyna að sjá af meiri peningum í þetta verkefni á ári hverju.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.10.2012 kl. 20:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætla rétt að vona að þeir geymi þetta bákn sem lengst, fari heldur í að tækjavæða sjúkrahús landsins og búa betur í haginn fyrir heilbrigðisstéttir landsins svo við missum ekki allt fólkið okkar til Noregs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 20:47

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið og viðhorf þitt út frá reynslu þinni Ingibjörg Axelma,

Veit ekki heldur hvort reskturinn myndi batna, en þykir óréttlátt að Vogur þurfi að vera að standa í fjáröflun, það þurfa ekki aðrar deildir innan LSH að standa í endalaust. Nema helst sem ég man, barnadeild Hringsins, en það er kannski mest frábærar konur með kökubasara ofl sem gera það. Mér þykir að það þurfi að standa með því að þetta sé sjúkdómur,hvað fjárveitingu ofl varðar.

Vissi ekki að alkóhólistar og fíklar neituðu að horfa á sig sem sjúklinga og veit ekki alveg hvað ég á að segja við því. Hef skilið það þannig að fólk sem er á Vogi, sé látið vera á náttfötum og náttsloppum, til að það átti sig betur á að þau glíma við sjúkdóm. Þeir sem eru veikir af geðsjúkdómum, eru laggðir inná deilda á LSH, þó margir eflasut neiti að þeir séu veikir. 

Hvað sem öðru líður, þá þykir mér að ríkið eigi að setja Vog undir salveg sama hatt og aðra deildir á LSH og að þeir hætti að standa í fjáröflun, þeas að þeim sé gert það kleift á sama hátt og öðrum innan LSH, að láta það alveg eiga sig. Held að viðhorf almennings myndi jafnvel breytast til jákvæðari vegar, ef þetta væri sameinað, væri þá sýninlegra að þetta er sjúkdómur. Eftirmeðferð og staðsetning á henni er annað mál og mætti meira en gjarnan vera í ró og næði, þar sem fólk með reynslu af slíku starfi, veit að virkar best.  Mér þykir bara að það eigi að hætta að taka þessa sjúkdóma sem Vogur sinnir, svona útúr og sér á part á svo margan hátt. Með þá von að fólk fái betri þjónustu og betir bata að sjálfsögðu og þeir sem þar vinna, geti sinnt því á annan hátt og lausir við fjáraflanir áratugum saman og ákall í fjölmiðla með reglulegu millibili. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 21:53

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála Áthildur og ég er ekki hlynnt klumpnum við Hringbraut sem hefur legið á teikniborðum frá því Davíð Oddsson pantaði hátæknisjúkrahús, eins og ég man þetta.

En ef þetta verður byggt á annað borð, þrátt fyrir andmæli margra með hræðsluáróðri um að þeir sem eru ekki hlynntir, séu þar með sekir af þeim skelfilega glæp að vera svo  neikvæðir, þá vona ég að Vogur verði þar með nóg pláss fyrir sitt þarfa starf. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 21:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þá er það ekki spurning.  Já ég man vel eftir þessari sjúkrahúslegu Davíðs og hve hann var uppfullur af hátæknisjúkrahúsi þegar hann kom út.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:02

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vona að RÚV endurflytji það viðtal, ef þeir þora og mega. Það var annaðhvort í Kastljósinu, eða þá , gott ef ekki, í þættinum sem Gísli Marteinn var með. Man að hann sagði frá dvöl sinni þar og fór á kostum, talaði um ,, eign þvottahúss spítalanna" , að han hafi sagt við læknana að margir hefðu verið til í án efa að gera það sem þeir þyrftu; að skera sig á háls ofl.  En man ekki hvort hann pantaði þá um leið eitt stk nýtt hátæknisjúkrahús eða í Kastljósinu. Man bara mjög vel eftir að þetta var í tv sem hann lagði fram pöntunina/ skipunina.  Hann kom amk nýyrðinu hátæknisjúkrahús í umræðuna og í notkun, hvort sem það orð var til áður eða ekki.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 22:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir mættu alveg endursýna það hvort sem það var í kastljósi eða hjá Gísla Marteini, ætli það hafi ekki frekar verið þar, man að hann kom í þann þátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 22:48

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sjáum hvort þeir á RÚV þori og megi það ...skil ekki afhverju það er ekki oft búið að tala um þessa pöntun, og þá endursýna viðtalið...nema Spaugstofan græji það.. ? ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha ég sé hana ekki, það er búið að færa hana yfir á stöð2. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 23:29

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sama hér því miður og ég sakna þeirra oft ;(( en það myndi evt ná á netið ef þeir tækju þessa pöntun fyrir og ótta allra við að bakka með þetta eða hafa bara sagt nei strax við DO..

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það gæti verið.  Það væri ágætt að rifja þetta upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband